Morgunblaðið - 16.11.2009, Síða 16

Morgunblaðið - 16.11.2009, Síða 16
16 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009 ✝ Stefán Að-alsteinsson fæddist á Vaðbrekku í Hrafn- kelsdal 30. desember 1928 Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. nóvember 2009. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1901, d. 1987 og Að- alsteinn Jónsson, f. 1895, d. 1983. Stefán ólst upp í hópi 10 systk- ina. Systkini hans eru Guðrún, f. 1923, d. 1999, Jóhanna, d. 1924, d. 2007, Guðlaug, f. 1925, d. 1991, Jón Hnefill, f. 1927, Sigrún, f. 1930, Að- alsteinn, f. 1932, Ragnhildur, f. 1934, d. 1939, Hákon, f. 1935, d. 2009, Birg- ir Ásgeirsson, f. 1939, fóstursonur og Ragnar Ingi, f. 1944. Maki 1: 2. okt. 1954, Ellen Sætre, f. 1935 (skilin) . Foreldrar Karsten Sætre, f. 1900, d. 1973 og Signe Sætre, f. 1900, d. 1967 Synir þeirra: 1) Gunnar, f. 1955, maki Kristín Rafnar, f. 1955. Synir a) Bjarni, f. 1981 sam- býliskona Graciete das Dore, sonur Gunnar Kári, f. 2009, og b) Stefán Björn, f. 1988. 2) Ragnar, f. 1957, maki Íris Friðriksdóttir, f. 1960 (skil- in). Börn Sóley, f. 1991, Bergsteinn Gauti, f. 1993, og Axel Logi, f. 1996. 3) Stefán Einar, f. 1963, maki Ranie Sahadeo, f. 1964. Börn Lára, f. 2002, og Róbert, f. 2004. 4) Kjartan, f. 1964, maki Nancy Stefansson, f. 1965. Son- ur Adam Brendan, f. 2007 5) Halldór Narfi, f. 1971, maki Masako Atake, f. 1965. Börn Nanna, f. 2003, og Lena, f. 2006. Maki 2: 19. júní 1999, Erla Jóns- dóttir, f. 1929. Foreldrar Ingibjörg Benediktsdóttir, f. 1900, d. 1988 og Jón H. Einarsson, f. 1895, d. 1963. Börn með Guðmundi Bjarnasyni, f. 1930: 1) Bjarni, f. 1955, sambýliskona Linda Harðardóttir, f. 31. júlí 1957. Börn Erla Kristín, f. 1977, Guð- mundur, f. 1986, Berg- lind, f. 1988, Gabriella Siv, f. 2003, og Eva Lilja, f. 2005. 2) Hallur, f. 1957, maki Jóna Helgadóttir, f. 1954. Börn Hallur Ingi, f. 1986, Tinna Björg, f. 1988, og Magnús Þór, f. 1990. 3) Snorri, f. 1962, maki Bryndís Kristinsdóttir, f. 1965. Börn Snædís 19. des. 1988, dóttir hennar Ís- old Orka Egilsdóttir, f. 2009, Sturla Snær, f. 1994, og Vordís Sól, f. 1997. Stefán varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri, þá búfræði- kandídat frá Landbúnaðarháskól- anum í Ási og lauk doktorsprófi frá tölfræðideild Edinborgarháskóla 1969 með ritgerð um erfðir sauð- fjárlita en þær erfðarannsóknir eru þekktar víða um heim. Hann var framkvæmdastjóri Nor- ræna genabankans fyrir búfé 1991- 1996, áður deildarstjóri við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins 1970- 1991, tölfræðiráðgjafi og háskóla- kennari. Stefán skrifaði fræðibækur fyrir börn og fullorðna og tvær barnabækur. Liggur eftir hann fjöldi fræðiritgerða auk greina um þjóð- félagsleg efni. Hann var virkur við félagsstörf, m.a. í Félagi ísl. náttúrufræðinga, Biometric Society og American Genetic Association og félagi í Rótarý þar sem hann var Paul Harris-félagi. Stefán var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og fékk viðurkenningar, m.a. úr Verðlauna- sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Ritstörf hans fengu ýmsar viðurkenn- ingar, m. a. sem