Morgunblaðið - 16.11.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 16.11.2009, Síða 22
22 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞEGAR ÉG SIT UM BRÁÐINA... FINNST MÉR MJÖG MIKILVÆGT AÐ FALLA INN Í UMHVERFIÐ ER EINHVER HEIMA? BLÖÐRUR ERU EKKI SKEMMTI- LEGAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM HELGA SAGÐI VIÐ MIG ÁÐUR EN ÉG FÓR VAR AÐ ÉG ÆTTI AÐ PASSA MIG AÐ DREKKA EKKI VATNIÐ ÞEGAR ÉG ER Í ÚTLÖNDUM „KENÝA?“ ÉG SAGÐI ÞÉRAÐ ÉG MYNDI ÞAÐ EKKI ÉG MAN EKKI HVAÐAN PABBI HANS OBAMA ER SJÁÐU HVAÐ JÓGAKENNARINN MINN LÉT MIG FÁ. ÆTTUM VIÐ AÐ GANGA TIL LIÐS VIÐ S.S.L.? HVAÐ ER ÞAÐ? SAMFÉLAGIÐ STYÐUR LANDBÚNAÐ. VIÐ MYNDUM KAUPA HLUT Í FRAMLEIÐSLU GRÆNMETISBÓNDA OG FÁ LÍFRÆNT RÆKTAÐ GRÆNMETI Í HVERRI VIKU ÞAÐ HLJÓMAR ANSI VEL ÞAÐ Á SAMT AUÐVITAÐ EFTIR AÐ KOSTA AÐEINS MEIRA EN ÞAÐ SEM VIÐ FÁUM ÚTI Í BÚÐ GLEYMDU ÞESSU ÞAÐ ER GOTT AÐ ÉG ER HÆTT Í LEIKRITINU NÚ? NÚNA GET ÉG VERIÐ HEIMA OG HUGSAÐ UM ÞIG M.J. LÉT MIG LOFA ÞVÍ AÐ KÓNGULÓAR- MAÐURINN FÆRI EKKI ÚT ÚR HÚSI... EN KANNSKI GETUR PETER PARKER FARIÐ AÐEINS ÚT ÞAR FÓR SÚ ÁÆTLUN Það færist í vöxt að hámarkshraði í íbúðahverfum sé lækkaður niður í 30 km. Þetta á við í Reykjanesbæ eins og öðrum bæjarfélögum. Gárungar bæj- arins fóru á stjá á dögunum og breyttu einum götustubbnum í hraðakst- ursbraut eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Morgunblaðið/Arnór Hraðakstursbraut Leiðinleg framkoma við menntaskólanema á Broadway MIG langar til að koma á framfæri óánægju minni með starfsfólk skemmti- staðarins Broadway. Skólaball Mennta- skólans við Sund var haldið á Broadway 12. nóvember sl. Þegar við vinkonurnar mættum kl. 23 í Broadway til að fara á langþráð 85 ball Skólafélags Menntaskólans við Sund var mikill mannfjöldi fyrir ut- an. Þegar það kom í ljós að einhver hefði reynt að falsa miða og selt á netinu á spjallsíðunni hugi.is var húsinu lokað á meðan ballið hélt áfram fyrir þá sem á undan komu og allur mannfjöldinn varð að bíða úti, flestir léttklæddir í ísköldu veðri. Þegar ég borga 3.000 krónur og vinkona mín 4.000 (gjald fyrir gesti) fyrir að komast á ball þá vil ég fá þá þjónustu sem ég borgaði fyrir. Það er fyrirfram vitað að alltaf er reynt að falsa miða og síðan ég byrjaði í MS hefur alltaf einhver reynt að falsa sig inn á ball. Það er bara hluti af því að þetta er kannski vinsælasta menntaskólaballið á Ís- landi í dag að það eru alltaf ein- hverjir að falsa. Dyra- verðirnir voru illa undirbúnir og sýndu okkur nemendum dónaskap og mikinn hroka. Í allri óreiðunni sem myndaðist fyrir utan ballið var reynt að flokka mannmergð- ina eftir kyni, eins og við værum dýr. Vin- kona mín sem mætti á undan og var fremst í röðinni var miskunn- arlaust rekin aftast á meðan dyravörðurinn öskraði yfir hópinn. Eftir að hafa beðið í einn og hálfan tíma hafði töluvert af fólki sem beið létt- klætt í nístingskulda, gefist upp og fækkaði verulega í hópnum. Margir ætla að reyna að kæra Brodway og fá skaðabætur fyrir ónýttan miða. Að lokum komst ég inn og gat notið þess að heyra 3 smelli áður en hljómsveitin hætti að spila. Við vin- konurnar viljum fá miðana okkar endurgreidda frá Broadway, sér- staklega þær sem gáfust upp á bið- inni. Þetta var mitt síðasta 85 ball í MS og því er skaðinn að mestu sál- rænn. Nemandi við Menntaskólann við Sund. Ást er… … að fara ekki yfir um þegar hún fer framyfir á kortinu. