Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 29. september Námsstefnan hélt áfram með fyrirlestri Þrastar Eiríkssonar um „Kóralbóka- tímabilið". Fór Þröstur yfir tímabilið frá útkomu „Leirgerðar" 1801 fram til dagsins í dag. Einkum og sérílagi um störf Péturs Guðjónssonar að útgáfu sálmasöngbókar. Þröstur útskýrði hvernig Pétur aflaði fanga í sálmasöng- bók sína svo og tengsl hans við Berggreen. Rakti Þröstur síðan feril sálma- söngbóka allttil dagsins í dag. Sjöundi fyrirlestur námsstefnunnar var „Fagnið þér himnar", sálmar og sálmaþörf kirkjunnar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson fjallaði um sálmaþörf kirkj- unnar frá mörgum sjónarhornum. Þetta erindi sr. Kristjáns Vals ætti að birta fljótlega á prenti, vegna þess að í því koma fram áður ósagðar staðreyndir um tilgang sálmsins í kirkjunni. Áttundi fyrirlesturinn var heillandi umfjöllun Knuds 0degárds um miðaldar- kvæðin Geisla og Lilju. Á skýran og listrænan hátt lýsti Knud trúarlegum og samfélagslegum bakgrunni Ijóðanna. Næstur tók Svein Ellingsen við og talaði um sálmakveðskap samtímans einkum á Norðurlöndum. Að loknum kaffitíma hélt Svein Ellingsen áfram ásamt Trond Kverno. Trond Kverno talaði um lofgjörðina og viðstaddir heyrðu dæmi af snældum um biblíulega sálma og nýjar tónsmíðar messunnar. Svein Ellingsen lauk námsstefnunni með umfjöllun um lyrik og bragfræði í nýjum sálmum. Um kl. 18.45 tók Hörður Áskelsson til máls og þakkaði erlendum gestum, fyrirlesurum og aðstandendum öllum og sleit ráðstefnunni. Að lokum var sunginn Vesper í kapellu háskólans. Niðurlag Eftir námsstefnu sem þessa kemur margt upp í hugann. Fyrst er til að nefna hversu íslenska sálmabókin er stutt á veg komin fyrir margra hluta sakir. Ber þar fyrst að nefna að hún er án nótna, lagaúrval er ekki mikið og alltof margir sálmar bera sama lagboða. Sumir sálmar eru aldrei sungnir vegna þess að tónlist þeirra er þannig úr garði gerð að um uppfærslutónlist er að ræða og þar af leiðandi ekki sönghæf fyrir söfnuðinn. Margt annað er hægt að nefna, t.d. það, að lítið er um upprunalegar gerðir laganna. Ljóst er að sálmabókarnefnd á mikið verk fyrir höndum, en fyrirskrifað verkef ni hennar er útgáfa viðbætis við sálmabókina. En stóra verkef nið hlýtur að vera endurskoðun og útgáfa nýrrar sálmabókar og sálmasöngbókar samhliða henni. Ljóst er að margir organistar sitja á ef ni sem e.t.v. á erindi inn á borð sálmabókamefndar og er ástæða til að hvetja þá sem telja sig eiga efni að senda sálmabókanefnd það til umfjöllunar. Undirbúningur sálmabókar tók Norðmenn hátt á þriðja áratug. Það er því Ijóst að mikið er til hennar vandað. Við getum margt af þeim lært og vonandi sjáum við brátt sálmabók sem verður bók allra til þess að syngja Drottni nýjan söng. HB ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.