Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 7
með klósettpappír sem standa svo eins og túlípanar upp úr pípunum, eða jafnvel troðið í rifur með plastpokum. R. Nú hafa mörg hljóðfæri verið keypt í kirkjur að undanförnu og hefur maður ekki alltaf á tilfinnignunni að tilboða sé leitað hjá nokkrum orgel- smiðum, heldur jafnvel aðeins leitað til eins aðila, sem beðinn er um að smíða hljóðfærið og getur þá leikið sér að verðinu þar sem hann veit að hann er einn um bitann. Ertu sáttur við hvernig staðið er að þessum málum hér? B. Nei, ég er ekki alltaf sáttur við hvernig staðið er að orgelkaupum hér á landi, og finnst eins og þar ráði oft meira happa og glappa aðferðin en fagleg vinnubrögð. Kirkjum er oft hreinlega sagt hvar þær eigi að panta sín hljóðfæri og ekkert leitað annað um smíðina. Auðvitað er eðlilegast að láta 3 - 4 orgelsmiði gera tilboð í verkið og sjá síðan hver útkoman verður. Það er um að gera að fá sem mesta fjölbreytni hvað tegundir varðar. í dag geta orgelsmiðir ekki leyft sér að smíða annað en 1. flokks hljóðfæri á hag- stæðu verði, þar sem samkeppni er mjög mikil ef eðlilega er staðið að verki, t.d. veit ég að í Þýskalandi horfa menn mikið á tilboðin sem þeir gera og reikna út hvort þau séu mögulega of há, áður en þau eru send til tilboðs- beiðanda og er þetta gert vegna þess að þeir vita að fleiri eru um bitann og allir vilja reyna að ná honum og gera því eins lág tilboð og þeir mögulega geta án þess að það bitni á gæðum. Einnig er það til að send eru svimandi há tilboð, og er það þá jafnvel merki um að verksmiðjan hafi ekki áhuga á að taka að sér verkið, m.a. vegna anna við önnur verkefni. Sé viðkomandi sóknarnefnd hins vegar svo vitlaus að ganga að því tilboði, þá sér verk- smiðjan sig að sjálfsögðu um hönd og ræður viðbótarmannskap til að vinna verkið og hirðir síðan gróðann. Sé verksmiðja á hinn veginn ein um bitann og viti það að viðkomandi hafi einungis snúið sér til hennar og biðji hana um að taka að sér verkið getur hún leikið sér að því að gera há tilboð, því hún veit að viðkomandi hefur engan verðsamanburð eða þ.h. (maður hefur heyrt hér heima að farið hafi verið með fulltrúa frá ákveðinni verk- smiðju í kirkju hér á landi og hann spurður hvort verksmiðjan væri tilbúin að smíða orgel í kirkjuna, og hafi þá viðkomandi nefnt tilboð upp á eina milljón krónur á röddina. Ég spyr: er þetta hægt eða er viðkomandi að segja að hann hafi ekki áhuga)? Þegar sóknarnefnd heyrir svona okur upphæðir nefndar þá er engin furða þó hún dragi að sér hendina og fari jafnvel að hugsa um rafmagnsorgel, en að sjáfsögðu þá þarf eins og ég sagði áðan hver sóknarnefnd að skrifa nokkrum verksmiðjum og fá tilboð. Til þess að þau séu marktæk, þarf að láta fylgja með teikningu af plássinu sem orgel- inu er ætlað, drög að hugmyndum um útlit eða fjölda radda o.fl. þess háttar, síðan þarf auðvitað að velja úr verksmiðjur, fara á staðinn og láta þá sýna sér nokkur hljóðfæri sem eru í notkun frá þeim, bæði ný og eldri, ræða síðan hvað manni finnst um hljóðfærin, af hverju er þetta svona en ekki hinsegin, og reyna að ná verðinu niður og gefa í skyn að þeir eigi ekki lægsta tilboöið. Að þessu loknu þarf á fá ný skrifleg tilboð út frá þessu spjalli. velja síðan úr þeim og að lokum að hafa samband við þá verksmiðju ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.