Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 16

Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 16
Jon Laukvik: UM FRANSKA ORGELTÓNLIST OG INEGALITET Við vitum að franska er skrifuð allt öðruvísi en hún er borin fram. Þetta einkenni er líka á franskri tónlist frá 17. og 18. öld (og enn eldri): tónlistin er nóteruð öðruvísi en hún er spiluð. „Við nóterum nefnilega öðruvísi en við spilum . . . T. d. Við punkterum fleiri áttunduparta en skrifað stendur, þegar þeir koma hver á eftir öðrum í misstígri röð. Við skrifum þá samt jafna.“ (Fr. Couperin: L’ Art de thoucher le Clavecin, 1716/1717). Þetta segir Couperin um hið svokallaða inegal („ójafna") spil, sem Bourgeois talar um svo snemma á öldum sem um 1550. Ef það er sett í kerfi er inegalt spil þannig að fyrri nótan af hverjum tveimur er spiluð lengri en skrifað stendur en sú seinni að sama skapi styttri. rrn —» rm Couperin segir um ástæðuna fyrir inegal spili: „Vaninn hefur þvingað okkur (til þess); og við höldum áfram.“ Nú skulum við reyna að finna ástæðuna fyrir þessum sérkennilega spilamáta. Frönslc tónlist er fyrst og fremst melodisk (þýsk tónlist er poly- fon-harmonisk). Það er hlutverk tónlistarmannsins (organistans) að koma því sönglega til skila með hljóðfærinu (orgelinu). Orgelið varð — sérstaklega eftir 1700 — útbúið með mörgum sólóröddum og blönduðum röddum til að nota við sólóraddleik: Récit de Cromorne, Tierce en Taille o. s. frv. En spilamátinn varð líka að vera syngjandi. En þar eð organleikarinn hefur ekki möguleika til að hafa áhrif á hljómblæ og styrkleika hvers einstaks tóns — eins og söngvari eða fiðluleikari (inegal spil er ekki einungis notað í organleik!) — verður hann að nota það eina sem hann hefur tök á: tfmann, þ. e. a. s. að láta nótur sem eins eru skrifaðar (sams konar nótnagildi) hljóma mismunandi lengi. (Frönsk tunga hefur líka það einkenni að hún gerir mun á stuttum og löngum samstöfum). Gamla fingrasetningin átti líka þátt í að innleiða inegal spil. (Fr. Couperin: L’ Art de toucher . . . ). 16 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.