Organistablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 20
Úr bæ og byggð. Frá Skagaströnd. (Ur bréíi frá GuSmundi Kr. GuSna- syni). Kirkjukór Hólaneskirkju hér í HöíSakaupstað hélt kvöldvöku á s.l. vetri og var þar margt til skemmt- unar svo sem kórsöngur, upplestur, söngur stúlkna með gítarundirleik, lesin ferðasaga og sýndar skugga- myndir í sambandi viS hana. Kirkjukórinn fer í skemmtiferSir á hverju sumri nú siðast vestur á Snæfellsnes og út í BreiSafjarSareyj- ar. Kirkjukórinn telur 18 meðlimi og 22 styrktarfélaga. Organleikari er Kristján A. Hjartarson. Eitt helzta tónlistartímarit á Norð- urlöndum, Musik-revy, er 25 ára um þessar mundir. Auk almenns tónlistarefnis flytur þaS reglulega fréttir af nýjungum í hljóðtækni (elektrónik). Ritstjóri er Gösta Percy. Á s.l. sumri var elektrón-vinnustöð tekin í notkun í Stokkhólmi. Vinnu- stöð þessi er búin hinum fullkomnustu tækjum til elektróntónsmíSa, m. a. rafeindaheila, og kostaði um 4 miljónir sænskra króna. Hinn viðkunni söngvari og söngva- smiður, Khasako Dzugayev, í Káka- síu, hélt nýlega upp á 110 ára afmæli sitt. Þýzka tónlistartimaritið Melos er hálfrar aldar gamalt í ár. Bartok, Busoni og Schönberg rituðu á sínum tíma margar greinar í það. Útlendar fréttir. Ýmsar fréttir. I Bretlandi hafa verið gerSar um 300 hljómplötur með konsertum, kammerverkum og sönglögum, þar sem sleppt er aðalhljóðfærinu í hverju verki. Belwin-Mills Musie í London sér um dreifingu og sölu. í Rússlandi er verið að gera kvik- mynd um ævi Prokofieffs. 23. alþjóða-tónlistarkeppni fyrir org- anleikara verður haldin í Prag 2. til 13. maí n.k., aldursmörk 18—32 ára. Verðlaun nema samtals 21000 kcs. ¦— Innritun fyrir 31. marz, og upplýsing- ar í skrifstofunni, Dum umelcu, Prag 1. ASventuhvöld var í Dómkirkjunni 29. nóvember. Ragnar Björnsson, dómkantor, lék einleik á orgel, aðventuforleiki Bachs og dómkórinn sóng Bach útsetningar af jólalögum. Próf. Bjórn Björnsson flutti ræðu. Barnakór Hlíðarskóla söng undir stjórn Guðrúnar Þorsteinsdóttur og Jón Kjartansson söng einsöng. ASventukvöld var í Kópavogskirkju sunnud. 6. desember. Athöfnin hófst með orgel- forleik. Guðrún Tómasdóttir söng einsöng. Jósep Magnússon lék á 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.