bestu fræðibækur fyrir börn og unglinga. Útför Stefáns fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 16. nóvember, og hefst athöfnin kl. 13. Ég var aðeins 18 ára gömul þegar ég kom í fyrsta sinn á heimili þeirra Stefáns og Ellenar, þá nýbúin að kynnast Gunnari elsta syni þeirra hjóna. Mér var tekið opnum örmum og af mikilli hlýju. Óhætt er að segja að þau tengdaforeldrar mínir hafi ætíð viljað allt fyrir mig gera og fyrir það þakka ég af heilum hug. Á heimilinu var oft mikið fjör og þar gekk ýmislegt á. Þar voru fjórir yngri bræður Gunn- ars og ættingjar að austan dvöldu þar gjarnan í bæjarferðum sínum. Starfs- félagar Stefáns í hinum ýmsu verk- efnum voru einnig tíðir gestir og við stærsta eldhúsborð sem ég hafði séð var margt rætt og oft mikið þrefað. Veitingar voru alltaf fyrsta flokks og á kvöldum var oftar en ekki gripið í spil og teknar nokkrar „slemmur“. Á fyrstu búskaparárum okkar hjóna var þarna okkar annað heimili og þangað sóttum við jafnt andlegt sem líkamlegt fóður og leiðsögn. Stefán var alinn upp austur á Jök- uldal á miklu menningarheimili og hafði lagt mikið á sig til að komast til mennta. Fræðimennska var honum í blóð borin og ætíð hans aðaláhugamál. Ekkert var honum óviðkomandi og hann var alltaf tilbúinn að tileinka sér ný áhugaefni. Oft undruðumst við starfsþrekið og eljuna þegar hann var að kenna og leiðbeina þeim sem til hans leituðu. En fleira hafði Stefán erft úr föðurgarði. Smiður var hann góður og hagmæltur. Hjálpsemi og framtakssemi var Stefáni einnig í blóð borin. Stæði eitt- hvað til var nóg að hringja og við gát- um reitt okkur á hjálp hvort heldur sem var við barnapössun, lagfæringar á húsnæði eða yfirlestur á því sem við vorum að vinna við í það sinnið. Er brúðkaup okkar Gunnars stóð fyrir dyrum fór Stefán með Aðalsteini bróð- ur sínum og ungum sonum beggja upp á Eyjabakka og þar var skotið hrein- dýr í veisluna. Oft hefur þessi saga verið rifjuð upp og að henni hlegið en eitt er víst kjötið reyndist afbragð og veislan hin besta. Er Stefán lét af störfum eftir ára- tuga starf á RALA fluttust þau Ellen til Noregs. Eldri sonur okkar, Bjarni, eyddi mörgum sumrum hjá afa og ömmu og á þaðan afar ljúfar og góðar minningar. Þar lærði hann norsku og dagarnir liðu við leik og strandferðir með síungri ömmu og á kvöldin spiluð þeir afi spilin sem spiluð voru á löngum vetrarkvöldum á Vaðbrekku. Þarna fékk Bjarni sína fyrstu launuðu vinnu en hún fólst í því að lesa próf- arkir að bókum sem Stefán var að rita fyrir börn. Launin voru ekki af lakari endanum, 5 krónur norskar fyrir síð- una. Drengnum var nú um og ó og sagði mér að auðvitað vissi afi að hann hefði lesið þetta án þess að fá laun fyr- ir en svona hefði hann viljað hafa það. Er leiðir þeirra Ellenar skildi flutt- ist Stefán aftur heim til Íslands. Það var gæfa hans að stuttu síðar hitti hann Erlu bekkjarsystur sína úr menntaskóla en þessir endurfundir leiddu til þess að í Valþjófsstað var haldið veglegt brúðkaup sumarið 1999. Það var einstakt að fylgjast með Stefáni og Erlu, þau nutu lífsins sam- an, virtu og dáðu hvort annað, og við áttum með þeim góðar samverustund- ir