Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 2. D E S E M B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
339. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Gáttaþ
efur ko
minn
Mmmm! Laufabrauð!
PIPA
R
\
TBBW
A
•
SÍA
••
9918
811
*Nánar um skilmála á flytjandi.is
Rjómi
allra landsmanna
«DAGLEGTLÍF
DISKURINN ER LAX
OG HREINDÝR JULIOS
«INGVARGEIRSSON
Gamlar og nýjar
plötur á Hverfisgötu
6
LIONEL Messi frá Argentínu er
knattspyrnumaður ársins í heim-
inum 2009, í fyrsta skipti, og Marta
frá Brasilíu er knattspyrnukona
ársins í heiminum 2009, í fjórða
skipti í röð. Þetta var tilkynnt á
stórhátíð FIFA, Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins, í Zürich í Sviss
í gærkvöld. Bæði unnu yfirburða-
sigur í kjörinu. »Íþróttir
Best Marta og Messi með verðlaun
sín í Zürich í gærkvöld.
Messi og Marta þau bestu
í heiminum árið 2009
REYKJAVÍKURBORG greiðir á
einu ári um 430 milljónir fyrir leigu
á Egilshöll og nýju Laugardalshöll-
inni. Leigan á Egilshöll er mun dýr-
ari eða um 265 milljónir á ári en
borgin greiðir ríflega 164 milljónir
í leigu vegna Laugardalshallar.
Kjartan Magnússon, formaður ÍTR,
segir samninginn við Egilshöll slak-
an. Langdýrasti samningurinn af
þessu tagi sé þó vegna Tónlistar- og
ráðstefnuhússins. »8
Borgin greiðir 430 milljónir
í leigu fyrir tvær hallir
SKATTKERFINU var gjörbreytt í
gær þegar Alþingi samþykkti band-
orm um ráðstafanir í skattamálum
og tekjuöflun ríkisins. Helsta breyt-
ingin er sú að virðisaukaskattur
hækkar um áramótin úr 24,5% í
25,5%. Hvergi annars staðar á
byggðu bóli er hlutfallið hærra.
Betra að hækka úr 7%
Fallið var frá hugmynd um að
bæta við einu virðisaukaskattsþrepi
með 14% skatthlutfalli á ýmsar
vörur og á veitingahúsastarfsemi.
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar og
þjónustu, fagnar því að hætt var við
14% þrepið. Hann er hins vegar
þeirrar skoðunar að betra hefði ver-
ið að hækka lægra skattþrepið en
hækka hið hærra. Breytingarnar
leiði til meiri skattheimtu og þar
leiðandi minni ráðstöfunartekna.
Samtökin gjalda varhug við
fjölþrepatekjuskattkerfinu sem
samþykkt var og segja að með því sé
verið að eyðileggja staðgreiðslu-
kerfið. | 6
Skattabandormur
gjörbreytir kerfinu
HÆKKANDI SÓL OG HÆRRI SKATTAR OG GJÖLD
Morgunblaðið/Kristinn
Glætan Það léttir flestum lundina að vita að sólin er tekin að hækka á lofti. Það skyggir þó á gleði margra að með hækkandi sól taka lög um hækkanir
skatta og gjalda gildi. Þau fela meðal annars í sér að bifreiðagjald hækkar um 10% og aukin gjöld leggjast á eldsneyti.
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
og Önnu Sigríði Einarsdóttur
SAMINGURINN um Icesave leyfir
ekki að íslenska ríkið stofni nýjan
innstæðutryggingasjóð á gildistíma
hans, að því er segir í áliti lögmanns-
stofunnar Mishcon de Reya.
Hinn 30. nóvember sl. lagði efna-
hags- og viðskiptaráðherra fram
frumvarp um stofnun nýrrar inn-
stæðudeildar í Tryggingarsjóði inni-
stæðueigenda og fjárfesta. Ekki
náðist í Gylfa Magnússon vegna
málsins, en talsmenn stjórnar-
andstöðunnar segja ljóst að ríkis-
stjórnin verði að draga frumvarpið
til baka ætli hún að standa við Ice-
save-samninginn.
Seint í gærkvöldi voru kynnt í
fjárlaganefnd drög IFS-ráðgjar að
áhættumati vegna Icesave-skuld-
bindinganna. Í drögunum mun m.a.
vera dregið í efa að það sé þjóðinni í
hag að vextir á skuldbindingunum sé
fastir. Endanlegt mat IFS á að
liggja fyrir á Þorláksmessu, en til
stendur að afgreiða Icesave-málið úr
fjárlaganefnd í dag.
Kristján Þór Júlíusson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks, segist túlka
drög IFS á þann hátt að nauðsyn sé
á gríðarlegri aukningu landsfram-
leiðslu og útflutnings til að standa
undir Icesave-skuldbindingum.
Í áliti Mishcon de Reya segir að
Icesave-samningurinn sé hvorki
skýr né sanngjarn og að samkomu-
lagið kunni að verða Íslendingum
ofviða. Leggur stofan til að íslensk
stjórnvöld taki aftur upp viðræður
við ríkisstjórnir Breta og Hollend-
inga.
Nýr sjóður samningsbrot
Bjóða fram ráðgjöf í máli gegn breska ríkinu sem yrði
„vandræðalegt“ fyrir Breta Telja samninginn óskýran
Óskýr og ósanngjarn | 4
Í áliti Mishcon de Reya segir að
málatilbúnaður í máli Kaupþings
á hendur breska ríkinu hafi ekki
verið vandaður. Segist lögmanns-
stofan geta veitt ráðgjöf um hvað
sé góður málatilbúnaður og að
slíkt mál yrði „töluvert áhyggju-
efni og vandræðalegt fyrir bresk
stjórnvöld“. Skilanefnd Kaup-
þings hefur sagt að hún sé sátt
við niðurstöðu málsins enda hafi
ætlunin einungis verið að draga
fram á hvaða grundvelli aðgerðir
breskra stjórnvalda gegn bank-
anum voru byggðar.
Málshöfðun möguleg?
TIL stendur að selja lífeyris-
sjóðum ríkistryggð skuldabréf í
skiptum fyrir evrur, ef samkomu-
lag næst milli Seðlabanka Íslands
og evrópskra yfirvalda. Með því er
verið að skipta út ríkisskuldabréf-
um fyrir aðra slíka pappíra nema
hvað eftir skiptinguna eru skuld-
bindingar í erlendum gjaldeyri.
Takist að selja safnið í skiptum fyr-
ir evrur verða skuldbindingar ríkis-
ins gagnvart innlendum aðilum sem
auðveldar úrlausn mála. »20
Lífeyrissjóðir kaupi ríkis-
skuldabréf fyrir evrur