Morgunblaðið - 16.11.2009, Qupperneq 13
Daglegt líf 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Uppbygging á torfbæ og sýning-araðstöðu um íslenska torfbæj-ararfinn í Austur-Meðalholtum íFlóa er að vissu leyti hluti af list-
sköpun Hannesar Lárussonar myndlistar-
manns. Hann sér fyrir sér að íslenski bygg-
ingararfurinn, það er að segja torfbæjar-
arfurinn, verði tekinn alveg nýjum tökum.
Verði viðfangsefni fólks sem er að fást við nú-
tíðina á breiðum grundvelli en ekki eingöngu
þeirra sem eru í fortíðargrúski.
Verkefni Hannesar og Kristínar Magnús-
dóttur konu hans í Austur-Meðalholtum nefn-
ist „Íslenski bærinn“. Verið er að byggja upp
sýningarstöðu sem á að verða vegleg umgjörð
um sýningu um íslenskan torfbæjararf í þús-
und ár. Fyrirhugað er að opna fyrsta hluta
sýningarinnar næsta sumar en þróa hana
áfram næstu árin.
„Íslenski bærinn“ er framhald af end-
urbyggingu torfbæjarins í Austur-Með-
alholtum sem hófst fyrir rúmum tveimur ára-
tugum. Hannes stóð einnig fyrir þeirri
uppbyggingu.
Þarf að taka listrænum tökum
„Hugmyndin er að koma upp stofnun sem
einbeitir sér að íslenska torfbæjararfinum.
Lögð verður jöfnum höndum áhersla á sögu,
verktækni og fagurfræði íslenska bæjarins,“
segir Hannes. Verið er að ljúka við smíði á
margbrotnu og hátæknilegu nútímahúsi sem
að hluta til byggist á hugmyndafræði gömlu ís-
lensku bæjanna. Snoturt timburhús hefur ver-
ið flutt á staðinn, auk þess sem fjárhúshlaða
sem fyrir er nýtist vel á námskeiðum. Þá verð-
ur gamli torfbærinn og umhverfi hans að sjálf-
sögðu hluti sýningarhaldsins.
Hannes og Kristín standa sjálf undir fram-
kvæmdunum að mestu leyti en hafa einnig
fengið það sem hann nefnir hóflega styrki til
verksins. „Við höfum lagt mikla vinnu í þetta.
Það er raunar hluti af verkefninu að setja sig
inn í alla þætti uppbyggingarferilsins,“ segir
Hannes og tekur undir þau orð að fram-
kvæmdin sé að vissu leyti eitt stórt listaverk
eða gjörningur. „Ég lít á þetta jöfnum höndum
sem nauðsynlegt verkefni til að blása nýju lífi í
einn af mikilvægustu þáttum menningararfs-
ins og sem listræna framkvæmd eða jafnvel
hreina listsköpun. Ég tel að það sé rétt nálgun
við byggingararfinn að taka hann listrænum
tökum,“ segir Hannes.
Hann er alinn upp í gamla torfbænum og
þekkir því íslenska byggingararfinn innanfrá.
Síðan fór hann út í heim, í nám og listsköpun,
og kom aftur að bænum með nýja sýn. „Ég tel
að torfbæjararfurinn hafi aldrei dáið og að
hann sé eðlilegur hluti af lífi okkar, hluti af
þjóðarsál Íslendinga. Það er alltof þröng nálg-
un að líta á menningararfinn fyrst og fremst út
frá sagnfræði eða fornleifafræði. Það hefur
þrengt að honum og sett í vissa spennitreyju.
Torfbærinn á ekki síður að vera viðfangsefni
fræðimanna eða listamanna sem leggja út frá
samtímanum,“ segir Hannes.
Frá þjóðarverðmætum til heimsminja
Vegna uppbyggingarinnar í Austur-
Meðalholtum hefur Hannes viðað að sér mikl-
um upplýsingum um torfbæina. Hann hefur
m.a. kynnt sér sögu fjölda bæja og tekið viðtöl
við fólk sem búið hefur í torfbæjum og unnið
við byggingu þeirra. Þá hefur hann haldið
mörg námskeið í hleðslutækni og fyrirlestra
um hinar ólíkustu hliðar torfbæjararfsins.
Honum finnst mikið skorta á rannsóknir á
ýmsum sviðum þessa viðfangsefnis.
Nefnd sem vinnur að undirbúningi skrán-
ingar íslenskra minja á heimsminjaskrá
UNESCO fékk Hannes til að semja skýrslu
um það hvernig standa ætti að undirbúningi
þess að fá alþjóðlega viðurkenningu á íslenska
torfbæjararfinum sem heimsminjum. Skilaði
hann skýrslu sinni, „Frá þjóðarverðmætum til
heimsminja“, í byrjun ársins. „Fyrst þarf að
skilgreina torfbæinn sem þjóðarverðmæti,“
segir Hannes er hann er spurður hvað þurfti
að leggja áherslu á í þessu skráningarferli.
