Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1960, Side 8

Skólablaðið - 01.03.1960, Side 8
- 96 - ar, þeir, sem Evrópumenn reka, eru yfir- leitt fádæma hversdagslegir, og hlífi ég lesendanum vitS lýsingu þeirra, en á hinn bóginn mun ég reyna aö draga upp mynd af heimsókn minni í vertshús innfæddra. Við kvöldverðarborðið einn þessara ánægjulegu daga í Tanger gerði leiðsögu- maðurinn Per það heyrúmkunnugt á með- an hann maulaði fæðuna, að hann hygðist sýna áhugamönnum arabískt öldurhús. Laust þá upp ópi miklu í liði áhuga- manna. Innan stundar þeystu átta okkar í tveim bílskrjóðum inn í myrkviði Araba- hverfisins. Ekið var með ofsahraða um þröng stræt- in, og virtust hinir djörfu ökuþórar hafa tileinkað sér hið fræga kjörorð "Gib'Gas und mach'die Augen zu", en vegfarendur hörfuðu inn í dyragættir eða steyptu sér inn um glugga. Loks var staðnæmzt við hús eitt fornfálegt, og skildist mér, að þar væri búlan. Snaraðist ég umsvifalaust inn í bygg- inguna og var þá í anddyri fúllrar lyktar, en úr anddyri þessu lá stigi upp á næstu hæð, hvaðan bárust tónar lostafulls strengleiks arabiskra töfra. 1 þann mund, er ég undirbjó uppstign- ingu stigans, kom ég auga á tvennar dyr, leyndardómsfullar mjög. Gat ég ekki sigrazt á forvitninni og lauk upp hurðunum. Aðrar dyrnar voru á búðarholu, sem verzlaði með leðurvöru, en að hinni hurð- inni opnaðri sá ég inn í arabískt heimili. Vissi ég ekki fyrr tit, en hvissandi kerling kom stökkvandi, hvæsti á mig og skellti aftur hurðinni með lítilli prúð- mennsku. Var mér mjög brugðið og minntist ekki slíkta ófara, síðan ég skoð- aði sveitabæ einhvers staðar í héruðun- um sunnan við Granada og viltist við það tækifæri inn á karlæga kerlingu. Félagar mínir voru nú komnir inn, stóðu við stigann og hugðu á uppgöngu. Lét mjög hatt í þeim, einkum þó karl- peningnum. Stiginn var 43 þrep, en hann og nán- asta umhverfi hans var miður glæsilegt, og minnist ég ekki slíkt nema í suður- evrópskumeftir stríðsáraraunsæiskvik- myndum. Á annari hæð komum við inn í her- bergi eða sal, þar sem hugklófinn Ar- abi í gulum ilskóm tók á móti okkur með hjartanlegu glotti. Ég hneigði mig og sagði honum að fara fjandans til uppá íslenzku, en þannig ávarpa ég jafnan starfslið gisti- og veitingahúsa erlendis. Veitingasalurinn var ákaflega snyrti- legur og vistlegur og í algeru ósamræmi við ytra útlit hússins, eins og algengt er í Arabalöndum. Veggir voru skreyttir tiglaflúri, listrænu mjög, fagrar súlur héldu uppi loftinu, sem var í bogahvelf- ingum. Þarna réð litagleði ríkjum og var staðurinn ævintýri líkastur. Miðgólf var autt, en meðfram lang- veggjum voru bekkir klæddir pelli og purpura, og hlammaði ég mér snarla niður, því að ég var lumpinn. Ég leyfi mér að vona, að hinir menntuðu lesendur mínir hafi allir heyrt arabiska hljómlist, þó að ekki væri nema í danskri sjóaramynd. Hún á það sammerkt með hljómlist austrænna þjóða, að flestir Evrópumenn eiga bágt með að greina hana frá breimi katta og óhljóðum annarra óvætta. Þetta segi ég ekki til að hallmæla frændum vorum, enda kettir taldir skyn- samar skepnur. Hljómsveit hússins sat flötum beinum á gólfinu, og var ég lengi að koma. auga á hana. Spilkarlar voru annaðhvort óánægðir með iðju sína eða þeir túlkuðu sorgleg tög. Stógu þeir gýgjur og ýtfruðu á í'Laut- ur sínar sviptausir með öttu, áhugataus - ir um htjóðfærastáttinn og tíkastir því sem þeir væru í eiturtyfjamóki. Sá ég mér nú tit sketfingar, að Per, hinn sjátfumgtaði teiðsögumaður, hafði tyttt sér í hornið hjá teikurunum, og tekið tit að syngja hástöfum með htjóm- sveitinni, og stíta í htjoðfærin og táta dártega. Hornkartar urðu greinitega foxvondir. Óttaðist ég, að þeir yrðu jafnvet trítit- óðir og bjóst við átökum á hverri stundu. Ekki veittist mér sú ánægja að sjá heiðingjana drepa mína ágætu forsjón, Per, því að þeir stóðu upp og gengu út og var titkynnt að nú væri pása. Skömmu síðar kom gestgjaíinn skokk- andi og hafði með sér friðarpípu, gaur mikittar tengdar. Var hún tátin ganga mitti gestanna, og áttu attir að fa sér smók tit merkis um

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.