Skólablaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 19
- 107 -
ingum á þessum tíma vegna stöðugt vax-
andi áhuga á dulspeki og heimspeki.
Tánlist hans var5 æ flóknari og torskild-
ari, en þaö dró ekki úr viður kenningu
hans, vegna þess hve hinn frægi hljóm-
sveitarstjóri Koussevitzky hafði hann í
hávegum. Scriabin lékt oft með hljóm-
sveit hans og vakti meS því áhuga á tón-
verkum sínum
Meinsemd á vör dró hann skyndilega
til bana 1915.
Scriabin samdi 26 etýður, 89 preludiur
og 10 sónötur. Margar þeirra eru frá-
bærar, en tæknilega erfiðar.
Ég mun ræða um þrjár af sinfóníum
hans, svo að hugmynd fáist um hverju
þær eiga að lýsa.
Sinfónía no. 3 ( "Le Poeme divin" ).
Samruni tónlistar við heimspeki var ein
af efstu hugsunum Scriabins. Programm
texta við þessa sinfóníu samdi kona, og
er hann úttroðinn af guðspekiflækjum,
sem verða undirstaðan í "hinu guðdóm-
lega Ijóði".
í þessari sinfóníu reynir Scriabin að
lýsa "þróun mannsandans, sem hefur slit-
ið sig frá trú og þoku fortíðarinnar og
öðlast í gleði og vímu fullkomnun frelsis
síns og samruna við alheims sjálfið".
Texti fyrsta kafla.
"(Barátta ) : Andstæðan milli manns,
sem er þræll persónulegs guðs, æðsta
máttar heimsins, og hins frjálsa öfluga
manns, mannguðsins.
Hinn sfðarnefndi virðist sigra, en það eru
aðeins gáfur, sem staðhæfa sjálfið.
Aftur á móti hefur vilji einstaklingsins,
sem enn er of veikur, tilhneigingu til al-
gyðistrúar.
Annar kafli ( Munaður ) :
Maðurinn lætur nautnir hins holdlega
heims ná tökum á sér. Hann er ölvaður
og sefaður af þeim losta, sem hann sekk-
ur sér niður í. Persónuleiki hans fer
villur vegar. Þá rís skynjun hins háleita
frá djúpum vitundar hans og hjálpar hon-
um að öðlast stjórn á sjálfi sínu.
Þriðji kafli ( Hinn guðdómlegi leikur ) :
Andinn losnar að lokum úr fjötrum,
undirhlýðni við æðri máttarvöld.
Hann sameinast alheimssálinni vegna vilja-
krafts síns og ofurselur sig háleitri gleði
frjálsrar framkvæmdar í hinum guðdóm-
leika leik."
Texti eins og þessi á ekkert erindi
til sinfóníunnar. Scriabin reisti sér
hurðarás um öxl og tel ég vonlaust að
njóta verksins á þeim grundvelli, sem
hann ætlast til.
Sinfónía no. 4 ( "Le Poeme de
l'’extase" ). í þessu verki snýst allt um
sköpunargleðina, leiðslu hinnar ófjötruðu
framkvæmdar, hugsjón og skynjun sjálfs-
ins.
Scriabin lék hluta. af þessu verki. áður
en það var frumflutt, fyrir nokkra vini
sína, þar á meðal Rachmaninoff, Glazunov
og Rimsky-Korsakov. Þessi frægu tón-
skáld létu lítið yfir verkinu og Rimsky-
Korsakov sagði blátt áfram : "Hann er
ekki með öllum mjalla lengur".
Sinfónía no. 5 (Prometheus: Le poeme
de feu). f Prometheus, sem er síðasta
hljómsveitarverk Scriabins, er "Myster-
ium"-andinn mjög áberandi.
Píanóið á að tákna manninn en hljóm-
sveitin alheiminn.
Verkið er byggt á Prometheus sögninni
og lýsir Scriabin mannkyninu á frumstigi,
þegar það skorti neista Prometheusar,
var viljalaust og skynjaði ekki fulla vit-
und sína. Prometheus gaf síðan mann-
kyninu hinn heilaga neista, og færði því
þar með fulla vitund og sköpunarvilja.
En eldgjöfin er bæði blessun og böl. Ýmist
er hann notaður til góðs eða ills.
r upphafi verksins skapast mystiskt and-
rúmsloft vegna hins sérkennilega hljóm-
kerfis Scriabins. Trompet gefur til
kynna komu sköpunarviljans og íekur
píanóið við stefinu. Ofsi tónlistarinnar
vex, þegar meðvitund og ást skapast.
Mikil átök verða, en smám saman renn-
ur mannlegt eðli saman við alheiminn.
Verkinu lýkur í leiðslu, þegar blandaður
kór syngur óð án orða.
Scriabin ætlaðist til að notað væri
tæki með nótnaborði, sem varpaði litum
á tjald, meðan á flutningi verksins stoð.
Þessu er oftast sleppt, en hefur þó ver-
ið flutt þannig nokkrum sinnum í Banda-
ríkjunum.
Tónlist lýsir því, sem orð megna
ekki að tjá. Það sem Scriabin gat ekki
sagt í orðum, gat hann heldur ekki sagt
í tónum, litum eða angan.
Reykjavík, í marz 1960.
Hannes Hávarðarson.