Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 7
Fátt er eins ömurlegt og að heyra í mjög fölskum orgelum við guðsþjónust- ur eða á tónleikum, og oft verður leikur organistanna dæmdur eftir ástandi hljóðfærisins. Sé hljóðfærið stillt reglulega, ætti ekki að vera mikil hætta á að það nái að verða mjög falskt. Nokkrir hlutir geta þó haft afgerandi áhrif á still- inguna, fyrir utan snöggar hitabreytingar sem fyrr voru nefndar, og vil ég hér nefna nokkur þeirra. Hitamismunur milli verka: Allir organistar ættu að vita, að ef svellari er fyrir hendi í hljóðfærinu er það algjört grundvallaratriði að hann sé alltaf skilinn eft- ir opinn þegar hljóðfærið er yfirgefið. Komi maður að hljóðfæri þar sem svell- ari hefur verið lokaður í nokkra daga, er mjög sennilegt að ekki sé hægt að spila saman aðalverk og svellverk. Hitastigið í svellverki gæti þá verið nokkr- um gráðum lægra en hitastigið á kirkjunni sjálfri, og eru þá pípumar í svell- verkinu lægri en þær sem fyrir utan eru. Mótor blási jafnheitu lofti og því sem í kringum hljóðfærið er: Oft er pláss mjög af skornum skammti þar sem orgelin standa, og er því oft gripið til þess ráðs að staðsetja mótorinn annars staðar en hjóðfærið sjálft. Hér get- ur verið um að ræða herbergi t.d. fyrir aftan orgelið, kjallaraherbergi, eða jaf n- vel turnherbergi. í öllum þessum tilfellum er mikilvægt að mótorinn dragi að sér það loft sem er í kringum orgelið, en ekki það loft sem er á þeim stað sem hann stendur. Þarna gæti verið um mikinn hitamismun að ræða og hefði það þá að sjálfsögðu áhrif á stillingu hljóðfærisins. Þetta vandamál er auðvelt að leysa með því að leggja barka frá orgelinu sjálfu að loftinntaki mótrsins. Mikil óhreinindi í hljóðfærunum: Versti óvinur allra pípuorgela er ryk og önnur óhreinindi. Þegar þessi vágestur fer að stejast á pípurnar er hætt við að þær f ari að svara illa og halda illa stillingu, á þetta sérstaklega við um litlar pípur. Nokkur hljóðfæri hef ég yfirfarið þar sem lítið sem ekkert hafði verið gert frá því þau voru sett upp, eða hátt í 30 ár. Ekki er við því að búast aðslíkt hljóðfæri geti verið í góðu ástandi, þarna er allt farið aflaga sem aflagast getur, mekanik, intonation, stilling o.fl. Yfirleitt ertalað um að pípuorgel þurfi að hreinsa og yfirfara á ca. 10 ára fresti fyrir utan árlegt eftirlit og stillingu. Orgel sem ruslakompur: Því miður verður það að segjast, að umgengni við orgelin er ekki alltaf uppá það besta. Oft er allskonar drasli hrúgað inn í hljóð- færin, pappakassar, nótnablöð, sálmabækur, kertisstubbar o.fl. verða ósjaldan á vegi manns þegar maður ætlar inní hljóðfærin. Svona aðkoma er náttúrulega lítið uppörvandi fyrir orgelsmiðinn og er hætt við að hann vinni með öðru hugarfari við orgel þar sem umgengni er svo háttað en ella. Það keyrir þó um þverbak þegar farið er að leggja ýmiskonar farg á belgina, þá eykst að sjálfsögðu þrýstingurinn í viðkomandi belg og afleiðingin er falskt orgel. Óhætt er að segja, að gæði hljóðfæranna í kirkjunum okkar eru ansi misjöfn. Allt frá góðum og hálfgerðum framúrstefnu hljóðfærum síns tíma, og ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.