Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1960, Qupperneq 15

Skólablaðið - 01.03.1960, Qupperneq 15
- 103 0 Fá félög í skólanum starfa af slíku lífi og grósku, að öðrum félögum ólöstuðum. Listkynningar alls konar og aðra andlega LISTA- fæðu ber það svo til daglega á borð fyrir nemendur. FÉLAGIÐ Þetta gildir þó einkum um tónlistardeildina, enda nýtur hún að sögn óskiptra starfskrafta forseta félagsins, Hannesar Hávarðarsonar. Hann á miklar þakkir skilið. Gott væri, að hann kæmi slíkum eld- móði í hinar deildirnar, sem fram að þessu hafa notið hvíldar. Skólaskýrslan er komin ! Þetta gagnmerka heimildarrit, sem vart á sinn líka. SÉR HON Hún er reyndar óvenju seint á ferð, en hver hugsar um UPP KOMA. . það, fyrst hún er komin. Skýrslan er með líku sniði og undanfarið, flytur fréttir úr skólanum. Koma hennar gleður ættfræðinga og kúrista, en þó einkum 4. bekkinga og suma 3.bekk- inga, sem þar sjá nöfn sín. Félagslífið í skólanum er nú í algleymingi. Herranótt var sýnd við geysilega aðsókn. Var leik, sem FÉLAGS- í þetta sinn var Óvænt úrslit eftir W. Douglas Home, og LfFIÐ leikendum mjög vel tekið. Auk þess, sem leikurinn var sýndur hér í bænum, var farið með hann austur yfir fjall. Undanfarin ár hefur þá, er að leikritinu hafa staðið, dreymt um að fara með það norður til Akureyrar. Málið var komið á rekspöl, er Einar Magnússon og móðir náttúra tóku í taumana. Dansæfingar hafa verið margar og fjörugar það sem af er vetrar. Ýmist eru þær á Sal eða í Þorsteinsbúð. Skemmtanir þessar eru langmest sóttar af 3.bekkingum og komast vart aðrir að, slíkur er fjöldinn. Það, sem helzt hefur þótt skyggja á samkomurnar er aðsokn ó.bekkinga, en þeir þykja fremur leiðinlegir og gamlir. Mottó : Deyr fé, deyja frændr...... Um miðjan febrúar fóru 6. bekkingar í lokaselsferð sína SELS- og jafnframt vetrar, því nú ætlar Einar Magnússon að FERÐ leigja Selið. Haft er að orði, að aldrei hafi verið farin slík för, nema það væri för Þors til Útgarða-Loka. Það var talið förinni til ágætis, hversu svefn var mikill og almennur. Því vakti það furðu, er kennarar gengu þegar að för lokinni allir á einn fund og strengdu þess heit, að fleiri slíkar yrðu eigi farnar. Þetta árið hefur 366 daga, sem önnur hlaupár. 29.febrúar (25.febr. samkv. nýjustu heimildum ) er innskotsdagurinn. HLAUP- Þennan dag mega konur biðja sér manns, og verða þeir ÁRSDAGUR að játast eða sæta viðurlögum ella. Sú hefð hefur skapast, að námsmeyjar efri bekkja biðji sér þá kennara (ólofaðra). Kennarar njóta þó fríðinda, því þeir mega velja úr hóp. Sá á kvölina. ... t þetta sinn var nokkurra beðið. Þar var ekki farið fram á neitt Frh. á bls. 110.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.