Skólablaðið - 01.03.1960, Qupperneq 4
92 -
Efni leiksins er ekki veigamikið,
gömul aðalsætt hefur frá aldaöðli ráðið
yfir þingsæti síns héraðs. Frumburður
ættarinnar, Pym greifi, sem er stefnu-
laust nþjóðfélagsfyrirbæriM, býður sig
fyrst. fram í þingkosningunum 1945, þegar
Yerkamannaflokkurinn vann stórfelldan
sigur. Og sá sigur kemur því miður
einnig niður á vini vorum Pym, þar sem
mótframbjóðandi hans, Cleghorn, hreppir
þingsætið með töluverðum meirihluta at-
kvæða. Hann er síðan aðlaður og fluttur
upp í lávarðadeildina, og Pym sér sér
leik á borði, skiptir um flokk og býður
sig fram fyrir Verkamannaflokkinn í
aukakosningunum, þar sem hann býst ekki
við að fá neinn mótframbjóðanda.
En andstaðan kemur ur óvæntri átt.
Unnusta hans, sem er amerísk og eftir
því íhaldssöm og fastheldin á fornar
venjur, ákveður að gefa honum ráðningu
og kemur því til leiðar, að heimilisþjónn-
inn býður sig fram fyrir íhaldsflokkinn
- og vinnur þingsætið með 30 atkvæða
meirihluta. Afleiðingarnar eru margvís-
legar og skemmtilegar, en loks fellur
allt í Ijufa löð aftur. Þjónninn fórnar
þingsætinu á altari heimilishamingjunnar
( stofustúlkan ) og Pym býr sig til þess
enn á ný að bjóða sig fram í næstu auka-
kosningum, að þessu sinni með fulltingi
þeirrar amerísku.
Þegar lagður er dómur á sýningu
eins og þessa, gleymist flestum það gíf-
urlega verk, sem leiknefnd og leikarar
hafa unnið til þess að gera hana sem
bezt úr garði í hjáverkum, með erfiðu
námi og við erfið skilyrði. Útvegun leik-
rits, þyðing, linnulausar æfingar, smíði
leiktjalda og sviðsútbúnað o.fl. o.fl. ,
allt er þetta unnið af áhugamönnum,
mönnum, sem ekki telja eftir sér að
leggja nótt við dag til þess að hrinda á-
hugamalum sínum í framkvæmd, '’kyssa
tær Thalíu" eins og ágætur skólabróðir
vor komst svo smekklega að orði hér í
blaðinu. Og enginn þessarra manna sér
eftir þessu starfi sínu, félagsandinn inn-
an Herranætur á yfirleitt hvergi sinn
líka í skólalífinu. Sá, sem á annað borð
er kominn í leiknefnd, iðrast þess ekki,
og er því því furðulegt tímanna tákn hve
erfitt er að fá fólk í leiknefnd að vori.
Þá er komið að leikendunum.
Hinir helztu þeirra leikara, sem hafa
borið uppi undanfarandi skólaleiki, eru
nú á förum úr skólanum , þau Þorsteinn
Gunnarsson, Edda Óskarsdóttir, Ömar
Ragnarsson og Ragnheiður Eggertsdóttir,
og verður það skarð vandfyllt, sem þau
skilja eftir.
Minnisstæðastur hlýtur öllum að
vera leikur Þorsteins Gunnarssonar í
hlutverki þjónsins Beecham eða þing-
mannsins Benjamin Charles, þessa dæmi-
gerða fulltrúa enskra þjóna af gamla
skólanum. Þorsteinn hefur hafið leik-
sýningar nemenda í æðra veldi undan-
farin 2 ár, og enginn varð heldur fyrir
vonbrigðum með leik hans að þessu
sinni þrátt fyrir sívaxandi kröfur, sem
til hans eru gerðar. Hann er vafalítið
efnilegasti leikari, sem leikið hefur í
Herranótt á síðustu árum.
Ómar Ragnarsson er í Qssinu sínu
í hlutverki hins óviðjafnanlega jarls af
Lister og á auðvelt með að lifa sig inn
í hlutverkið, sem honum er greinilega
að skapi. Heyrzt hafa einstaka raddir
um, að túlkun Ómars á Lister sé víðs
fjarri tilgangi höfundar, en ekki er ég
eins sannfærður um það. Þó fer ekki
hjá því, að kýmni hans mætti vera hlýrri
og hljóðlátari og hreyfingar minna ýktar.
Ragnheiður Eggertsdóttir sómdi sér
prýðisvel í hlutverki lafði Lister.
TÚlkun hennar á hinni ^runnhyggnu en
viðfeldnu aðalsfrú og húsmóður er án
efa bezti leikur hennar til þessa.
Hinn makalausa Pym greifa leikrur
Stefán Benediktsson, sem gefur góð fyr-
irheit um næstu Herranætur.
Leikur hans er mjög geðfelldur og
skemmtilegur og svipbrigði og framsögn
góð.
June Farrel, hina "typisku" amerísku
unnustu hans, leikur Guðrún Drífa Krist-
insdóttir. Sviðsöryggi hennar hlýtur að
vekja athygli, þarsem hún er alger ný-
liði, og hún skilur hlutverk sitt bersýni-
lega til hlítar, en leikur hennar er í
heild kaldari en hlutverkið krefst og
framsögn er nokkuð ábótavant.
Edda Óskarsdóttir, sem vakti á sér
athygli í síðustu Herranótt með næmri
og yndislegri túlkun á hlutverki sínu,
hefur hér hlotið hlutverk Lady Caroline
Smith. Það er fremur lítið hlutverk og
ekki á allan hátt við Eddu hæfi, en hún
leysir það þó mjög sómasamlega af
hendi. Förðun hennar og gerfi eru
fjarri því að vera góð. Caroline er hér
of ungleg og lagleg til þess aí5 ummæli
Frh. á bls,. 105.