sem við nú þökkum fyrir. Síðustu árin voru Stefáni erfið er minnið fór að svíkja og hugurinn, sem áður flaug, var bundinn í viðjar sjúk- dóms. Þá annaðist Erla hann af ein- stakri ástúð og natni sem við munum aldrei gleyma og seint fá fullþakkað. Vertu sæll Stefán, hafðu þökk fyrir samveruna og farnist þér vel á nýjum stigum. Kristín Rafnar. Við kveðjum nú Stefán Aðalsteins- on, þann merka mann. Stefán kom inn í fjölskyldu okkar fyrir um 10 árum síðan er hann kvænt- ist móður okkar Erlu Jónsdóttur. Þau höfðu alla tíð haldið kunningskap ásamt öðrum skólasystkinum síðan úr Menntaskólanum á Akureyri. Nú lágu leiðir þeirra saman og myndaðist skjótt mikill kærleikur og vinskapur milli þeirra enda margt sem þau áttu sameiginlegt. Stefán reyndist móður okkar ákaflega vel og þau hvort öðru. Hann var ákaflega kurteis og mikill herramaður sem fór sér hægt og hafði róandi og þægileg áhrif á umhverfi sitt. Það var alltaf gott að leita til Stef- áns enda var hann mikill vísindamaður og vel að sér á svo mörgum sviðum, víðlesinn og fróður. Mjög ánægjulegt Stefán Aðalsteinsson JA, NÚ lýgur þú, Adolf! Hvort skyldi standa tæpar bankinn eða umrætt fyrirtæki? Það er alveg með ólíkindum hvað ágæt- ustu menn sem taka að sér forystuhlutverk í LÍÚ eiga auðvelt með að fyrirgefa sjálf- um sér er þeir hefja störf þar, nægir þar að nefna Friðrik kunn- ingja minn og nú síðast Adolf sem segir þjóðinni blákalt að fyrirtæki í sjávarútvegi hafi komist í vanda í banka vegna fyrirhugaðrar fyrning- arleiðar. Annað eins kjaftæði hef ég ekki séð síðan ég las Vellygna- Bjarna. Allir bankar í landinu eru á hausnum og í eigu þjóðarinnar, þeir eru það vegna þess að það voru pólitískt kosnir smávitar sem seldu annarri tegund vanvita og tóku sem greiðslu hinn nýja gjaldmiðil sem þeir kölluðu kúlulán. Þessi gjald- miðill vex í Japan og í Mývatni og kallast kúluskítur. En sú staðreynd að LÍÚ-ískur aðall á stóran hlut í því hvernig þeir í félagi við áðurnefnda vanvita hafa stolið bönkunum, rænt þá og sett þjóðina á þann stað, 1943, þegar hún barðist fyrir sjálfstæði sínu. Þá hefði mér fundist að aðalfundur LÍÚ 2009 ætti með reisn að slíta fé- lagsskapnum og afhenda þjóðinni fyrirtækin, flotann og aflaheimildir möglunarlaust gegn því að þeir yrðu ekki sóttir til saka fyrir hlut- deild sína í aðför að krónunni. Það hefði auðveldað stjórnvöld- um, eins kjarklaus og þau nú eru, endurreisn greinarinnar að nýju. Því þrátt fyrir þjónkun stjórnvalda alla tíð um sífelldar gengisfellingar hefur það hvergi nægt því greinin hefur alla tíð sólundað öllu sem hönd á festir og allt í nafni hagræðingar. Þá hefur útgerðin leigt á hverju ári frá sér veiðiheimildir svo milljörðum skiptir og aldrei greitt eina krónu af því í skatta. Fyrir nú utan leigu- verðlagninguna sem ávallt er það há að þessi nýja stétt sí- brotamanna á sviði fiskveiða nær heldur ekki þeim launum úr góðum afla að þeir fái þess notið að vera greiðendur hárra samfélagsskatta eins og þessar hetjur hafsins og hermenn þjóðarinnar eiga að gera. En þar sem helstu dyggðir nútíma- þingmanna eru pólitískur aum- ingjaskapur, svo vægt sé til orða tekið, þá vil ég minna ríkisstjórnina, sem að vísu er meðaltal þingheims, á að nú er runnið upp það sama sem 1981-82. Sjávarútvegurinn að drukkna í skuldum vegna brjál- æðislegra fjárfestinga (þá rányrkju togaraflotans, nú Íslandsræningj- anna) og að sjálfsögðu í nafni hag- ræðingar. Það þarf reyndar að fá alþjóðlega þýðingu þessa orðskrípis sem aldrei birtist okkur nema í and- hverfu sinni. 