Skólablaðið - 01.03.1960, Síða 16
11
fflffillR SPYR EICKÍ UH
tttHNlM&RR'Wöfl i
Þegar við ritnefndarmenn
vorum fyrir skemmstu að
lesa þau blöð, sem komið hafa
ut í vetur, tokum við eftir því,
að ekki hafði verið haft við -
tal við neinn nemanda í sjötta
bekk. Við ákváðum að bæta
úr því snarlega, og var ég
þegar í stað sendur á fund
hins fræga orðháks SIGURÐAR
STEINÞÓRSSONAR, eða
igga bræt, eins og alþýða
manna kallar hann.
Hitti ég Sigurð, þar sem
hann var að vinna í
bókasafninu, og skýrði
honum frá erindinu.
"Þegar ég sé í þér
tennurnar dettur mér
í hug : You will
wonder where the
yellow went when you
brush your teeth with
Pepsodent, " sagði
hann og brosti Ijúf-
mannlega.
Ég hof nú viðtalið og
innti hann frétta frá
bókasafninu.
"Bokasafnið er alls
ekki nægilega mikið
notað, " sagði Sigurð-
ur, "og mun það
stafa af ýmsum ástæð-
um. Nú á dögum hafa
menn meiri auraráð en
áður var og kaupa því
frekar bækur en fá þær
lánaðar. Einnig getur ver-
ið, að við fylgjumst ekki
nægilega með tímanum,
enda höfum viö að ýmsu
leyti erfiðar aðstæður.
Bókasafnið varð fyrir óbæt-
anlegu tjóni, þegar menn-
ingar-þríhross skólans stóð
fyrir því, að það var flutt. Að lok-
um býst ég við því, að menn lesi yfir-
leitt minna nú en áður. NÚ hafa menn um
meira að velja, þeir geta farið á böll eða í bíó o. s.frv. , eða þá sluxað í bænum og
á Skalla.
"En segðu mér nú, hvað þér finnst um félagslífið í skólanum. "
"Þegar maður er kominn í sjötta bekk, er maður orðinn heldur leiður á því,
einkanlega ef maður hefur verið mikið í því áður. Ég fyrir mitt leyti fékk alveg nog
af því í fyrra. Félagslífið er ágætt, ef það er hóflega mikið. Það er auðvitað ákaf-
lega misjafnt, hvað menn telja hóflegt í þessu tilfelli, en mér líkar alls ekki við