Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT í MENNTASKÓLANUM í REYKJAVÍK RITNEFND: Árni Guðjónsson, ritstjóri Björn Markan Hallgrímur Lúðvígsson Þorkell Grímsson Þór Vilhjálmsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Wolfgang Edelstein. 22. árg. Maí 1947 5. tbl. ABYRGÐARMAÐUR: J Guðmundur Arnlaugsson, kennari Prentverk Guðmundar Krist- jánssonar Lokaorð Þetta blað, sem nú loks er komið út, er síðasta blaðið af þessum árgangi. Drátturinn á útkomu blaðsins stafar aðallega af því, að von var á fjölritunarpappír og bið- um við eftir honum. Þegar sá dráttur var orðinn ískyggilega langur, tókum við það til bragðs að reyna að fá blaðið prentað. Það ætlaði að ganga erfiðlega í fyrstu, en svo rættist úr því og nú er blaðið komið út. Vegna þröngs fjárhags reyndist ekki kleift að hafa blaðið eins stórt og við hefðum kosið. Efnið, sem í því birtist, er sitt af hverju tagi eins og venjulega, og læt ég svo ykkur alveg um að dæma það eftir eigin geðþótta. Ég vil nota tækifærið og þakka ritnefndinni og ábyrgðarmanni góða samvinnu á þessu liðna starfsári. Samstarfið í ritnefndinni hefur verið gott. Einstöku sinnum hefur þó kastazt í kekki milli einstakra nefndarmanna, en allar þær deilur, sem upp hafa komið, hafa verið jafnaðar með tilslökun af hálfu beggja aðila. (Ég álít, að utanríkisráðherrar stórveldanna ættu að kynna sér starfsaðferðir ritnefndar Skólablaðs Menntask ólans í Rvík. Þá hefði t. d. Moskvafundurinn síð- asti endað með fullu samkomulagi eftir að allir í einu hefðu gasprað sig þreytta í svo sem klukkustund!!) Að lokum vil ég svo þakka öllum þeim, sem hafa greitt götu blaðsins og óska þess, að blaðið megi verða æ fullkomnara og fjölþættara í framtíðinni. Gangi ykkur svo öllum vel í prófunum. Á. G.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.