1. Nú þarf að endurúthluta öllum veiðiheimildum eftir sömu formúlu og gert var í upphafi, þ.e.a.s eftir þriggja ára veiðireynslu. 2. Bókfærðar skuldir grein- arinnar vegna kvótakaupa skulu deilast á þorskígildin eftir stöðlum Fiskistofu. 3. Þessa aðferð skal viðhafa fyrir hvert fiskveiðiár. 4-10. Forðast allt það sem á eftir kom. Sá afli sem ekki næst að veiða á fiskveiðiárinu fer allur í nýliðapott á sama gjaldi. Með þessu móti er hægt að byggja alvöruatvinnugrein sem tryggir sjómönnum atvinnu- öryggi, alvöru laun, og heimabyggð- um þeirra eftirsóknarverðar skatt- tekjur, ef ekkert verður að gert núna mun landflótti blasa við, því sá Mammon sem hér hefur alist upp mun einungis halda áfram að sví- virða fjallkonuna og fella krónuna (eins og úvaldir gjaldeyrisbraskarar voru nú staðnir að af Seðlabank- anum). Nú hefur félagsmálaráðherra greitt þjóðinni sitt vandarhögg með því að skikka ungt og miðaldra fólk sem keypti lýðskrumið til þess að greiða sitt húsnæði að fullu og hálft næsta hús líka. Því ekki virðist vera hægt að afskrifa skuldir hjá sak- lausu fólki því allt sem verður hægt að ræna af saklausu fólki verður notað í jarðarbætur á Tortola en þar er allt sundurgrafið núna því þangað fóru fjölmargir Íslandsræn- ingjar og grófu þýfið en þeir voru svo margir og þær voru svo örar ferðirnar að aldrei greri á gröfunum og var því mjög auðvelt fyrir þann sem á eftir kom að hirða þýfi þess sem á undan gróf og nú virðast allir beina spjótum sínum að þeim sem síðastur fór og virðist hafa hirt all- an bónusinn, flatmagar nú úti í haga með gamalt pálmafræ í fang- inu. Eftir Ólaf Benedikt Þórðarson » Sjávarútvegurinn að drukkna í skuldum vegna brjálæðislegra fjárfestinga í nafni hag- ræðingar. Ólafur Benedikt Þórðarson Höfundur er skipstjóri. LÍÚ-aðferðin HJÚIN hefni- gjörnu sem stýra rík- isstjórninni, þau Jó- hanna og Steingrímur, eru sér- kennilegt par svo að vægt sé til orða tek- ið. Allt frá því að þau mynduðu vinstri- stjórnina hina fyrri í febrúar með aðstoð Framsóknarflokksins og síðan eftir kosn- ingarnar í apríl síðastliðnum hafa þau hjú ekki látið risavaxin verk- efni aftra sér frá því, að hefna sín á pólitískum andstæðingum. Meðal annars gekk mikið á til að koma Davíð úr Seðlabankanum, lögum var breytt til að það mál gengi upp hjá þeim hjúum, síðan var staðan auglýst, mikið matsferli fór af stað og viti menn, gamall flokksbróðir Steingríms og höf- undur misheppnaðrar pen- ingastefnu Seðlabankans var ráð- inn í stöðuna. Fagleg ráðning eða hvað? Miklar hreinsanir eiga sér stað í stjórnkerfinu og öllum brögðum beitt til að koma „sínu fólki“ að kjötkötlunum og engu eirt. Hvað hafa þessi hjú gert? Það var ljóst að ærið verkefni beið nýrrar ríkisstjórnar í vor. Það þurfti að hugsa hratt