Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 3
Námsstefiia um sálmafræði Sunnudagskvöldið 27. september s.l. var boðað til námsstefnu um sálma- fræði og hófst hún með sálmadagskrá í Hallgrímskirkju. Að loknum upphafsorðum Sr. Karls Sigurbjörnssonar kynnti og flutti Mót- ettukór Hallgrímskirkju nýja sálma og sálmalög. Flytjendur með þeim voru Eggert Pálsson á slagverk, Martial Nardeau á flautu og Þröstur Eiríksson og Trond Kverno léku á orgel. Sr. Jón Helgi Þórarinsson kynnti þá sálma sem sungnir voru. Einnig tóku allir viðstaddir þátt í söngnum. Á efnisskrá voru norskir sálmar eftir Olaf Hille- stad, Eyvind Skeie, Ronald Fangen og Svein Ellingsen, sem var gestur námsstefnunnar. íslenskar þýðingar norsku sálmanna voru eftir Gylfa Gröndal, Dr. Sigur- björn Einarsson og Sr. Sigurjón Guðjónsson. Sálmalögin norsku voru eftir Egil Hovland, Anfinn 0ien, Harald Gullischen, Harald Herrestahl og Trond Kverno sem einnig var gestur námsstefnunnar. Síðast en ekki síst voru tveir nýir sálmar eftir Dr. Sigurbjörn Einarsson flutt- ir með lögum Þorkels Sigurbjörnssonar. Lögin voru mest einradda sungin en þó á stundum fjölradda eða með yfir- rödd. Var þar eingöngu verið að sýna fram á tilbreytingu við lög sem hljóma samt ein og sér vel einradda. Að sálmadagskrá lokinni var kvöldverður rausnarlegur veittur af Kvenfé- lagi Hallgrímskirkju. Þar sýndi Sr. Ragnar Fjalar Lárusson hluta safns síns af sálmabókum sem er hið merkasta. Að kvöldverði loknum gengu viðstaddir aftur til kirkju til náttsöngs. ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.