Morgunblaðið - 16.11.2009, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009
Freisting Þótt það hafi sjálfsagt verið afar freistandi ákvað pilturinn að sleppa því, í þetta skiptið, að láta
vaða í miðjan pollinn með tilheyrandi gusugangi í allar áttir og valdi sér leið yfir grynnsta hlutann.
Heiddi
FYRIR um það bil
ári skrifaði undirrit-
aður ásamt dr. Eric
Stubbs, hagfræðingi
hjá Royal Bank of Ca-
nada, tvær greinar í
Morgunblaðið þar sem
við fjölluðum m.a. ann-
ars um þær aðgerðir
sem grípa þyrfti til
þannig að koma mætti
Íslandi út úr þeirri
efnahagskreppu sem sýnilega í
stefndi, í kjölfar bankahrunsins. Í
þessum greinum okkar bentum við
m.a. á að land eins og Ísland sem
á jafn mikið undir alþjóðlegum við-
skiptum og raun ber vitni getur
aukið innlendan hagvöxt með
tvennum hætti. Annarsvegar með
því að auka útflutning á virðisauk-
andi vöru og þjónustu við að-
stæður þar sem gengi krónunnar
ræðst í raun af því hversu vel
tekst til í að finna alþjóðlega eft-
irspurn eftir íslenskum vörum og
þjónustu. Hinsvegar gætu menn
reynt fyrir sér með stefnu sem
byggðist á því að draga til sín fjár-
magn frá öðrum löndum á grund-
velli hærri áhættuleiðréttrar
ávöxtunar sem síðan er notað til
fjárfestinga eða fjármögnunar
neyslu almennings. Því miður var
gerð afdrifarík tilraun með síð-
arnefndu aðferðina
hér á landi allan síð-
asta áratug sem
endaði með þeim
ósköpum sem öllum
er kunn.
Endurreisn efna-
hagslífsins þarf að
miða að því að efna-
hagskerfið verði um
fram allt: gjaldeyr-
isskapandi, búi til
fjölda áhugaverðra
starfa, sé arðsamt,
alþjóðlega sam-
keppnishæft og síðast en ekki síst
vaxi hratt á næstu árum. Mik-
ilvægt er að byggja efnahagslega
endurreisn á sérstöðu landsins og
styrkleikum, því aðeins þannig
munu íslensk fyrirtæki standast
alþjóðlega samkeppni til lengri
tíma litið.
En hver er sérstaða og hverjir
eru langtíma styrkleikar Íslands?
Að mínu mati felast þeir fyrst og
fremst í orkuauðlindum, mat-
vælaframleiðslu (sjávarafurðum),
hreinni náttúru (ímynd) og síðast
en ekki síst í mannauði. Staðsetn-
ingu landsins má auðveldlega
flokka sem styrkleika þó að í henni
felist að sjálfsögðu líka ákveðnir
veikleikar. Mikilvægasti skamm-
tíma samkeppnisstyrkleiki okkar
við núverandi aðstæður er þó án
efa það gengisumhverfi sem við
búum við. Veik staða krónunnar
skapar gríðarleg sóknartækifæri í
markaðssetningu og sölu fyrir nú-
verandi útflutningsfyrirtæki vegna
hlutfallslegrar lækkunar á fram-
leiðslukostnaði í samanburði við
erlenda samkeppnisaðila. Þetta
hagstæða kostnaðarumhverfi leiðir
vonandi til umtalsverðrar fjölg-
unar starfa á næstu misserum hjá
núverandi útflutningsfyrirtækjum,
hvort heldur þau eru í hátækiiðn-
aði, sjávarafurðaframleiðslu eða
ferðaþjónustu. En verður sú fjölg-
un starfa og aukning tekna nægi-
lega mikil til að standa undir er-
lendum lánaskuldbindingum
þjóðarinnar og koma í veg fyrir
brottflutning ungs og vel mennt-
aðs fólks frá landinu? Margt bend-
ir til þess að svo sé ekki.
Hvað um sprotafyrirtækin?
