Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 31

Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 31
Organistaskipti Skálholtskirkja: Hilmar Örn Agnarsson er nú alkominn heim frá námi í Hamborg og hefur tekið aftur við stöðu sinni sem organisti í Skálholts- prestakalli. Hveragerðiskirkja: Örn Falkner hefur verið ráðinn organisti við Hvera- gerðis- og Kotstrandarkirkjur í stað Karls Sighvatssonar, sem lést af slys- förum s.l. vor. Örn var s.l. vetur organisti í Skálholtsprestakalli í fjarveru Hilmars Arnar. Hvalsnes- og Útskálalirkjur: Ester Ólafsdóttir hefur verið ráðin organ- isti í stað Svavars Sigurðssonar. Ester lauk diplomprófi í organleik í Genf í júní síðastliðnum. Hjallasókn í Kópavogi: Oddný Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin organ- isti í stað Elíasar Davíðssonar. Hólar í Hjaltadal: Pálína Fanney Skúladóttir var organisti i Hólapresta- kalli frá mars s.l. og til 1. ágúst s.l. Pálína Fanney lauk minna Kantorsprófi frá Kungl. Musikaliska Akademien í Lundi í júlí 1990. Pálína er nú flutt til Hríseyjar og mun starfa þar við tónlistarkennslu. Pálína Fanney var organ- isti við Brautarholtskirkju á Kjalarnesi árin 1987 og 1988. ORGANISTABLAÐIÐ býður þetta fólk velkomið til starfa og árnar því heilla í framtíöinni. Frá skrifstofu söngmálastjóra: Organistum, prestum og sóknarnefndar- mönnum er vinsamlegast bent á að tilkynna ber allar breytingar á organistastörfum til skrifstofunnar jafnóðum og þær eiga sér stað. Skrif- stofa söngmálastjóra þjóðkirkjunnar er á Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík, sími 91-621100. Frá Organistablaðinu: Breytingar á störfum eru eingöngu birtar eftir stað- festingu, eða uþplýsingum frá embætti söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Frá Tónskóla þjóðkirkjunnar: Kennsla hefst miðvikudaginn 18. sept. n.k. Væntanlegir nemendur eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofuna í síma 91-621100 hið fyrsta. (Fréttatilkynning) ORGANISTABLAÐIÐ 31

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.