Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1960, Page 21

Skólablaðið - 01.03.1960, Page 21
Hvass lemur vindurinn veggi og þil en varlega skalt'onum trúa. Alla seiðir hans ögrandi spil ofaní botnlausan gleypandi hyl, dvelja þar púkar, er sólirnar sjúga. En ef þú lætur hann lok'ka þig þá og læðist um nótt útí gilið, hraparðu ofan í ginandi gjá, glottir þar draugur með kolsvartan Ijá er líkaminn segir við sálina skilið. ÞÚ heyrir á fluginu hljóð þeirra og kvein sem hljóðskrafi myrkursins trúa. Sem þúsund ár virðast þer augnablik ein æpandi merztu á sórhverjum stein og hamrarnir eldi og eimyrju spúa. Þar lendirðu ofaní ómæliskvörn, hvar eiturbylgjurnar gnauða. Svo pínir djöfullinn dimmunnar börn, demantasjóður er einskisnýt vörn. Enginn fær keypt sig frá kvölum og dauða. Um dag prýðir gilið það gulstör og ax en þá glætuna tekur að þrjóta gleypir það roða hins deyjandi dags djöfullinn brosir og gælir við sax bíður hann þeirra sem bústaðinn hljóta. G.S.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.