Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 4
Annar dagur 28. september Hin eiginlega námsstefna hófst síöan í Norræna húsinu kl. 10 þann 28. september. Forseti guöfræöideildar dr. Björn Björnsson setti námsstefnuna og bauð alla velkomna sérstaklega þá Svein Ellingsen skáld og Trond Kverno tónskáld. Sr. Sigurjón Guðjónsson flutti fyrsta fyrirlesturinn en hann var um sálma frumkirkjunnar, Davíðssálm og biblíulega sálma. Fjallaði hann um sögu þeirra og þróun og einnig um fyrstu sálmaskáldin þá Ambrosius, Niketas og Prudentius. Næst flutti dr. Bjarni Sigurðsson dósent fyrirlestur sinn um Lútherssálma á íslandi. Tók Bjarni tvo páskasálma og þrjá hvítasunnusálma og sýndi og bar saman þýðingar þeirra í gegnum aldirnar. Eftir hádegisverðarhlé varð sjónarhorn tónlistarinnar ráðandi. Hörður Áskelsson lektor fjallaði um „Grallaratímabilið" 1594-1779. Útskýrði hann m.a. hvernig hefðbundin þýsk sálmalög breyttust í meðförum genginna kyn- slóða og aðlöguðust íslenskri siðvenju í tónlist. Með dæmum sýndi Hörður hvernig lag skipti um tóntegund og „bassus" þ.e. tvísöngsrödd bættist við. Lagið við „Gefðu að móðurmálið mitt" er dæmi um þessa þróun. Fjórði fyrirlesturinn var í höndum Svein Ellingsen og Trond Kverno. Fyrst fjallaði Svein Ellingsen um þann kveðskap sem grundvallar hina nýju norsku sálmabók. Voru þar fimm þættir lagðir til grundvallar. 1. Kirkjusögulegir sálmar. 2. Samkirkjulegir sálmar. 3. Sálmar af þjóðlegum grunni. 4. Sálmar í messunni og biblíulegir sálmar. 5. Nýir og nýendurþýddir sálmar. Trond Kverno fjallaði síðan um sama efni frá sjónarhorni tónlistarinnar og sagði að ein mikilsverðasta nýjungin í norsku bókinni væri „Litúrgíski" þátturinn. Eftir kaffihlé kynntu Trond Kverno og Svein Ellingsen nýja sálma úr nor- rænum sálmabókum með tóndæmum og þátttöku viðstaddra. Eftir stuttar fyrirspurnir og umræður enduðu viðstaddir góöan dag með Vesper í kapellu háskólans. 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.