Koma þau okkur út úr núverandi
kreppu? Líklega ekki á allra næstu
árum. Sprotafyrirtæki eru eigi að
síður mjög mikilvægur þáttur í
endurreisn landsins. Sú staðreynd
að það tekur sprotafyrirtæki að
meðaltali 10-15 ár að þróast í að
verða öflug útflutningsfyrirtæki
þýðir að leita verður annarra
lausna. Íslensk stjórnvöld verða
hinsvegar að styðja af öllum mætti
við sprotafyrirtæki og hvetja til
nýsköpunar þannig að til verði
fjöldi nýrra fyrirtækja sem við
getum kallað Marel og Össur
framtíðarinnar.
Hvað er þá til ráða? Niðurstaða
mín er að mikilvægustu tækifæri
okkar liggi hjá þeim fjölmörgu
litlu og meðalstóru fyrirtækjum
sem á undanförnum árum hafa
reynt að alþjóðavæðast við efna-
hagslegar aðstæður sem hafa verið
þeim mjög andsnúnar einkum hvað
varðar hátt gengi íslensku krón-
unnar og háa vexti. Mjög mörg
þessara fyrirtækja eru að fram-
leiða vörur og þjónustu með mikla
sölumöguleika á erlendum mörk-
uðum. Smæð fyrirtækjanna, skort-
ur á fjármagni og lítið eða tak-
markað dreifi- og þjónustunet
kemur hinsvegar í veg fyrir að
þessi fyrirtæki nái að alþjóðavæð-
ast og verða nauðsynlegir drif-
kraftar útflutnings og end-
urreisnar.
Það er dapurlegt að efnahags-
stefna síðastliðins áratugar leiddi
til þess að nú þegar þjóðin stendur
frammi fyrir gríðarlegum efna-
hagsþrengingum og til staðar eru
einhverjar bestu aðstæður til út-
flutnings í sögu þjóðarinnar, þá
hafa nánast engin fyrirtæki svipuð
Marel, Össur og Actavis, orðið til
hér á landi á sl. áratug, ef fyr-
irtækið CCP er undanskilið. Fyr-
irtæki sem leitt geta endurreisn
efnahagslífsins með aukinni sköp-
un gjaldeyris og starfa.
Á tímamótum eins og nú er
nauðsynlegt að stjórnvöld og aðrir
hagsmunaaðilar svo sem lífeyr-
issjóðirnir í landinu hugi vel að því
hvernig efla má útflutnings-
starfsemi með takmörkuðum fjár-
munum t.d. lífeyrissjóðanna.
Margföldunaráhrif hverrar krónu
hvað varðar atvinnusköpun, gjald-
eyristekjur og arðsemi eru lyk-
ilþættir sem líta þarf til við val á
verkefnum. Stjórnvöld þurfa að
sameina alla krafta í stjórnkerfinu
til að leiðbeina, þjálfa og skapa
hagstætt umhverfi fyrir lítil og
meðalstór fyrirtæki til að al-
þjóðavæðast.
Fyrir um það bil einum og hálf-
um áratug skrifaði undirritaður
doktorsritgerð við Edinborgarhá-
skóla í Skotlandi um alþjóðavæð-
ingu fyrirtækja sem hafði enskan
yfirtitil: „export or die“ og þýða
má á íslensku sem „útflutningur
eða dauði“. Ef til vill eiga slík orð
betur við í dag en nokkru sinni
fyrr.
Eftir Arnar
Bjarnason » Stjórnvöld þurfa
að sameina alla
krafta í stjórnkerfinu til
að leiðbeina, þjálfa og
skapa hagstætt um-
hverfi fyrir lítil og
meðalstór fyrirtæki
til að alþjóðavæðast.
Arnar Bjarnason
Höfundur er d.phil. í hagfræði.
Tækifæri til sóknar
FORGANGSRÖÐUN í
vegagerð hefur verið tölu-
vert til umræðu að und-
anförnu. Nýlega var kynnt
tillaga samgönguráðherra
um útboð á samgöngu-
framkvæmdum. Þar er
m.a. getið um breikkun
Suðurlandsvegar á 6,5 km
kafla, framkvæmdir við
Landeyjahöfn, samgöngu-
miðstöð í Reykjavík, flug-
stöð á Akureyri og Vaðla-
heiðargöng.
