Morgunblaðið - 16.11.2009, Page 28

Morgunblaðið - 16.11.2009, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009 YFIR 32.000 GESTIR EIN VINSÆLASTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA ER LOKSINS KOMIN Í ÞRÍVÍDD SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI Nia Vardalos, stelpan úr "My big fat greek wedding" er loksins komin til Grikklands í frábærri rómantískri gamanmynd. Frá fram- leiðendum Tom Hanks og Rita Wilson. Ásamt leikstjóra "How to loose a guy in ten days". FRÁ FRAMLEIÐENDUM MICHAEL BAY KEMUR HÖRKUSPENNANDI MYND Í ANDA SEVEN 4 FÓRNARLÖMB! 4 LEYNDARMÁL! SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRISÝND Í KRINGLUNNI / ÁLFABAKKA HORSEMEN kl. 5:50 - 8 - 10:20 16 TOY STORY 1 m. ísl. tali kl. 63D L LAW ABIDING CITIZEN kl. 5:50 - 8 - 10:20 16 COUPLES RETREAT kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 LAW ABIDING CITIZEN kl. 8 - 10:20 LÚXUS VIP ORPHAN kl. 10:20 16 MORE THAN A GAME kl. 8 7 ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... kl. 6 L THE INFORMANT kl. 8 - 10:20 L THE INFORMANT kl. 5:50 LÚXUS VIP T / KRINGLUNNI MY LIFE IN RUINS kl.5:50-8-10:10 L COUPLES RETREAT kl.8:10D 12 LAW ABIDING CITIZEN kl.6 -8:10-10:30 16 GAMER kl.10:30 16 TOY STORY 1 m. ísl. tali kl.6:153D L 3D-DIGITAL „ÉG er nýbúin að skrifa grein um Hannes Sigfússon fyrir þýskt bókmenntatímarit og því er hann mér ofarlega í huga,“ segir Gerður Kristný rithöf- undur og skáld. „Mér finnst „Til Sunnu konu minnar“ úr Lágt muldur þrumunnar eitt það fegursta ljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu. Ég ætla að velja brot úr því: Okið á herðum mínum: þessi skeikula vog með tveim misvægum skálum ýmist hnígandi til vinstri eða hægri Á næturnar hvíli ég undir fönn jafn þungri og fargið sem lamar fætur þína og arma Og jafnvel í bjartri lyftunni á leið til þín verð ég sleginn kvíða: Hefur nú fennt yfir þig alla? Nakinn klefi. Krómað stál Ókleifar bríkur reistar við hverri tilraun til und- ankomu Þú hvílir í óbifanlegri kyrrð Þó hverfur þú mér dýpra og dýpra inn í kvöl þína æ dýpra inn í þoku svíandi lyfja svifandi yfir ókunnu landslagi þaðan sem stunur þínar berast Ég heyri ekki framar hvað þú seg- ir!“ Annars segir Gerður Kristný að gaman sé að segja ,„þang“. „Þetta er svo stutt og fallegt orð og svo er nefhljóðið svo fag- urt.“ Gaman að segja „þang“ BRAGI Valdimar Skúlason úr hljómsveitinni með skemmtilega nafninu, Baggalútur, segir inn- gangskvæði lykilritsins Neyð- arkall frá Bretzelborg alla tíð hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Þar fléttar lífskúnstnerinn Valur saman fegursta kvæði ís- lenskrar tungu við kunnuglegt stef: Lækur tifar létt um máða steina. Lúin ýsa geispar svaka hátt. Halakarta hoppar eins og kleina með höfuðið svo undur, undur blátt. Ánamaðkur ýlir eins og flauta. Engispretta býður góðan dag. Bananafluga bindur á sig skauta. Bjöllusauður raular lítið lag. Spurður að því hvort hann eigi sér eftirlætisorð svarar Bragi: „Ég hef mikið dálæti á orðum sem lesa má eins afturábak og áfram, svokölluðum samhverfum – af þeim held ég sýnu mest upp á orðið „riddararaddir“.“ „Riddararaddir“ best samhverfa „ÉG var beðin um að lesa upp úr Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar á föstudaginn langa í Graf- arvogskirkju fyrir nokkrum ár- um. Ég kolféll fyrir þessum kynngimagnaða texta,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. „Hér er dæmi um vers sem ég las við þetta tækifæri (úr 33. sálmi, 8. vers): Heimsins og djöfuls hrekkja vél holdið þrálega villa. Þess vegna ekki þekki eg vel, þó nú margt gjöri illa. Beri svo til ég blindist hér, bið þú þá, Jesú, fyrir mér. Það mun hefnd harða stilla. Af líkamslistum og hugarvíli Svo er líka skondið frá því að segja að þegar bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Yosoy, kom út fyrir nokkrum árum fékk ég undirtitil bókarinnar á heilann: „Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu við Álafoss.