Organistablaðið - 01.05.1974, Qupperneq 18

Organistablaðið - 01.05.1974, Qupperneq 18
ÞÓRARINN JÓNSSON tónskáld Þórarinn Jónsson, tónskáld, fæddist 18. sept. árið 1900 í Kastala í Mjóafirði, S.-Múl. — Foreldrar llians voru Jón Jónsson, útvegsmaður, og kona lians Mar- grét Þórðardóttir. Frá 12 ára aldri til 23 ára aldurs stundaði 'hann sjóróðra, ýmist heima við eða í Vestmannaeyjum. Snemma fór hann að hugsa um tónlist, en veturinn 1922 hóf hann sitt tónlistarnám og 'lærði lijá Þór- arni Guðmundssyni, Páli ísólfs- syni og Ernst Sohacht, frá 1922 —1924, en j)á hélt hann til Ber- línar til framahldsnáms, aðal- kcnnari hans 'þar var próf. Friedric'h E. Kodli, yfirkennari v.ið Tón- listarháiskólann í Berlín. Þórarinn var búsettur í Berlin til ársins 1950 og vann við tón- fræðikennslu, auk tónsmíða. Tónverk hans voru flutt víða í Þýska- landi og einnig i Bandarikjunum. Árið 1950 fluttist Þórarinn til Reykjavíkur. Hann kenndi hljóm- fræði við Söngskóla |)jóð’kirkjunnar 1953—’58, sömu ár var hann organisti Óháða safnaðarins í Reykjavík og árin 1952—’57 var hann tónlistargagnrýnandi við Alþýðublaðið. Þórarinn hafði mikla ánægju af stjörnufræði og stærðfræði, varði til Jteirra fræða allmiklum tíma, en tónlistin var þó alltaf hans aðalgrein. Hann samdi mikinn fjölda tónverka, einkum eru söng- lög hans þekkt hér. Hann samdi einnig nokkuð af stærri verkum. Fyrir orgel samdi hann m. a. Sónötu og Sorgargöngulag og verk 18 ORGANISTABI.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.