Morgunblaðið - 16.11.2009, Side 12
12 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009
Farðu inn á www.oddi.is
og búðu til persónulega gjöf.
Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.
Hannaðuþína
eiginmyndabók
áoddi.is VERÐ FRÁ
6.900kR.
EINTAkIÐ
FLEIRI hundruð íbúa í Feneyjum á
Ítalíu tóku um helgina þátt í tákn-
rænni athöfn, þar sem sett var á svið
útför síðasta íbúans, til þess að varpa
ljósi á fólksfækkun í borginni og
þann vanda sem íbúarnir búa við.
Færri en 60 þúsund
Íbúum Feneyja hefur fækkað
stöðugt og nú eru þeir færri en 60
þúsund, 59.992 samkvæmt upplýs-
ingaskilti í borginni. Skipuleggjend-
ur athafnarinnar um helgina vildu
vekja athygli á þeim vandamálum
sem blöstu við íbúunum og gerðu það
með því að sigla gondólum um síkin,
einum með tómri líkkistu skreyttri
krönsum undir ómandi tónlist borg-
arinnar.
Um 20 milljónir ferðamanna heim-
sækja Feneyjar árlega. Fram kom
hjá skipuleggjendum athafnarinnar
að allt snerist um ferðamenn en ekk-
ert væri gert fyrir íbúana. Einn
benti á að fasteignaverð í Feneyjum
væri tvöfalt á við það sem þekktist
annars staðar í nágrenninu og það
væri of hátt fyrir fólk með meðal-
tekjur. Borgaryfirvöld yrðu að
skipuleggja ný svæði.
Feneyjar verði ekki
bara fyrir ferðamenn
Íbúarnir vilja að borgaryfirvöld hugi að uppbyggingu
Reuters
Síðasti íbúinn Siglt var með blóm-
um skreytta tómu kistuna um síkin.
BRESKU ræðararnir Chris Martin
og Mick Dawson komu til San
Fransisco á vesturströnd Banda-
ríkjanna eftir að hafa róið bát sín-
um frá Choshi í Japan. Þeir lögðu
af stað yfir Kyrrahafið 8. maí síð-
astliðinn og voru 189 daga á leið-
inni.
Áhöfn á þýsku skipi bjargaði
Dawson, þegar hann reyndi að róa
sömu leið sumarið 2004. Bátnum
hvolfdi þegar hann var rúmlega
hálfnaður.
Voru 189 daga
á árabáti yfir
Kyrrahafið
Í mark Ræðararnir koma til San Francisco.
GEIMFERJAN
Atlantis fer í dag
frá Canaveral-
höfða á Flórída í
Bandaríkjunum
til alþjóðlegu
geimstöðv-
arinnar. Sex
geimfarar verða
um borð og fara
þeir með um
15.000 kg af
varahlutum, sem eiga að endast í
allt að áratug.
Geimskotið á að vera klukkan
14:28 að staðartíma og tekur ferðin
11 daga. Geimfarinn Nicole Stott
hefur verið í alþjóðlegu geimstöð-
inni síðan í lok ágúst og snýr til
baka með ferjunni.
Atlantis með vara-
hluti út í geiminn
Atlantis Geimferj-
an fer á loft í dag.
MEIRA en 45.000
manns og þar á
meðal liðsmenn
þýska landsliðs-
ins í knattspyrnu
sóttu minning-
arathöfn um
Robert Enke,
þýska landsliðs-
markvörðinn hjá
Hannover 96,
sem þjáðist af
þunglyndi og fyrirfór sér sl. þriðju-
dag. Athöfnin fór fram á leikvangi
Hannover í gær og fylgdust margir
með henni á stórum skjám sem sett-
ir voru upp fyrir utan völlinn.
Fimm þýskar sjónvarpsstöðvar
sýndu beint frá athöfninni.
Tugir þúsunda á
minningarathöfn
Fjölmenni Fólk
kom víða að.
„VIÐ höfum ekki áhuga á því að
vera í Afghanistan,“ sagði Hilary
Clinton, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, í viðtali við bandarísku
sjónvarpsstöðina ABC í gær. Hún
sagði það kristaltært að tilgang-
urinn með dvölinni í landinu væri
fyrst og fremst að sigra Al-Qaeda
en ekki stæði til að Bandaríkja-
menn yrðu þar til eilífðarnóns.
Hilary Clinton sagði að Afganar
þyrftu aðstoð til að verjast talib-
önum en helsta skylda bandarískra
ráðamanna sneri að bandarísku
þjóðinni. Hvernig verjast ætti árás-
um í framtíðinni. Hún þrýsti á Ham-
id Karzai, forseta Afghanistan, um
að berjast gegn spillingu og sagði
að hann gæti gert betur. Afganist-
an mætti ekki aftur verða griða-
staður fyrir hryðjuverkamenn. Að-
stoð Bandaríkjanna væri háð því að
stofnaður yrði sérstakur dómstóll
til að fjalla um glæpi í landinu og
sérstök nefnd til þess að berjast
gegn spillingu. steinthor@mbl.is
Reuters
Nýtt fangelsi Reist hefur verið nýtt fangelsi í bandarísku herstöðinni í Bag-
ram, norður af Kabúl. Það rúmar 1.100 fanga en nú eru þar um 700 fangar.
Berjast gegn spillingu
Tilgangurinn
fyrst og fremst að
sigra Al-Qaeda
EKKI er nema rúmlega mánuður til jóla og
margir farnir að setja sig í stellingar fyrir hátíð-
ina. Þótt íbúar séu almennt ekki byrjaðir að
skreyta heimili sín með jólaljósum og skrauti eru
eigendur fyrirtækja og stjórnendur stofnana og
bæja farnir að huga að því að lýsa upp skamm-
degið. Jólamarkaðurinn á ráðhústorginu í Vín í
Austurríki er árviss viðburður og merki þess að
senn koma jólin.
JÓLAMARKAÐURINN BYRJAÐUR Í VÍNARBORG
Reuters
BARACK
Obama, forseti
Bandaríkjanna,
hvatti í gær yf-
irvöld í Búrma til
þess að láta Aung
San Suu Kyi og
aðra pólitíska
fanga lausa úr
haldi.
Áskorun
Obama kom á
leiðtogafundi 10 Suðaustur-
Asíuríkja í Singapúr og var Thein
Sein, forsætisráðherra Búrma, á
fundinum. Suu Kyi hefur verið í
stofufangelsi í 14 af síðustu 20 árum.
Flokkur hennar sigraði í þingkosn-
ingunum 1990, en herforingjastjórn-
in neitaði að viðurkenna sigurinn.
Suu Kyi
verði leyst
úr haldi
Obama og Lee
Hsien Loong.