“ Einhverra hluta vegna spilaðist þessi lína eins og argasta popp- lag aftur og aftur í huga mínum í margar vikur. Samt átti ég ekki bókina og las hana ekki fyrr en löngu seinna. Merkilegt,“ segir Þórdís. Í uppáhaldi á íslenskri tungu DAGUR íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur víða um land í dag með ýmsum viðburðum sem tengjast þessu ágæta tungumáli. Helgi Snær Sigurðsson leit- aði til fimm þjóðþekktra einstaklinga af þessu tilefni og bað þá um að velja sér texta úr íslensku verki sem væri í sérstöku uppáhaldi hjá þeim. Gilti þá einu hvort um var að ræða skáldsögu, ljóð eða lagatexta. DAGUR íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jón- asar Hallgrímssonar, þann 16. nóv- ember, frá árinu 1996. Í dag verður engin breyting þar á, mikið havarí og húllumhæ tengt íslenskri tungu. Hér gefur að líta stutta útgáfu af dagskrá dagsins en langa útgáfu má finna á: http://www.menntamalaraduneyti.is/ menningarmal/dit/nr/5152. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar verða veitt í Ketilhúsinu á Akureyri, boðið upp á hátíðardagskrá þar sem mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaunin auk tveggja sér- stakra viðurkenninga fyrir störf í þágu íslensks máls. Dagskráin hefst kl. 16. Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri mun leika fyrir gesti, verð- launahafi úr Stóru upplestrarkeppninni verður með upplestur og Ung- kvennakór Akureyrarkirkju syngur. Íslenskuhátíð verður haldin í Háskól- anum á Akureyri og Þórarinn Eldjárn verður með upplestur í M.A. Árleg Jónasarvaka Menningarfélags- ins Hrauns í Öxnadal og Þjóðmenning- arhússins verður haldin í Bókasal Þjóð- menningarhússins og hefst hún klukkan 17.15. Á vökunni verður boðið upp á skáldlegar bollaleggingar og hrífandi tónlist. Þá verður tónsmíð Jóns Leifs við Sólsetursljóð Jónasar Hall- grímssonar, flutt og Gerður Kristný, rithöfundur og skáld, flytur erindi sem hún nefnir: Hvernig verður maður ást- mögur þjóðarinnar? Hamrahlíðarkór- inn undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur flytur nokkur lög við ljóð Jónasar eftir Atla Heimi Sveinsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Inga T. Lárusson, Jón Nordal og Jóns Leifs. Tryggvi Gíslason, formaður Menning- arfélagsins Hrauns í Öxnadal, ræðir um ljóð Jónasar. Í Listasafni Einars Jónssonar munu nemendur Austurbæjarskóla flytja og syngja íslensk ljóð og stemmur undir stjórn Péturs H. Jónssonar tón- menntakennara skólans. Hér er þó að- eins stiklað á stóru og menn hvattir til að kynna sér auglýsingar og fyrrnefnda vefsíðu Dags íslenskrar tungu. Hvað er á seyði? Tungulipur Jónas gamli Hallgrímsson unni íslenskunni. „LJÓÐIÐ „Jónas Hall- grímsson“ eftir Jóhann Sig- urjónsson er að mínu mati það fallegasta sem ritað hefur verið á íslenska tungu,“ segir Ingunn Snædal skáld. Það er á þessa leið: Dregnar eru litmjúkar dauðarósir á hrungjörn lauf í haustskógi. Svo voru þínir dagar sjúkir en fagrir, þú óskabarn ógæfunnar. „Enn hef ég ekki lesið eða heyrt neitt sem tekur þessum línum fram,“ segir Ingunn. „Litmjúkar dauðarósir á hrungjörn lauf“ ERPUR Eyvindarson er dugleg- ur að leika sér með íslenska tungu í rapptextum sínum. Einn eftirlætistexti hans er lagatexti Megasar við „Paradísarfuglinn“. Hér kemur brot úr þessum texta meistarans: loks kvað hún uppúr innri mann með sinn & ég æpti: ég vil heim í hass & sýru - & basa þeir glottu útað eyrunum í spíss & önsuðu: þú hefur gervinýru -með vasa þú hefur nefnilega fengið risagervinýru - með vasa & paradísarfuglinn fló & gelti ég fíla mig einsog ég sé í svelti Erpi er annars hugleikið hið ágæta Sjávarnasl sem var á markaði lengi vel hér á landi. Hann rifjar upp nokkrar bragð- tegundir sem hann segir hluta af skensi einu sem hann samdi við annan mann, það sem á ensku er nefnt „sketch“: „Nætursöltuð smásíli með hulsu, grásleppuþristar með hrognasósu, marglyttur með ígulkerakryddmixi og papriku- sæhestar með ostastroffi,“ segir Erpur og hlær. Risagervinýru með vasa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.