Meginhugmyndin í skýrslunni er að líta á torf-
bæjararfinn sem eina heild ásamt þeirri hug-
myndafræði og verkhugsun sem honum til-
heyrir. Einstakar byggingar séu síðan
dregnar fram sem dæmigerð eintök. Það sé í
samhljómi og tilbrigðum arfsins í heild sem
hin raunverulegu verðmæti og fágun þessa
arfs birtist.
Þarf að virkja áhugann
„Nálgunin við íslenska torfbæinn hefur
lengi hjakkað í sama farinu. Það má orða sem
svo að búralegt hugmyndaleysi hafi alltof lengi
einkennt aðkomu opinberra aðila að þessum
málum. Mér finnst að fyrst þurfi að skilgreina
og festa torfbæinn í sessi sem eitt mikilvæg-
asta framlag norðurhjarans til byggingarlistar
heimsins, á sama hátt og til dæmis grænlensk
snjóhús, skandinavísk bjálkahús og skinntjöld
frumbyggja Síberíu. Samhliða því verður að
setja hann í vitrænt samhengi við staðbundna
byggingarlist á heimsvísu. En svo þetta megi
verða verður að hefja vandaða heimavinnu
með aðkomu valinna aðila. Einnig er nauðsyn-
legt að túlka íslenska bæinn inn í samtímann
sem lifandi arf. Það er auðvelt að tengja gömlu
bæina vistmenningu, umhverfisvernd og sam-
tíma byggingarlist – og reyndar framsækinni
listhugsun yfirleitt,“ segir Hannes.
Hann bætir því við að með þessari nýju
nálgun og víðari tengingu megi fá áhugasamt
fólk, innanlands og utan, til að vinna að við-
haldi og varðveislu torfbæjanna. Segir að hóp-
ar listamanna, handverksfólks, arkitekta og
annars áhugafólks séu með brennandi áhuga á
málinu og væru tilbúnir að vinna að þessum
verkum. Þennan áhuga þurfi að virkja á réttan
hátt og þá þurfi ekki sífellt að biðja um meiri
peninga í að því virðist endalaus viðhaldsverk-
efni. „Að upplifa umsýslu þjóðarverðmæta
sem byrði getur ekki verið rétt nálgun.
Kannski má orða það sem svo að tími sé kom-
inn til að hleypa skapandi birtu inn í íslenskan
torfbæjararf,“ segir Hannes Lárusson.
Reynir að blása nýju lífi í torfbæinn
Torfbær Fallegur bær í Austur-Meðalholtum í Flóa. Bærinn er frá síðasta tíma torfbæjanna, sem
var jafnframt blómaskeið þessa byggingastíls að mati Hannesar Lárussonar.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Uppbygging Hannes Lárusson ólst upp í torf-
bænum sem hann hefur nú gert upp og nýtir
við uppbyggingu stofnunar til að halda ís-
lenska torfbæjararfinum á lofti.
Hannes Lárusson myndlistarmaður setur upp sýningu um íslenska torfbæjararfinn í Flóanum
„Kominn tími til að hleypa skapandi birtu inn í íslenskan torfbæjararf“
Pétur Stefánsson yrkir um lífiðog tíðarfarið:
Við allskyns dútl ég uni mér
innandyra, því að
strekkingsvindur úti er,
afar kalt og skýjað.
Jafnan er Pétur opnar munninn,
þá svarar Friðrik Steingrímsson:
Lúrir inni og lóminn ber
lítið virðist glaður,
hann á gamals aldri er
orinn kulsæll maður.
Hallmundur Kristinsson bregður
á leik með limruformið:
Er nema von að væli
vesalings Rósa frá Dæli,
því bóndinn hann brást
er bað hún um ást.
Hún lenti að lokum á hæli.
Friðrik Steingrímsson brást við:
Ástin þó fær’út um þúfur
og ónýtur karlinn og hrjúfur,
er hún alsæl í dag
og ann sínum hag
því læknirinn, hann er svo ljúfur.
Af kulda og
dútli
VÍSNAHORNIÐ | pebl@mbl.is
Stórfréttir í tölvupósti
Í takt við tímann
kr.
kg879
Gríms fiski
bollur fyllta
r
SPARAÐU Í KRÓNUNNI
kr.
stk.139
Skyr, 500
g
Fjölbreytt
úrval!
kr.
pk.499
Yogi te Fjölkorn
abrauð299
kr.
stk.
Lambasúpu
kjöt
1.flokkur, f
rosið
648kr.kg
20%afsláttur