og fram- kvæma fljótt ef íslenskt samfélag ætti að eiga sér viðreisnar von. En það virðist vera að þessi hjú geti aðeins framkvæmt einn hlut í einu. Fyrst var það Evrópusam- bandsumsóknin. Í kjölfarið urðu Steingrímur og Vinstri grænir Evrópusinnar. Þar næst var það Icesave, en framgangur þess máls hefur verið með ólíkindum. Við- vaningar voru sendir til samninga við Breta og Hollend- inga. Þeim samningi hafnaði Alþingi og aft- ur var sest að samn- ingaborðinu og eft- irtekjur voru svipaður samningur og sá sem Alþingi hafði áður fellt. Enn kom Stein- grímur á óvart og full- yrti að samþykkja yrði Icesave- samninginn en í jan- úar síðastliðnum sagði sá sami maður að Ís- lendingar ættu aldrei að borga Icesave! Einn af lyklunum að endurreisn íslensks efnahagslífs er að koma fjárfestingum og framkvæmdum aftur í gang og auka þar með at- vinnu, sem eykur síðan tekjur ein- staklinga og hins opinbera. En hjúin hefnigjörnu eru nú aldeilis ekki á þeim buxunum. Þau gerðu svokallaðan stöðugleikasáttmála við aðila vinnumarkaðarins, en virðast nú hafa steingleymt inni- haldi sáttmálans. Hvar eru áhersl- urnar á nýsköpun? Spyr sá sem ekki veit. Ríkisstjórnin er á móti framkvæmdum og framförum Ríkisstjórnin öll er alveg sam- stiga í því að koma í veg fyrir að nokkrar framkvæmdir hefjist á næsta ári og ekki fyrr en seint og síðar meir. Þar fer fremstur í flokki umhverfisráðherra, sem tef- ur allar framkvæmdir eins og hægt er. Hinir ráðherrarnir sitja með hendur í skauti og halda að peningar detti af himnum ofan eða gjósi upp úr vösum skattborg- aranna. Þetta er mjög sérkennileg afstaða ríkisstjórnarinnar þar sem tekjugrunnur ríkissjóðs byggist á framkvæmdum í Helguvík, Straumsvík, Hellisheiði, Búð- arhálsi og Þjórsárvirkjunum. At- vinnuleysi mun því enn aukast, tekjurnar minnka og halli rík- issjóðs verða enn meiri. Ef skulda- söfnunin heldur áfram er hætt við því að við munum enda í svipaðri stöðu og Nýfundnaland forðum. Stríð við aðila vinnumarkaðarins Samtök aðila vinnumarkaðarins hafa verið að reyna að koma viti fyrir ríkisstjórnina svo hún standi við stöðugleikasáttmálann, en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Rík- isstjórnin svarar með tillögum um orku- og auðlindaskatta og hrekur þar af leiðandi alla fjárfesta frá fjárfestingum, sem byggjast á að- gangi að nægilegri raforku. Nú spáir Seðlabankinn 16% kaupmátt- arrýrnun á næsta ári þó svo að í þeirri spá sé gert ráð fyrir fjár- festingum innanlands. Þar af leið- andi verður minni velta í sam- félaginu sem minnkar tekjur ríkis- sjóðs af veltusköttum. Ríkisstjórnin bætir gráu ofan á svart með því að hækka skatta sem rýrir ráðstöfunarfé ein- staklinga, sérstaklega hjá ungu fjölskyldufólki sem berst í bökkum við að standa í skilum. Hvað verður ef stöðnun og ráða- leysi heldur áfram? Þessi rík- isstjórn verður að víkja og það strax! Meira síðar? Eftir Gunnar I. Birgisson Gunnar I. Birgisson » Atvinnuleysi mun því enn aukast, tekj- urnar minnka og halli ríkissjóðs verða enn meiri. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs. Hjúin hefnigjörnu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.