Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 8
niður í hljóðfæri sem maður getur varla ímyndað sér að hægt hefði verið að gera verri. í sumum tilfellum voru sóknirnar hálfpartinn neyddar til að taka lægstu tilboðunum þegar farið var út í orgelkaup. Eingöngu fékkst gjaldeyrir fyrir því ódýrasta, sem og að öllum líkindum var þá það lélegasta. Þess eru dæmi, að kirkjur séu að losa sig við hljóðfæri sem ekki eru orðin 30 ára gömul, en það þykir ekki mikill aldur á pípuorgelum. Maður hefur heyrt því f leygt, að orgelverksmiöur hafi verið að losa sig við hluti sem ekki þóttu lengur boðlegir á meginlandi Evrópu, og því smíðað úr þeim hljóðfæri og sent til íslands. Ekki þori ég að dæma um sannleiksgildi þessa, en eitt er víst, að þær verksmiðjur sem smíða rafmagnsknúin hljóðfæri um og eftir 1960 hafa verið heldur aftarlega á merinni. í dag eru starfandi margir ungirorganistará íslandi. Sumirhverjirhafamik- inn áhuga á orgelsmíðum, eru vel að sér í faginu og vita nákvæmlega hvers- konar hljóðfæri eru smíðuð í dag. Það er því vonandi að þessir menn verði hafðir með í ráðum í sambandi við orgelkaup, en ekki að valið sé af handa- hófi eða gerð einhvers konar tilraunainnkaup. f síðasta Organistablaði er ágætis grein er ber heitið Ný orgel. Þar bendir greinarhöfundur á marga hluti sem hafa ber í huga í sambandi við orgelkaup. Ekki hef ég neinu þar við að bæta, en vil eindregið taka undir varnaðarorð hans gegn kaupum á raf magns- orgelum. Alltof margar sorgarsögur hefur maður heyrt af svoleiðis kaupum, bæði hér heima og erlendis. Kirkjunum þarf að sjálfsögðu að halda við eins og öðrum húsum, og vil ég því að lokum minnast á nokkur atriði sem mjög ber að hafa í huga þegar um framkvæmdir innanhúss er að ræða. Eins og áður kom fram, eru öll óhrein- indi afar skaðleg fyrir hljóðfærin og ætti það því að vera regla nr. 1 að verja þau eftir fremsta megni gegn þeim. Þó ekki fylgi allri vinnu mikið ryk, t.d. málningar- eða rafmagnsvinnu, þá er viss hætta samfara henni. Málningar- slettur innum allt orgel og á pípum eru því miður alltof tíðar, og sérstaklega ergilegt er að sjá þannig útleikið orgel, þar sem svo auðvelt er að koma í veg fyrir slíkt með því að breiða þunnt plast yfir allt hljóðfærið. Hvað rafmagnið varðar, er aðalhættan fylgjandi því að orgelmótorinn sé ekki rétt tengdur. Tvisvar sinnum hef ég komið að orgelum þar sem mótorinn hefur snúist í öf- uga átt og það jafnvel í nokkur ár. Að öllum líkindum skeður það þegar ein- hverjar breytingar eru gerðar á rafmagnstöflu. Oft er um þriggja fasa rafmót- ora að ræða og því míkilvægt að hver fasi tengist rétt. Mótor sem snýst öfugt, blæs frá sér mjög „órólegum" vindi, og oft fylgir því mikill hvinur. Það er sem sagt ekki nóg að orgelið gefi frá sér hljóð, heldur þarf að fullvissa sig um að snúningsáttin sé sú sem sýhd er á mótornum. Ég vona að einhverjir hafi gagn af því sem hér hefur verið drepið á, Björgvin Tómasson orgelsmiður. 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.