Organistablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 3
gerð hljóðfæris sem hægt væri að leika á alla þeirra tíma tónlist. Fékk hann nú tvo góða orgelsmiði til að reyna þetta. Var smíðuð ein tóníjaðraröð inn i píanó. Vakli það mjög mikla athygli, hversu hægt var að minnka og auka hljóminn án þess að tónhæð (frequens) hans breytlist. Með þessu var fundin aðferð til að auka hljómmagn hvers einstaks tóns næstum að vild. Georg ábóti Vogler, sem hafði fengizt við þetta vandamál árum saman, sá nú fram á möguleika á að nota þessa uppgötvun í hljóSfæri sitt Orchestrion, sem seinna þekktist undir nafninu Sirkusorgel (stór lírukassi), sem er sjálfspil- andi hljóðfæri og líkir eftir öðrum bljóSfærum hljómsveitarinnar. Hófst nú mikið kapphlaup orgelsmiSa um að smíða hljóðfæri með tónfjöðrum er væru sem fullkomnust að tóngæðum og einföldust að leika á. Komu fram mörg fyrirbæri og afbrigði, sem ekki skal hér minnst á að sinni. Komu að lokum fram tvær gerðir sem héldu velli og urðu til að sigra allar binar gerðirnar. Þetta voru Harmonium, með mismunandi loftnotkun. Önnur með sogloftd, eins og við þekkjum þau hér á landi bezt, og hin með' blásturslofti, sem voru talin fullkomnari og jafnvel nefnd Kunstharmonium. Á þau var jafnvel leikinn einleikur í hljóm- leikasölum eins og tíðkaðist með píanó. 1 gerðinni með soglofti er loftið sogað ofan í gegn um söngEjaðr- irnar niður í aðalbelginn sem losar sig við það með útblásturs- ventli, en í blástursgerðinni fer það venjulega leið, þ. e. úr belgjun- um í loftgeyminn gegnum tónfjaðrirnar og út í sal. Þannig er hægt að hafa meiri áhrif á hljómmagn tónsins því að með meiri þrýstingi a stigfjalirnar fer loftið hraðar í gegnum tónfjaðrirnar og hljóm- magnið verður miklum mun meira. Auk þess var nú aðskilið loft- mntak liærri og lægri tóna Bass og Diskant, þannig að auðvelt var að spila diskantinn með öðrum hætti en bassann. Nú koma líka til sogunnar bnéspaðar sem voru tengdir við stillilokur sem verkuðu beint á tónmagn diskants eða bassa. Hljóðstillingarnar urðu og miklu lullkomnari og fleiri, og allt í einu var 'þetta kunstharmonium orðið talsvert mikið bljóðfæri og verðið eftir því. Því var það er einum orgelsmiðnum Ludwig Busehmann tókst 1821—1822 að smíða munnharmonium og handharmonium með ein- ialdri aðferð og síðan í framhaldi af því gott og traust sogharmoni- um 1838 í Hamborg, aS áhugi fór að aukast fyrir litlum og hand- nasgum harmonium sem væri við hæfi sem flestra. Ameríkumenn sáu ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.