Sérstaka athygli vekur
að ekkert er minnst á höf-
uðborgarsvæðið hvað
varðar framkvæmdir í
vegamálum. Í vor voru
slegnar af þrjár mjög mik-
ilvægar samgöngubætur
hér á höfuðborgarsvæðinu,
þ.e. gerð Arnarnesvegar
og Álftanesvegar en þær
framkvæmdir höfðu þegar
verið boðnar út, auk þess
breikkun Vesturlands-
vegar út úr Mosfellsbæ
þar sem útboðsgögn voru
tilbúin. Ekkert bólar á
þessum framkvæmdum nú.
Tekjur ríkissjóðs 19-20 milljarðar
Á höfuðborgarsvæðinu búa um 63%
þjóðarinnar og er hlutfall bílaumferðar
og tekna ríkissjóðs af henni síst lægra.
Samtök sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu létu gera úttekt á árlegum
akstri á höfuðborgarsvæðinu. Sam-
kvæmt úttektinni eru eknir árlega um
1,5 milljarðar kílómetra á þessu svæði
og eru tekjur ríkissjóðs af þessari um-
ferð um 19-20 milljarðar króna.
Stærsti hluti þessarar umferðar fer
um gatnakerfi sveitarfélaganna sem þau
kosta og reka án aðkomu ríkissjóðs. Það
ætti því að vera bæði sanngjarnt og eðli-
legt að framlög ríkisins til samgöngu-
mála á höfðuborgarsvæðinu taki að
verulegu leyti mið af þessari staðreynd.
En því miður er langt því frá að svo sé.
Vesturlandsvegur afskrifaður
Vesturlandsvegur er önnur af tveimur
aðalumferðaræðum til höfuðborg-
arsvæðisins eins og öllum er
ljóst. Meðaltalsumferð á
veginum út úr Mosfellsbæ
er 16-17 þús. bílar á sólar-
hring og er umferð mun
meiri á álagstímum. Á þess-
um kafla er vegurinn ein
akrein í hvora átt og á hon-
um er úrelt og hættulegt
hringtorg við Varmá. Á
hluta kaflans hefur ekki
verið lagt yfirborðslag frá
því að hann var steyptur
1972. Þetta er ein af þeim
framkvæmdum sem sveit-
arstjórnarmenn á höfð-
uborgarsvæðinu hafa lagt
áherslu á að verði ráðist í
og sérstök áhersla hefur
verið lögð á málið af hálfu
Mosfellinga. Auk þess er
þetta sá vegarkafli sem að
mati Vegagerðarinnar er
brýnast að ráðast í úrbætur
á og sú arðsamasta.
Bæjarráð Mosfellsbæjar
fékk viðtal við Kristján
Möller samgönguráðherra
fyrir skömmu þar sem
þessi mál voru til umræðu.
Fram kom hjá samgöngu-
ráðherra að ekki er í bígerð
að hefja framkvæmdir við þennan veg-
arkafla, né aðrar vegabætur á höf-
uðborgarsvæðinu. Hugsanlega verður
hægt að ráðast í vegbætur á Vest-
urlandsvegi út úr Hvalfjarðargöngum
eftir 2-3 ár í tengslum við aðkomu líf-
eyrissjóða að vegaframkvæmdum. Þess
ber að geta að umferð á þeim kafla er
margfalt minni en umferð út úr Mos-
fellsbæ. Það lítur út fyrir það að sam-
gönguráðherra hafi afskrifað Vest-
urlandsveg.
Það verður að ætlast til að við óhjá-
kvæmilegan niðurskurð á fjármunum til
opinberra framkvæmda verði fyrst og
síðast horft til hagkvæmni verkefna,
arðsemi þeirra, öryggissjónarmiða og
mögulegrar atvinnusköpunar þar sem
hennar er mest þörf. Niðurskurður á
framkvæmdafé til verkefna á þessu
svæði ber ekki með sér að slíkt mat ráði
för.
Höfuðborgarsvæðið
enn útundan
Eftir Harald Sverrisson
» Samkvæmt
úttektinni
eru eknir árlega
um 1,5 millj-
arðar kílómetra
á þessu svæði og
eru tekjur rík-
issjóðs af þess-
ari umferð um
19-20 milljarðar
króna.
Höfundur er bæjarstjóri í Mosfellsbæ og
formaður stjórnar SSH.
Haraldur Sverrisson