Organistablaðið - 01.05.1974, Síða 23

Organistablaðið - 01.05.1974, Síða 23
SAMVINNA KIRKJUKÓRA í BORGARFIRÐI Á undanförnum þremur árum hefur verið um mikið samstarf að ræða hjá okkur orgelleikurum í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Tvö ár í röð efndum við til tónleika með þátttöku fimm kirkjukóra, en þessir tónleikar voru fluttir tvisvar í hvort skipti, á Akranesi og í Borgarnesi. Þeir kórar og organieikarar, sem hér eiga h'lut að máli eru þessir: Kirkjukór Akranesskirkju, undir stjórn Hauks Guðlaugs- sonar, organleikara, kirkjukór Borgarnesskirkju undir stjórn Guð- jóns Pálssonar, Kirkjukór Hvanneyrarsóknar, undir stjórn Ólafs Guðmundssonar, kirkjukór Bæjar- og Lundarsókna, undir stjórn Björns Jakobssonar og kirkjukór Reykholtssóknar, sem undirritaður stjórnar. Þessi samsteypa kirkjukóra, sem raunar heitir Kirkjukórasamband Borgaifjarðarprófastisdæmis, myndar volduga heiid, 120—130 söng- krafta. Fyrrgreindir tónleikar voru hæði árin haldnir rétt fyrir jól. Við efndum ekki til slíks nú á þessum vetri, töldum ráðlegt að hvíla sig aðeins. Þrátt fyrir allt það sem fólk hefur þurft að leggja é sig viðvíkjandi þessum samsöngvum, hef ég orðið þess var, að menn sakna þess, að ekkert svona lagað var á döfinni fyrir síðast- 'liðin jó'l. Þetta er vissu'lega ósköp gleðilegt og ber vott um áhuga. Við höfum reynt að stefna hátt í verkefnavali, reynt að velja fögur og aðgengileg verk. Framkvæmd þessa skal nú rakin nokkuð, eins og hlutirnir hafa gengið fyrir sig hjá okkur. Fyrst er hugmyndinni hreift í síma, siðan ákveðinn staður og stund er við organleikararnir skyldum hittast. Venjulega höfum við organleikararnir hitst heima hjá Hauk Guðlaugssyni á Akranesi. Þangað rnætir „Litli ferðaklúhburinn“, eins og við höfum nefnt okk- ur í gamni, vopnaður ýmsum 'hugmyndum um efnisval. Þessir fundir okkar hafa jafnan verið liinir ánægjulegustu. Þarna skiptumst við á skoðunum og ákveðum söngskrá, ræðum framkvæmdaatriði og skiptum þeim með okkur, um leið og við njótum gestrisni Hauks og frú Grímhildar. Síðan er haldið af stað heim á leið, verkefnin nóg, ORGANISTAIUjAÐIÐ 23

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.