Morgunblaðið - 16.11.2009, Page 11
Fréttir 11VIÐSKIPTI | ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009
LANDSBANKINN afhenti á föstu-
dag verðlaun í árlegum Raunveru-
leik, sem er gagnvirkur hermi-
leikur og hannaður sem fjármála-
og neytendafræðsla fyrir efsta
bekk grunnskólanna. Á myndinni
eru sigurvegarar í einstaklings-
keppninni, þau Sindri Snær Svan-
bergsson, nemandi í Snælands-
skóla, er hlaut 1. verðlaun, og Alda
Kristín Guðbjörnsdóttir, Haga-
skóla, sem varð í öðru sæti. Með
þeim eru Svanbjörg Helena Jóns-
dóttir frá markaðsdeild Lands-
bankans og Ómar Örn Magnússon,
höfundur Raunveruleiksins og að-
stoðarskólastjóri í Hagaskóla.
Alls tóku 1.500 nemendur um allt
land þátt í leiknum. Einnig fór fram
keppni bekkjardeilda og efstur
varð hópurinn „Litla-Hraun“ frá
Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.
Sigruðu í hermileik
Landsbankans
● VEL á þriðja
þúsund manns,
eða um 2.400,
höfðu í gærkvöldi
skráð sig á vefsíðu
Þjóðarhags, félags
fjárfesta sem vilja
gera Nýja Kaup-
þingi tilboð í Haga.
Síðan var opnuð sl.
föstudag og í gær-
kvöldi höfðu hátt í
14 þúsund manns heimsótt hana. Lág-
markshlutur er 5.000 krónur. Fram
kom í máli Guðmundar Franklíns Jóns-
sonar, forsprakka hópsins, í Silfri Egils í
gær að það væri kappsmál að tryggja
að fleiri fengju að koma að því að kaupa
Haga en þeir sem hefðu átt fyrirtækið,
sem rekur Bónus, Hagkaup, 10-11 og
fleiri verslanir. Sagði Guðmundur að
nóg væri búið að afskrifa af skuldum
eigenda Haga, tími væri kominn til að
þeir greiddu skuldir sínar líkt og al-
menningur í landinu.
Um 2.400 í Þjóðarhag
Guðmundur
Franklín Jónsson
● ÖSSUR hf. hefur gert nýja samninga
við Saga Capital og Nýja Kaupþings
um viðskiptavakt á bréfum stoðtækja-
fyrirtækisins í kauphöll NASDAQ OMX
á Íslandi. Um er að ræða endurnýjun á
fyrri samningum, sem gerðir voru við
Kaupþing árið 2005 og Saga Capital á
síðasta ári. Þessum samningum er ætl-
að að auka viðskipti með hlutabréf
Össurar í kauphöllinni og stuðla að skil-
virkri og gegnsærri verðmyndun á bréf-
unum. Ber Nýja Kaupþingi og Saga
Capital hvoru um sig að bjóða allt að
100 þúsund hluti í Össuri á hverjum
viðskiptadegi. Munur milli kaup- og
söluverðs má ekki fara yfir 2% og
breyting frá síðasta verði skal ekki vera
meiri en 3,5%, segir í tilkynningu.
Vakta bréf Össurar
ÞETTA HELST…
Laugarásvegur til sölu
3ja herbergja 93 fm íbúð við laugarásveg.
Stórar svalir með miklu útsýni. Stutt í alla
þjónustu og Laugardalurinn innan seilingar.
Laus strax.
Leiga kemur til greina með eða án húsgagna.
Upplýsingar í síma 892 0160
Eftir Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
SAMNINGUR við bresk stjórnvöld
um gagnkvæma vernd fjárfestingar
hefði myndað fyrirstöðu gegn að-
gerðum þeirra gagnvart íslenskum
eignum í fyrra.
Þetta er mat Einars K. Guðfinns-
sonar alþingismanns sem segir slík-
an samning ennfremur hefði mynd-
að vettvang til þess að láta reyna á
réttmæti hryðjuverkalaganna sem
voru sett á eignir Landsbankans í
fyrra. Gerð slíkra samninga hefur
færst í vöxt að undanförnu og hafa
til að mynda bresk stjórnvöld gert
yfir hundrað slíka samninga. Ís-
lensk stjórnvöld hafa hinsvegar
sýnt þeim lítinn áhuga.
Einar hefur lagt fram þings-
ályktunartillögu um að utanrík-
isráðherra hefji stefnumótun um
gerð samninga um gagnkvæma
vernd fjárfestinga. Hann segir að
sú atburðarás sem hófst með setn-
ingu hryðjuverkalaganna sýni þörf-
ina á því að stjórnvöld ráðist í gerð
slíkra samninga enda sýni reynslan
undanfarið að ekki sé eingöngu
hægt að treysta á alþjóðlega frí-
verslunarsamninga eða sambærileg
úrræði þegar kemur að verndun
hagsmuna íslenskra fjárfesta á er-
lendum vettvangi.
Slíkir samningar hafa ekki ein-
göngu forvarnargildi heldur gæti
gerð þeirra við mikilvæg við-
skiptalönd stuðlað að endurreisn
trausts erlendra fjárfesta á ís-
lenska hagkerfinu en ljóst er að
það hefur beðið mikinn hnekki í
kjölfar bankahrunsins. Inntak
þeirra er að vernda erlenda fjár-
festingu á viðsjárverðum tímum og
innihalda þeir yfirleitt ákvæði um
að ekki megi þjóðnýta viðkomandi
fjárfestingar með neinum hætti.
Slíkar aðgerðir kalla því á lagalega
málsmeðferð og skapa skaðabóta-
skyldu.
Morgunblaðið ræddi við lögfræð-
inga sem hafa reynslu af alþjóða-
viðskiptum og bar þeim saman um
að gerð slíkra samninga myndi
hjálpa við að auka traust og áhuga
erlendra fjárfesta á því að stunda
viðskipti hér á landi. Skýrari rétt-
arstaða þeirra gæti haft mikið að
segja. Fram til þess hafa íslensk
stjórnvöld ekki lagt mikla áherslu á
gerð samninga um gagnkvæma
vernd fjárfestinga.
Í dag hafa aðeins verið gerðir ell-
efu slíkir samningar og kemur fram
í greinargerð með þingsályktun-
artillögunni að Ísland sé í flokki
með ríkjum á borð Búrkína Fasó,
Saír og Sambíu þegar kemur að
fjölda gerðra samninga.
Hefði myndað fyrirstöðu
gegn hryðjuverkalögum Breta
Þingsályktartillaga um að íslenska ríkið tryggi gagnkvæma vernd fjárfestinga
Reuters
Hryðjuverkalög Alistair Darling og Gordon Brown stóðu fyrir því að hryðjuverkalögum var beitt á bankana.