Organistablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 4
sér leik á borði og keyptu uppfinningu Busc'hmann's og framleiddu í stórum stíl undir nafninu „Cottage—organ". Tókst þeim á skömmum tíma að vinna stóran markaS jafnvel í Evrópu, þar sem 'hin gerðin var framleidd enn um langan tíma. Margs konar endur- bætur voru gerðar á blástursgerðinni. Þær merkustu gerði orgelsmið- urinn frægi Cavallie-Coll, sem gerði sérstaka stýringu loftsins til að hafa meiri áhrif á túlkunarmátt tónsins. Debain finnur 1840 upp að- ferð til að stjórna tónmyndun (tónbyrjun) tungunnar, styrkleik hennar og hljómi. Sami maður kemur með eitt stilli sem setur allar raddir hljóðfærisins í samband samtímis. Hann kemur líka fram með nöfn á tónfjaðrirnar eftir tónblæ þeirra, sem liafa festst og eru undir- stöðunöfn allra 4ra radda harmoniumhljóðfæra enn í dag. Debain smiðaði sérstaka festingu fyrir einn tón í bassa (orgelpunkt) svo hægt var að spila með báðum höndum svo lengi sem hljómaði við bassatóninn, og endurbætti loftlokurnar svo aS miklu meiri spila- möguleikar sköpuSust (Expression Döbbelt). Eolsharpan fræga er líka frönsk u]>pfinning (Victors Mustels 1854). Tvöföld tónfjað'raröð sem er stillt með hægri sveiflu (önnur örlítið hærra en hin) svo vægur skjálfti heyrist svo sem í mannsröddinni. Þó aS Frakkar hefSu forystuna framan af í smíSi þessara hljóS- færa, 'þá voru smíðuð sams konar hljóðfæri víðar í Evrópu og þá iielzt í Þýzkalandi. Julíus og Paul Schiedmayer í Stuttgart höfðu numið iðn sína í París og smíðuSu af kappi. 1846 byrjaði Ceorg Friedrich Steinmeyer í Ottingen, að smíða harmonium, en sérhæfði sig þegar árið 1860 í smíði harmoniumhljóðfæra með tveimur bljóm- borðum og fótspili, sem fengu fljótt mjög mikla úlbreiðslu einnig sem æfingarhljóðfæri fyrir verandi og verðandi organleikara. 1893 var stofnað verkstæði Höriigels í Leipzig, sem selt hefur mjög mörg harmonium til landsins. Á meðan hljóðfærasmiðirnir í Evrópu höfðu mestan áhuga á smíði þrýstiloftshljóðfæranna, sem leyfði sérstaklega mikinn mun á túlk- unarmætti tónanna, tóku IiljóSfærasmiSir í Ameríku hina gerðina fram yfir, þó þar með misstust hinir miklu séreiginleikar þrýstings- 'hljóðfæranna. Ameríkumenn gáfu hins vegar 'hljóðfæri sínu nafnið „Cottage-Organ" til að tengja saman og vekja athygli á hljómblæ iþeirra og kirkjuorgela þeirra tíma. Og sem beimilisorgel (kirkju- orgelið í stofunni) hlutu þau afarmikla útbreiðslu. Einn binna fyrstu brautryðjenda í Ameríku var Jakop Estey 1814—1890, hann byrjaði 4 OKGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.