Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 5
til mikils frama á þeirri braut, sem þeir hafa þannig markað sér. Slíkir mnen nefnast al- mennt snillingar, en þeir eru því miður mjög sjaldgæfir, og er því óhætt að álykta, að hugð- arefni flestra myndist fyrir tilverknað og hvatningu þeirra aðstæðna, sem þeir búa við, og þeirra uppeldisáhrifa, sem ómótað hugarfar þeirra verður fyrir í æsku. Það er vitað mál, að sá sundurleiti og stóri hópur, sem stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík, hefur mörg og mismunandi áhuga- mál. Menntaskólanemendur eru ekki steyptir allir í sama mót, fremur en aðrir menn. Þó verða nemendur fyrir allmiklum ósjálfáðum og gagnvirkum áhrifum, bæði af stofnuninni og af samfélaginu hver við annan. Einnig verður það til að samtengja hugi þeirra og gera hugðarefni þeirra sameiginleg, að þeir eru allir á sameiginlegri þroskabraut. Þeir eru menn, sem ganga menntaveginn, og vitundin um það verður mjög til þess að efla og móta hugðarefni þeirra og lífsviðhorf. Menntaskólinn í Reykjavík er næstæðsta menntastofnun þjóðar, sem búið hefur um ald- ir við áþján og einokun, hallæri og hungur, en hefur eftir langa, erfiða og fórnfreka baráttu ekki aðeins endurheimt hið forna þjóðveldi og frelsi sögualdarinnar, heldur einnig áunnið sér alþýðufrelsi í nýrri mynd og eygir nú lang- þráða möguleika til þess að koma á fót af- kastamiklu atvinnulífi og blómlegri menningu. I samræmi við það hefur eðli og innihald þessa gamla skóla tekið stórfelldum breytingum. Hann hefur breytzt úr fámennum embættis- mannaskóla, er lagði alla megináhrezlu á forn- málakennslu og útskrifun stúdenta, sem ætl- uðu að verða prestar eða konunglegir embætt- ismenn, í margfalt fjölmennari skóla, er út- skrifar sem stúdenta áhugasama og kjark- mikla menn, sem áforma að leggja stund á hin margvíslegustu tæknilegu og vísindalegu við- fangsefni til þess að vera færir um að svipta álagaham áþjánar og getuleysis að fullu og öllu af þjóð sinni. Þar sem það þótti áður hin mesta goðgá og þótti jafnvel bera vott um leti og ómennsku, ef aðrir en synir embættis- manna og auðugra gengju hinn gullna mennta- veg, hefur hina síðari áratugi verið síaukin að- sókn sona og dætra alþýðunnar að mennta- skólunum báðum, sem og öðrum menntastofn- unum landsins. Margir þeirra hafa kynnzt kröppum kjörum og hafa átt við fjárhagslega örðugleika að stríða til þess að geta aflað sér menntunar. Slíkir menn sjá það af raunsæi sínu, að þjóðinni er þörf nýrra starfskrafta á fjölmörgum sviðum. Þeir ásetja sér því flest- ir að brjóta tækni og hagrænum vísindum braut inn í landið, samhæfa tæknina íslenzk- um staðháttum og vinna á ýmsan hátt að fé- lagslegum endurbótum og aukinni velmegun. Aukin menntun er árangur hins íslenzka þjóðfrelsis og jafnframt þroskaskilyrði þess. I samræmi við þennan jarðveg frelsis og fram- fara áhuga eru menntaskólanemendur yfirleitt börn sinnar samtíðar, frjálslynd, glaðvær, skemmtanafús og listelskandi. Þessi börn sam- tíðarinnar og framtíðarinnar hafa áhuga á öll- um mögulegum og ómögulegum málefnum, allt frá heimspeki og stjórnmálum niður í leikara- blöð og Tarzanlestur og allt þar á milli. Þau mynda sér skoðanir um alla heima og geima og ræða þær á fundum sínum. Þau sækja bókasöfn, leikhús, kvikmyndahús og dans- leiki og skemmta sér vel, þau skoða listsýning- ar og spreyta sig á því að þekkja í sundur listastefnur, og þau stofna tónlistaráhugafélag, og láta tónlistina flæða óhindraða sem straum- elfi um hugi sína. Þau stunda íþróttir, tafl og spil, og þegar kalt er úti, eru kraftarnir stælt- ir í gangaslag eða bendu. Síðast en ekki sízt eru allir uppfullir af fyndni og fjölmennta- áhuga. Eins og menn geta séð, er hér um fjölbreytt og mörg gagnleg hugðarefni að ræða, og ég efast ekki um, að meðal menntaskólanemenda er margt gott mannsefni, og til þeir menn, er verða munu prýðilega til foringja fallnir. Eg held því, að mér sé óhætt að óska skólayfir- völdunum og þjóðinni allri til hamingju og heilla með fjölgáfaða og tápmikla æskufólk, og ég vona, að þessum aðilum takist að búa gáf- um þessa fólks þau þroskaskilyrði, að því tak- ist að verða leiðandi afl í framfaraviðleitni þjóðarinnar í framtíðinni. í þeirri einlægu von kveð ég ykkur öll fyrir hönd dimittenta og bið ykkur lengi og vel lifa. SKOLABLAÐIÐ 5

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.