Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 6
hugsa ég lítið um þann tíma sem fer í að smíða hvert hljóðfæri fyrir sig. Mitt kappsmál er að vanda til allra hluta eins og kostur er, en spá ekki í það hvernig maöur væri fljótastur að Ijúka verkinu. Hljóðfæri eru mikið dæmd eftir útliti sínu þó svo að það hafi ekkert að segja um gæði þeirra, en þegar hugsað er til þess að þau eigi eftir að spila í jafnvel 150 ár þá má ekki hugsa um þá daga sem fara í að gera hlutina eins fallega og maður hefur kunnáttu til. R. Að reka svona starfsemi einn og þurfa að gera allt, frá því að sópa spæni upp í að fínstillaog radda síðustu pípu hljóðfærisins, hlýtur að krefj- ast góðrar verklagni, fjölhæfni og þolinmæði? B. Já, eftir að ég kom heim og hóf smíði hljóðfæra sjálfur, hef ég þurft að gera ýmsa hluti sem ég fékkst sjaldan eða jafnvel aldrei við úti, t.d. það að smíða orgelhúsið (mubluna) var alfarið í höndum húsgagnasmiðs hjá Tzschöckel og kom ég þvi ekki nema að litlu leyti nærri því hjá honum. Hérna heima hef ég aftur á móti þurft að glíma við það verkefni. Það væri óneitanlega mjög þægilegt að hafa góðan húsgagnasmið sér við hlið, það mundi flýta mikið fyrir. Eftir að ég er búinn að skoða hljómburð viðkomandi kirkju reikna ég út ummál hverrar pípu fyrir sig. Sjálfur smíða ég trépípur, en þó ekki Subbassapípurnar vegna aðstöðuleysis, en sendi útreikning minn á ummáli þeirra og málmpípnanna til þýskalands og eru þær smíðað- ar þar samkvæmt því máli, síðan koma þær hingað og ég grófradda þær á verkstæðinu og fínvinn síðan í viðkomandi kirkju. Það er ekki eins og svo margir halda að maður fari bara upp í hillu og nái þar í einhverjar „standard" pípur sem eru verksmiðjuframleiddar, eins og ég fæ stundum á tilfinninguna að menn haldi. R. Hefur þú verið beðinn að taka lærling? B. Ég hef oft verið spurður að því hvort ég vilji ekki taka lærling, þar sem ég hefi meistararéttindi í iðninni. Auövitað væri það hugsanlegt að gera það, en ég mundi vilja að hann eyddi hluta af námstímanum á verkstæði erlendis, t.d. í Þýskalandi og tæki síðan próf þaðan. R. En eru ekki útskrifaðir hljóðfærasmiðir hér heima? B. Ég hef heyrt að menn séu að útskrifa hljóðfærasmiði af einhverjum viðgerðarverkstæðum hér heima. Þetta finnst mér alveg fráleitt þar sem þessir „lærlingar" hafa aldrei komið nálægt nýsmíði á hljóðfærum. Eins hafa menn verið að fara stuttan tíma á einhverskonar námskeið erlendis í píanóstillingum o.fl. og titla sig síðan sem hljóðfærasmiði þegar heim er komið. Einhvern veginn finnst mér að þessum hlutum þurfi að taka fastari tökum hér heima, margt sem tíðkast hér mundi hvergi líðast erlendis. R. Vitað er að víða um land eru menn sem fengist hafa við viðgerðir á hljóðfærum t.d. harmoníum. B. Já, þetta er mjög virðingarvert og oft hafa þessir menn gert góða hluti. Ég hef ekki áhyggjur af því að verið sé að taka frá mér vinnu, en það getur verið ergilegt að fá kannski hljóðfæri í viðgerð sem meira hefur verið tjasl- aö við af vilja en mætti. T.d. þegar stillilokar á lokuöuðm trépípum eru festir 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.