Organistablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 5
frainleiðslu hljóðfæra sinna 1856 og liafði 1881 framleitt 100 þús. liljóðfæri. 1860 Hóf Mason & Boston fjöldaframleiðslu á Cottage- Organ og tókst nú Ameríkumönnum að selja þessi hljóðfæri í stórum stíl til Evró])u á miklu lægra verði en þar tíðkaðist. Ennfremur var þessu hljóðfæri tekið’ fegins 'hendi af öllum þeim, sem sáu í því ódýra lausn á orgelkau])um fyrir samkomuhús og smærri kirkjur, enda kom nú tímabil, þar sem þesei hljóðfæri ekki aðeins urðu heim- ilishljóðfæri eins og til stóð, heldur einnig viða ódýrir staðgenglar pípuorgelanna. Vitanlega gátu þau aldrei leyst þau af hólmi, til þess urðu þau aldrei nógu öflug, en þau urðu um tíma alls ráðandi á niarkaðnum, og varð til þess að þessi amerísku Cottage-Organ smám saman fengu nafnið — orgel — og meira segja sums staðar fengu í fólksmunni hið virðulega nafn (eins og stóð í auglýsingunni) — kirkjuorgel. — Vegna þeirrar miklu sölu sem amerisku verksmiðjurnar náðu var ekki um annað að ræða fyrir evrópska orgelsmiði, en að taka upp samkeppnina og smíða sams konar orgel. Nyström í Svíþjóð reið á vaðið með það. Ur hans smiðju kotn Mannborg, sem flutti til Borna í Saxlandi og varð kvað aðsópsmestur í þessari grein. Honum tókzt að koma fram svo miklum endurbótum á sogloftsgerðinni, að bljóð- f®ri hans gat með góðum árangri tekið' upp samkeppni við þrýst- lngsgerðina. Tókst Mannborg að ná góðum markaði fyrir verksmiðju sína I' lestar þessar verksmiðjur fóru nú að smíða jöfnum höndum báðar gerðirnar og af öllum stærðum, frá litlu einföldu ferðaliljóðfæri UPP í konserthljóðfæri með 25 registrum, nteð' öllum mögulegum kugsanlegtim hjálparstillum, sem gerði hljóðfæraleikaranum fært að nota hugmyndaflug sitt og sköpunargáfu lil hins ýtrasta. Illjóðfæri voru smíðuð með fleiri liljómborðum ásamt fótspili. Swellorgan, sem knúið var rafblásara eða stigið af hjálparmanni. Einnig reyndi Mannborg að sameina bæði kerfin, og smíðaði þannig harmonium *neð 3 hljómborðum og fótspili fyrir heimssýninguna í París 1900. ^ firleitt var það ekki talið heppilegt og frekar smíðuð önnur hvor gerðin. í bvrjun 20. aldarinnar hafði harmoniumhljóðfærið fengið alla l>á tæknilegu fullkomnun sem mögulegt var, engu að síður missir 'hað smám saman þá þýðingu sem það hafði fyrir tónsköpun og tón- flutning sem það hafði liaft allan tímann frá tilkomu sinni. Þess skeið ORGANISTABLAÐIÐ O

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.