Organistablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 11
KRISTJAN KRISTJANSSON læknir F. 16/9 1870. D. 6/11 1927. Hann var fæddur í Sýrnesi í Reykjadal. Foreldrar hans voru Kristján síðar bóndi í Álftagerði við Mývatn, Jónsson og kona 'hans Kristhjörg Finnbogadóttir bónda í Skáney í Borgarfirði, Guðmundssonar. Kristján varð stúdent 2. júlí 1890, cand med. frá Kaupmanna- hafnarháskóla í jan. 1897. Fram- haldsnám á fæðingarstofnun í Kaupmannahöfn nóv.—des. 1898. Arið 1921 og 1922 dvaldi hann í Kaupm.höfn og Frakklandi á námsstyrk. Var skipaður héraðslæknir á Seyðisfirði 23. maí 1900 og andaðist þar 6. nóv. 1927. Hann átti sæti í skólanefnd, niðurjöfnun- arnefnd og mörg ár í bæjarstjórn Seyðisfjarðar. Brezkur varakon- súll frá 11. júní 1914. Cæzlustjóri úíibús íslandsbanka á Seyðis- rirði. Heiðursfélagi verzlunarmannafélags Seyðisfjarðar. Kristján var giftur Kristínu Þórarinsdóttur, Guðmundssonar kaup- nianns og fransks ræðismanns á Seyðisfirði. Eignuðust iþau 4 syni, sem allir eru á lífi. Fyrsta lag Krisljáns var: Til fánans við kvæði Einars Benediktsson- ar, gefið út á póstkort 1907. Yfir kaldan eySisand, kvæði Kristján Jónsson, upphaflega fyrir karlakór, kom út í ísl. söngvasafni (fjár- 'ógunum); einnig Hafaldan háa, í öðru hefti söngvasafnsins. Þá er: bnemma lóan litla í — (Jónas Hallgrímsson), kom út í Æskunni fyrir um það 'bil 20 árum. Þá hafa aðeins varðveitzt nokkur lög, sem skrifuð hafa verið upp eftir minni af syni lians, Þórarni, því allt ll>nbú Kristjáns brann árið 1900 og hirti hann ekki um að endurrita lögin — þótti lítið til þeirra koma. Lögin eru þessi Jón flak (ísl. 'þjóðvísa), Helvíti (Jónas Hallgríms- Son), Veðurvísur (Jónas Hallgrímsson). ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.