Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 14
Ulrik Ó/ason varð organisti Kristskirkju í Landakoti nú í haust, en hann var áður organisti á Húsavík. Jónas Þórir verður organisti í Bústaðakirkju næsta ár í afleysingum. í Seljasókn verður Kjartan Sigurjónsson organisti. Á Sauðárkróki tekur Rögnvaldur Valbergsson við störfum organista af Guðrúnu Eyþórsdóttur, sem lést á árinu langt fyrir aldur fram. í Glerárkirkju, hinni nýju kirkju Akureyringa, tekur Jóhann Baldvinsson við af Áskeli Jónssyni. Á Egilsstöðum verður Magnús Magnússon organisti, en Sigríður Júlíus- dóttir á Seyðisfirði og tekur þar við af Sigurbjörgu Helgadóttur, sem flutti burtu. Að Reyðarfjarðarkirkju kemur Gillian Haworth, en Jónathan Buckley til Fáskrúðsfjarðar. Ungverskur organisti, Utassy Ferenc hefur verið ráðinn til Stöðvarfjarðar, en búlgörsk kona, llka Petrova, að Eydalakirkju. Haraldur Bragason er fluttur til Djúpavogs og verður þar organisti. Organlstatal Nú er hafin söfnun á efni til organistatals og eru organistar og aðrir, sem upplýsingar geta gefið hvattir til að leggja því lið. Guðmundur Kr. Guðnason organisti á Skagaströnd starfar að þessari söfnun með útgáfu á organistatali í huga. Hann hefur sent sóknarnefndum bréf þar sem hann biður um upplýs- ingar um þá organista, sem starfað hafa við kirkjurnar og upplýsingar um helstu störf organistans, nafn maka og tímabil í organistastarfi auk fæðingar- tíma og dánardags ef um látna er að ræða. Upplýsingar sendist Guðmundir Kr. Guðnasyni, Bankastræti 10, 545 Skagaströnd. Organistablaðið Útg. Félag íslenskra organleikara Ritnefnd: Heiðmar Jónsson s. 621630, Helgi Bragason og Hörður Áskelsson formaður. Dreifing:ÞorvaldurBjörnssonEfstasundi37,104 Reykjavíks. 34680. Stjórn Félags íslenskra organleikara: Þröstur Eiríksson formaður, Guðni Þ. Guðmundsson gjaldkeri og Kjartan Sigurjónsson ritari. 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.