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Opin vinnustofa kl. 9- 16.30, útskurður kl. 13 og félagsvist kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8-15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín kl. 9-16, leikfimi kl. 10 og brids kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids og kaffitár kl. 13, línudanskennsla kl. 17.30 og samkvæmisdans kl. 18.30, kennari Sigvaldi. Blásarasveit FEB, æf- ing kl. 19.30. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.20, gler- og postulín kl. 9.30 og 13, leiðb. í handavinnu við til hádegis, lom- ber kl. 13, kanasta kl. 13.15. Upplestur kl. 15, þá mun Oddný Sv. Björgvins minnast dags íslenskrar tungu með því að lesa úr nýútkominni ljóðabók sinni, „Og lífsfljótið streymir“. Kóræfing kl. 16.45, tréskurður kl. 18 og skapandi skrif kl. 20. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8 og 9, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, bókband kl. 10, gönguhópur kl. 11, matur og kaffi. Börn úr 5. og 6. bekk Sjálandsskóla gleðja gesti Jónshúss með söng og dansi kl. 13. Félagsstarf Gerðubergi | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, m.a. tréútskurður og fjölbreytt. Kl. 9 Dagur íslenskrar tungu í Fellaskóla, m.a. syngur Gerðuberg- skórinn. Kl. 10.50 vatnsleikfimi í Breið- holtslaug. Spilasalur opinn frá hádegi. Kóræfing fellur niður. S. 575-7720. Háteigskirkja | Félagsvist í Setrinu kl. 13-16, eftir kaffið eru veitt verðlaun. Hraunbær 105 | Handavinna og út- skurður kl. 9, bænastund kl. 10, matur, myndlist kl. 13, kaffi. Hraunsel | Rabb kl. 9, ganga kl. 10, Gaflarakórinn kl. 10.30, glerbræðsla og tréskurður kl. 13, boccia og félagsvist kl. 13.30. Opið hús fimmtud. 19. nóv. kl. 14. www.febh.is Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30 hjá Ragnheiði, opin vinnustofa kl. 9, brids kl. 13. Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl. 9, Stefánsganga kl. 9.10, listasmiðjan; útsaumur/handverk o.fl., félagsvist 13.30. Ókeypis leiðbeiningar á tölvur kl. 13-14.30, gáfumannakaffi kl. 15, skap- andi skrif kl. 16. S. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 11.30-13. Uppl. í síma 564- 1490 og á www.glod.is. Korpúlfar Grafarvogi | Inniganga Korpúlfa í Egilshöll kl. 10. Á morgun kl. 9.30 er sundleikfimi í Grafarvogs- sundlaug. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við hringborðið, spjallhópur kvenna og handverks- og bókastofa opin kl. 11.30, prjónaklúbbur o.fl. kl. 13, boccia kl. 13.30, kaffiveitingar, söngstund kl. 15. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur Laugardal | Leikfimi kl. 12.45. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15- 15.30, boccia kl. 9, leikfimi kl. 11, mat- ur, kóræfing kl. 14.30, tölvukennsla kl. 14.30, veitingar. Þórðarsveigur 3 | Salurinn opnaður kl. 9, boccia og leikfimi kl. 13, kaffi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.