Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 10
Ríkisendurskoðun er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis. Meginhlutverk hennar er að endurskoða ríkisreikning og reikninga ríkisaðila, hafa eftirlit með og stuðla að umbótum á fjármála- stjórn ríkisins og nýtingu almannafjár. Megingildi hennar eru óhæði, hlutlægni, hæfni og trúverðugleiki. FLOKKAR OG FRAMBJÓÐENDUR FÁ LENGRI SKILAFREST Frestur sem stjórnmálasamtök og frambjóðendur hafa til að skila Ríkisendurskoðun upplýsingum um fjárframlög fyrri ára hefur verið framlengdur til 10. desember nk. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 162/2006 skal Ríkisendur- skoðun taka við og birta upplýsingar um fjárframlög til stjórnmálasam- taka og frambjóðenda nokkur ár aftur í tímann. Hlutaðeigandi aðilum var upphaflega gefinn frestur til 15. nóvember sl. til að skila af sér en ákveðið hefur verið að framlengja þann frest til 10. desember nk. Um er að ræða framlög til Stjórnmálasamtaka á tímabilinu 2002–2006 Frambjóðenda í prófkjöri/forvali vegna kosninga 2006 og 2007 Frambjóðenda í formanns- eða varaformannskjöri 2005–2009 Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Ríkisendurskoðunar www.rikisend.is. 10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009 Enn sannast það að ógæfu Íslandsverður allt að vopni. Í stað þess að Jóhanna, Steingrímur J. og Indr- iði hafi gert skapandi listir að vett- vangi hugarflugsins hafa þau kosið ríkisfjármálin sem hinn skapandi vettvang. Ekki þó ríkisfjármálin í heild sinni, aðeins tekjuöflunarhlið- ina.     Aldrei fyrr hafa jafnfáir lagt tiljafnmiklar skattahækkanir á jafnstuttum tíma á jafnmarga sam- ferðarmenn sína.     Hin heilaga skattheimtuþrenninghyggst hækka alla þá skatta sem í boði eru og leggja að auki á al- veg nýja.     Hún hyggst hækka tekjuskatta umtugi milljarða og ná þannig úr vinstri vasa almennings þeim krón- um sem frestað var að taka úr þeim hægri með greiðslujöfnuninni.     Hún áformar að hækka óbeinaskatta á matvörur, bensín og annan lúxus.     Hún vill leggja nýja skatta á ferða-menn, sjávarútveg, verksmiðjur og allt annað sem hugsanlega gæti orðið til að efla atvinnulíf í landinu.     Hin heilaga þrenning ann sérengrar hvíldar við að hugsa upp nýjar leiðir til að auka álögur á landsmenn og þá sem hugsanlega gætu átt leið til landsins.     Brátt verður andardrátturinn einneftir óskattlagður. Hvenær setja þau gjaldmæli á þann ónýtta skatt- stofn? Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Indriði H. Þorláksson Einn ónýttur skattstofn Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 2 heiðskírt Lúxemborg 11 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Bolungarvík 1 snjókoma Brussel 12 léttskýjað Madríd 16 heiðskírt Akureyri 2 rigning Dublin 12 skýjað Barcelona 19 léttskýjað Egilsstaðir 2 slydda Glasgow 12 skýjað Mallorca 21 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 5 skýjað London 14 léttskýjað Róm 19 léttskýjað Nuuk -1 snjókoma París 14 skýjað Aþena 18 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Amsterdam 12 léttskýjað Winnipeg -6 léttskýjað Ósló 8 skúrir Hamborg 12 skýjað Montreal 8 þoka Kaupmannahöfn 11 skýjað Berlín 13 léttskýjað New York 14 alskýjað Stokkhólmur 8 þoka Vín 15 skýjað Chicago 7 skýjað Helsinki 5 skýjað Moskva 3 þoka Orlando 16 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 16. