Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 3
R. Fórstu þá til Þýskalands? B. Já ég hóf nám í orgelsmíði í Þýskalandi 1978 og vann þar síðan að námi loknu þar til ég kom heim 1986. R. Björgvin, viltu lýsa fyrir okkur hvernig það gengur fyrir sig að læra orgelsmíði í Þýskalandi. B. Nám í orgelsmíðum í Þýskalandi fer þannig fram, að lærlingur er á samningi hjá meistara í 3 og hálft til 4 ár. Á þessum tíma vinnur hann fullan vinnudag og kynnist þar öllum þáttum orgelsmíðinnar. Þá þarf lærlingurinn einnig að sækja bóklegt nám á tímabilinu og er það gert við stóran iðnskóla í Ludwigsburg, en sá skóli er eini iðnskólinn í Þýskalandi, sem er með sér deild fyrir bóklegt nám í hljóðfærasmíði. Þetta bóklega nám er alls þrír bekkir. Þarna er lærlingurinn í þrjá mánuði á ári á námstímanum. Meðal kennslugreina þar má nefna, hljóðeðlisfræði, teikningu, sögu (þar sem far- ið er í byggingarstíl hinna ýmsu tímabila, þróun tónlistar, þróun hljóðfæra og leikin eru tóndæmi með hinum ýmsu hljóðfærum) og einnig er þar verk- leg kennsla o.m.fl. Á námstímanum ber lærlingi að skila vikulega skýrslu um það sem hann hefur gert á verkstæðinu, eða að lýsa því hvernig hinir ýmsu hlutir eru búnir til, t.d. tréþíþur, málmpípur, vindhlöður o.þ.h. Þetta er síðan lesið af meist- aranum og einnig yfirfarið af þrófdómara skólans. Að námstíma loknum er tekið munnlegt, skriflegt og verklegt sveinspróf. Fyrir verklega prófið fær nemandinn sendan lista yfir þau verkfæri sem hafa skal meðferðis til prófs svo og efnislista og lýsingu á þeim hlut sem smíða skal á prófinu. Efnið er hægt að vinna að hluta til á verkstæðinu en teikningu af hlutnum fær neminn fyrst að sjá þegar mætt ertil þrófs. í mínu prófi var verkefnið að smíða lítið „portatív" og fékk ég til þess að mig minn- ir ca. 20 klst. Mikilvægt var auðvitað að klára stykkið og að sjálfsögðu að hafa það sem best gert. Þetta var skemmtilegt verkefni, því þarna koma fyrir allir þeir hlutir sem eru í alvöru orgeli þ.e.a.s. þípur, vindhlaða, ventlar, nótnaborð og belgur. R. Segðu okkur nú frá námi þínu þarna úti. B. Mínum námstíma eyddi ég á tveimur verkstæðum. Á fyrri staðnum varð ég mjög fljótlega óánægður þar sem mér fannst ég ekki læra nógu mikið. Þar var ekki smíðað mikið af píþuorgelum en þeim mun meira unnið við harmóníumviðgerðir og smíðar. Það má segja að ég hafi fengið nokkuð góða innsýn í harmóníum á þeim stað. Seinni staðurinn sem ég var á var hjá Reinhart Tzschöckel. Þar kláraði ég námstímann, tók sveinspróf og vann síðan hjá honum sem sveinn í fjögur ár. Eg tel mig hafa verið mjög heppinn að hafa komist að hjá Tzschöckel. Þar ríkti góður andi á verkstæðinu, ungir strákar sem þar unnu og fjöl- breytnin gífurleg. Þar voru smíðuð pósitív af öllum stærðum og gerðum, (allt frá 2 röddum) þó nokkuð af hljóðfærum í heimahús, æfingahljóðfæri í tónlistarháskóla og svo auðvitað mest í kirkjur. Stærsta hljóðfæri sem ég ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.