Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 1

Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 1
ORGANISTABLAÐIÐ árg. Kjaramál organista Umræöa um kjaramál hefur verið ofarlega á baugi í þjóöfélaginu síðustu misseri. Miklar breytingar hafa orðið á launatöxtum og á ýmsum ytri aðbún- aði margra stétta. Það er bæði eðlilegt og nauðsynlegt að við organistar lát- um þessi mál til okkar taka. Núgildandi kjarasamningar okkar er frá 1975. Hingað til hefur ekki margt ýtt á eftir endurnýjun og breytingum, þar eð samn- ingurinn kveður á um að laun organista skuli fylgja launum tónlistarkennara. Því hafa laun organista alls ekki staðið í stað, heldur hafa þau fylgt þeim tímabæru lagfæringum sem gerðar hafa verið á launum kennara (þar með talið tónlistarkennara) upp á síðkastið. Áðurnefndur samningur var til mikilla bóta þegar hann var gerður á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og er nú þörí á gagngerri endurskoðun samningsins. f fyrsta lagi þarí nýr samningur að ná til landsins alls. Núverandi samningur gildir aðeins fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi, þó hann hafi verið notaður til við- miðunar víðar. En hverjir verða viðsemjendur FÍO þegar semja á fyrir alla organista á landinu? Hér er nokkur vandi á höndum. Eðlilegast væri kannski að kirkjuráð yrði viðræðuaðili fyrir hönd kirkjunnar og hvert prófastsdæmi fyrir sig staðfesti sioan nýjan samning. (öðru lagi þarí samningurinn að innihalda nákvæma staríslýsingu þarsem vægi hvers þáttar sé tilgreint, svo auðvelt sé að tilgreina staríssvið organist- ans og reikna út stöðustærðina. Núverandi samningur segir í raun ekkert um stöðustærðina, heldur nefnir aðeins launahlutfall. Hér er ekki um sama hlut- inn að ræða, því mikið af starfi organistans er unnið í álagsvinnu þ.e. á kvöld- in og á helgidögum og ber því að líta svo á að hluti af launum organistans séu álagsgreiðslur og hlýtur stöðustærðin að vera minni en launahlutfallið. Mark- miðið okkar hlýtur að vera, að sem flestir organistar eigi möguleika á heilum stöðum, því hér er um mikið og krefjandi starf að ræða, sem erfitt er að þurfa að stunda í hjáverkum. Vissulega væri best að organistum væri þannig trúað fyrir heilli stöðu (eins og t.d. prestum) þar sem meginstarfssvið væri tilgreint,

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.