Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1960, Síða 29

Skólablaðið - 01.03.1960, Síða 29
- 117 - frétta. Amma mín datt í stiga í gær og braut á sér hausinn, og ég keyrði bílinn í klessu í morgun. Það var allt í lagi með ömmu, hún var orðin hundgömul hvort eð var, en bíllinn var nýr, og við- gerðin kostar svona þrjátíu þúsund. " "Djöfull, maður, " sagði Þormóður. Það var næstum sama hvað maður sagði við Þormóð, hann sagði alltaf "djöfull, maður". "En hefurðu heyrt nýjasta tem- að mitt. Ég ætla að nota það í píanó- konsert. " Þar með byrjaði hann að flauta stef, sem var léleg afbökun á stefi úr níundu Beethovens sinfóníunni. Ég sagði honum það. Þið hefðuð átt að sjá hann. Hann tútnaði allur út. Ég ætlaði að drep- ast úr hlátri, það var svo ægilegt að sjá hann. Hann öskraði eitthvað illheyranlegt. Það hefur sjálfsagt verið klám. Hann notar það álíka mikið og stefin sín. Ég sneri mér frá honum og gekk yfir götuna. Ég gekk burt án þess að líta við til að sjá, hvað hann gerði. Hvað varð- aði mig um það? Ég ákvað, að ég þyrfti að fá mér meir að drekka, og gekk því í áttina að Hreyfli. Það var fjölmenni á rúntinum, en ég gekk þeim megin, sem færra var. Ég hef viðbjóð á margmenni. Ég get til dæmis yíirleitt ekki dansað, vegna þess hve margt fólk er í kringum mig á dans- gólfinu. Þegar ég fer á skemmtistaði sit ég alltaf úti í horni. Ef ég fæ ekki borð úti í horni, fer eg heim. En mér líkar heldur ekki vel að vera einn, sérstaklega ekki, þegar ég er kenndur. Svo ég ákvað að hitta vin minn júlíus Q. jónsson, þeg- ar ég væri búinn að ná í flöskuna. Það liggur í augum uppi, að menn þurfa að vera frumlegir til að heita nafni eins og júlíus Q. JÓnsson. Og júlíus er lí'ka frumlegur. Flestir sögðu hann vera s krítinn. Ég segi að hann sé frumlegur. H ann á heima við Skúlagötuna. Það er. afar frumlegt að eiga heima við Skúla- götuna. Það finnst mér að minnsta kosti. En, sem sagt, ég náði í flöskuna og labbaði mig heim til júlíusar. Hann býr einn í tveggja herbergja íbúð. Foreldrar hans eru reyndar enn á lífi og stórrík, en júlíus vildi heldur búa einn og þar sem foreldrar hans vildu það líka, var allt klappað og klárt. júlíus hafði verið alger plága á heimilinu. Móðir hans var orðin að taugahrúgu. Ég var alveg viss um,að Júlíus væri heima. Hann var það líka. Hann fer næstum aldrei út. Ég hringdi, og júlíus kom fram. Hann var auðsjáanlega glaður að sjá mig. Ég gekk inn í íbúðina. JÚlíus er sennilega mesti bókaormur veraldar. Bæði herbergin hans eru full af bókum. Og þegar ég segi full, þá meina ég full. Það voru ekki aðeins skápar meðfram öllum veggjum, heldur voru líka kassar fullir af bókum á gólf- inu. Ég hef jafnvel séð bækur á klósett- inu. Júlíus færði nokkrar bækur úr bezta hægindastólnum sínum og bauð mér sæti. Ég elska þennan hægindastól. Hann er sá þægilegasti, sem ég hef nokkurn tíma sezt í. Ég sat þarna og horfði á júlíus. Hann spurði mig engra frétta. Hann spyr aldrei frétta. Hann er ekki sú manngerð. Hann veit, að ef ma'ður hefur eitthvað merkilegt að segja, þá segir maður það ótilkvaddur. Ef hann spyr mann um eitt- hvað, þá er það alvej* óviðkomandi ný- liðnum atburðum. Julíus hefur lítinn áhuga á fréttum og talar næstum aldrei um ástandið í heimsmálunum. Samt veit hann alltaf hvað er að gerast. Nei, ef Júlíus spyr einhvers, þá spyr hann kannski um álit manns á einhverri bók, eða hvað maður álíti um kenningar Lao-Tze eða eitthvað svoleiðis. Eða hann biður mann um að lesa nýjustu Ijóð- in sín eða nýjustu söguna. Svona er Júlíus. júlíus hafði tekið við flöskunni af mér og náð í bland. Við blönduðum og drukk- um þögulir. Júlíus hallaði sér aftur á bak í sófan- um og horfði á mig. Svo sagði hann: "Ég hef verið að hugsa um þig upp á síðkastið. Ég hef talsverðar áhyggjur af þér. " Hann þagnaði sem snöggvast. Ég sagði ekkert. Ég vissi að ^þess gerðist ekki þörf. Ég beið bara rólegur eftir framhaldi ræðunnar. "Mér virðist þú vera allt of stefnu- laus í lífinu. Allt þitt líf er bara mark- laust ráf frá einu í annað. Þig vantar eitthvað takmark eða hugsjón. Þú heíur óstabílan karakter. Þú gerir þér ekki fyllilega grein fyrir sjálfum þér ; þú veizt ekki hvað þú elskar, hvað þú hatar, hvað þú fyrirlítur. Þú hefur svo til enga sannfæringu. Ég meina þetta almennt, að sjálfsögðu. Ég veit vel, að þú hefur skoðanir um smáatriðin. En ekki stóru hlutina ; mikilvægu hlutina. Það vantar

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.