Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 9
3 organlstar við Eyjafjörð láta af störfium Áskell Jónsson er þekktur sem söngstjóri Karlakórs Akureyrar og organ- isti við Lögmannshlíðarkirkju. Hann er sömuleiðis hress og kátur Norölend- ingur, fullur af lífsfögnuöi og innri orku. Áskell fæddist á Mýri í Báröardal þann 5. apríl árið 1911. Foreldrar hans voru hjónin Jón Karlsson og Aðalbjörg Jónsdóttir á Mýri. Þau Mýrarsystkin voru 9 talsins, öll söngvin eins og foreldrarnir, enda var söngur mikið iðkaður þar á heimilinu. Faðir Áskels var lengi organisti við Lundarbrekkukirkju og fór snemma að kenna syni sínum á orgelið. Áskell starfaði annars að fjárhirð- ingu og öðrum bústörfum. Þegar Áskell var á 17. ári var hann mánaðartíma við orgelnám hjá Sigur- geiri Jónssyni á Akureyri, en tæpum þremur árum síðar fór hann til náms í Alþýðuskólann á Laugum og var þar tvo vetur. Þar kom óvænt í hans hlut að sjá um söngþjálfun skólasystkina sinna og tókst svo vel til að skólastjórnin sá ástæðu til að launa honum að vori. Tveimur árum síðar réöst Áskell að Reykjaskóla í Hrútafirði sem söngkennari og ráðsmaður og starfaði þarfimm vetur en sjötta veturinn á Laugum. Næstu tvö ár dvaldi Áskell í Reykjavík, vann hálfan daginn en notaði hálfan til tónfræðináms hjá dr. Victor Urbancic við Tónlistarskólann. Áskell Jónsson flutti til Akureyrar árið 1943, var þá ráðinn söngkennari við Gagnfræðaskólann og söngstjóri Karlakórs Akureyrar. Karlakórnum stjórn- aði svo Áskell til 1966, en kennari við Gagnfræðaskólann var hann til 1974. Organisti víð Lögmannshlíðarkirkju varð Áskell 1945 og lék við sína síðustu messu sem organisti kirkjunnar 4. okt. 1987, en þá var flutt í nýju Glerár- kirkjuna. Söngstjórn og undirleik hjá fleiri kórum, kvartettum eða einsöngvurum ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.