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.45 4,1 12.00 0,5 18.01 3,8 10:01 16:25 ÍSAFJÖRÐUR 1.34 0,2 7.46 2,2 14.08 0,2 19.54 2,0 10:26 16:10 SIGLUFJÖRÐUR 3.39 0,2 9.46 1,2 15.58 0,0 22.25 1,1 10:10 15:52 DJÚPIVOGUR 2.55 2,3 9.13 0,3 15.08 1,9 21.10 0,3 9:35 15:50 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið VEÐRIÐ NÆSTU DAGA Á þriðjudag Minnkandi norðaustanátt, víða 3-8 m/s síðdegis. Skýjað með köflum og dálítil él norðanlands og við suðurströndina. Yfirleitt vægt frost. Á miðvikudag Vaxandi austanátt, með dá- litlum éljum austantil og frosti á bilinu 0 til 7 stig. Slydda eða rigning suðaustantil um kvöldið og hlánar þar. Á fimmtudag Austan- og norðaustanátt og rigning eða slydda, en úrkomu- lítið suðvestantil. Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnanlands. Á föstudag Útlit fyrir norðaustanátt með rigningu eða slyddu og jafnvel snjókomu á norðvestanverðu landinu. Yfirleitt þurrt sunn- anlands. Hiti 0 til 6 stig. Á laugardag Líkur á austlægri átt með úr- komu í flestum landshlutum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Þurrt sunnan- og suðvest- anlands, annars víða snjókoma eða slydda, en rigning austast. Fer smám saman að draga úr vindi og úrkomu síðdegis. Hiti 0 til 5 stig, en frystir inn til lands- ins. HJÖRLEIFUR B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sendi frá sér tilkynningu vegna fréttar Morgunblaðsins á laugardag þar sem m.a. var haft eftir Hjörleifi að frekara gengisfall ís- lensku krónunnar gæti orðið fyrirtækinu erfitt. „Vill Orkuveita Reykjavíkur árétta að fyr- irtækið er fullkomlega fært um að standa við skuldbindingar sínar gagnvart erlendum og inn- lendum lánveitendum. Stöðugar tekjur þess í ís- lenskri mynt og stöðugt vaxandi tekjur í erlendum gjaldeyri gera því fyllilega kleift að greiða afborg- anir og vexti af lánum fyrirtækisins, hvort sem þau eru í erlendum gjaldmiðlum eða íslenskum krón- um. Mikilvægt er að horfa til greiðsluflæðis OR þeg- ar lagt er mat á greiðslugetu fyrirtækisins og þeirrar staðreyndar að 20% af tekjum Orkuveitu Reykjavíkur eru í erlendri mynt. Erlendar tekjur OR eru frá langtíma raforkusölusamningum og því er áhætta vegna þeirra óveruleg. Þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar félli um tugi prósenta standa hinar erlendu tekjur undir skuldbindingum fyrirtækisins í erlendum gjaldmiðlum. Slíkt myndi þó vissulega hafa neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu OR og afl fyrirtækisins til framkvæmda. Við hrun íslenska efnahagskerfisins síðasta haust ákvað stjórn fyrirtækisins að ljúka fram- kvæmdum við 5. áfanga Hellisheiðarvirkjunar þar sem samningar um sölu raforkunnar voru frá- gengnir og tekjur af fjárfestingunni tryggðar. Gert er ráð fyrir að þessi áfangi verði gangsettur í árs- lok 2011 og kemur hann til með að skila OR um þriggja milljarða króna tekjum á ári í erlendri mynt. Jafnframt hefur fyrirtækið unnið áfram að frá- veituframkvæmdum á Vesturlandi sem eru mikil umhverfisbót fyrir þann landshluta. Fram- kvæmdir OR á yfirstandandi ári hafa numið um 19 milljörðum króna og áætlaðar lántökur vegna þeirra eru um 17 milljarðar. Unnið er að frágangi á láni frá Evrópska fjárfestingabankanum vegna þessara framkvæmda og skuldabréfaútboði á inn- lendum markaði. Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar um 18 milljarðar króna vegna þessara mannaflsfreku uppbyggingarverkefna.“ OR fær um að standa við skuldbindingar Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.