Skólablaðið - 01.03.1960, Side 27
- 115 -
en nóg fyrir kvöldið. Ég tók almennings-
vagninn niður í bæ. Klukkan var farin
að ganga átta. Ég hafði ekki borðað
neinn kvöldmat og var orðinn svangur.
Ég settist niður við hliðina á gamalli
kerlingu og uppgötvaði mer til mikillar
skelfingar, að þetta var su, sem eg hafði
hent postulínsfígúrunni í. Jesús. Svona
er það alltaf. Ég er alltaf jafn djöfull
óheppinn. Mér leið ekkert sérlega vel
þarna við hliðina á henni og hún sendi
mér illilegar augnagotur við og við .
Ég var kominn á fremsta hlunn með að
færa mig þegar kerlingin ávarpaði mig.
"Hafið þér það fyrir sið að henda
hlutum í fólk? "
Mér var allt í einu orðið skítsama
um kerlinguna og álit hennar á mér, svo
ég sagði: "Jájá. Mér þykir það ægilega
gaman. Það er eiginlega það skemmti-
legasta, sem ég geri að henda postulíns-
styttum í fólk. Sérstaklega gamalt fólk.
Ég hef unun af því. Ég er alltaf að
þessu. Ég rotaði einu sinni gamlan mann
með kristalvasa. Síðan hef ég bara hent
litlum postulínsstyttum. Mamma er allt-
af að banna mér þetta, því hún þarf allt-
af að vera að kaupa nýjar styttur.
Stundum helli ég líka vatni yfir fólk.
Það er ægilega gaman að sjá, hvað það
verður hissa."
Ég hefði getað haldið áfram í marga
klukkutíma, en vagninn stanzaði, og kerl-
ingin notaði tækifærið til að forða sér út.
Hún hefur sennilega talað um mig í
marga mánuði á eftir við vinkonur sínar.
Alveg er mér sama.
Ég fór að hugsa um karlinn og rifr-
ildið og allt það. Það er annars merki-
legt. með þetta gamla pakk. Það skilur
aldrei neitt. Eins og það sé eitthvað
lífshættulegt, þó maður komi ekki heim
í svona tvo sólarhringa. Ég lét þó vita
af því, að ég mundi ekki koma heim, svo
þau þurftu ekki að hafa neinar áhyggjur.
En það er svona þetta gamla pakk.
Það horfir ekki á hlutina nema frá einu
sjónarmiði. Til dæmis allt þetta röfl
um að sofa hjá. Ég veit ekki til þess,
að það hafi drepið nokkurn mann. Það
getur að vísu verið anzi óþægilegt að
eiga krakka með kvenmanni, en það eru
alltaf til ráð við slíkum hlutum. Svo ég
get ómögulega skilið, hvers vegna alltaf
er verið að gera veður út af þessu.
Ég fór að hugsa um stelpuna, sem
ég hafði verið með þessa tvo sólar-
hringa. Ég hafði kynnzt henni nýlega,
og hún var mjög hrifin af mér. Ég var
hins vegar ekki neitt sérlega hrifinn af
henni. Hún var svo sem nógu lagleg og
allt það, en hræðilega heimsk. Ég get
aldrei verið hrifinn af heimskum stelp-
um. Það þýðir ekki, að ég vilji hafa
þær einhver sjení. Ég er ekkert sjení
sjálfur, en ég er heldur enginn asni, þó
ég segi sjálfur frá. En það er heldur
mikið þegar það getur talað klukkutímum
saman um kvikmyndaleikara og dægurlaga-
söngvara. Hún á það til þessi, sem ég
er að tala um. Hún heitir Jóna og er
með þeim huggulegri, sem ég hef séð,
en mér líkar samt ekki vel við hana.
Hugsanir mínar trufluðust af skyndi-
legri stöðvun vagnsins á torginu.
Ég fór út á eftir hræðilega feitri kerl-
ingu. Hún hefur áreiðanlega vegið rúm
300 pund. Þegar hún var að fara niður
úr vagninum, hrasaði hún allt í einu og
datt beint á höfuðið á gangstéttina.
Henni tókst þó að draga úr fallinu með
höndunum. Það hvein óhugnanlega í
henni um leið og hún datt. Það var ekk-
ert líkt öskri eða neinu svoleiðis. Það
var öllu heldur nokkurs konar væl.
Svo lá þetta kjötfjall endilangt á gang-
stéttinni í miðjum drullupolli. Það
heyrðust undarleg hljóð í henni. Ég býst
við það hafi verið grátur. Hún gat ekki
hreyft sig, en hún var svo ógeðsleg, þar
sem hún lá þarna kjökrandi, og feitar
hendurnar hreyfðust lítillega, eins og hún
væri að reyna að krafla sig áfram, að
ég gat ekki fengið mig til að hjálpa henni
á fætur. Ég bara stóð þarna í nokkrar
sekúndur hreyfingarlaus í tröppunni og
horfði á hana, þangað til miðaldra mað-
ur kom hlaupandi og fór að hjálpa henni
á fætur. Þá rankaði ég við mér og
hljóp burU Það var óbragð í munninum
á mér, og mig langaði mest til að æla.
Ég vildi þó ekki vera að því, svona á
almannafæri. Ég settist niður á bekk til
þess að jafna mig og kveikti mér í sígar-
ettu.
Feita kerlingin minnti mig á annað
atvik, sem hafði komið fyrir mig nokkr-
um árum áður. Ég var þá í sveit, og á
bænum var feitasta manneskja, sem ég
hef nokkurn tíma séð. Hún sló kerling-
una sem datt alveg út. Ég hugsa hún
hafi vegið hátt upp í tonn. Ég hafði allt-
af hálfgerðan viðbjóð á henni.
Einu sinni kom hræðilegur atburður fyrir.