Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009
Kringlunni • Sími 568 1822
Barnasloppar – Gott
Pelsfóðurskápur
Pelsfóðursjakkar
Eddufelli 2, sími 557 1730
Opið laugard. 10-16
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Opið laugard. 10-17, sunnud. 13-17
www.rita.is
Verð kr. 6.900
Peysa í
jólapakkann
fyrir mömmu og pabba
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Hlý jólagjöf
Áður 19.990
Nú 14.990
Stærðir 38-48
VATTKÁPUR OG ÚLPUR
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Munið
gjafakortin
í extra víddumStígvél
Str. 37-43
vídd 40-52
EKKI SPILLIR VERÐIÐ
20% TÍMABUNDINN AFSLÁTTUR
NÝJA LÍNAN FRÁ
Hvítur 119.900 Stál 159.900
Skápur sem margir hafa beðið eftir, stór
233 ltr. kælir að ofan og góður 54 ltr. frystir.
!"# !"# $ %
Gerð RF-32
&'(') *'
'
+#
#%
," - #%
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Hlý úlpa í jólapakkann
HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr
gildi úrskurð héraðsdóms þar sem
hafnað var kröfu Kaupáss hf. um að
dómkveðja tvo matsmenn til að
meta fjárhagslegt tjón vegna rekst-
urs Krónunnar sem félagið taldi sig
hafa orðið fyrir vegna ólögmætrar
háttsemi verslana Haga hf. Fallist
var á að Kaupþing ætti lögvarinna
hagsmuna að gæta við að fá mat um
ætlað tjón.
Í úrskurði Héraðsdóms Reykja-
víkur kom fram að samkvæmt
ákvörðun Samkeppnisstofnunar
hafi brot Haga einkum falist í svo-
kallaðri skaðlegri undirverðlagn-
ingu mjólkurvara sem Hagi hafi
verið talinn stunda á árunum 2005-
2006. Kaupás taldi sig hafa orðið
fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni
sem hafi m.a. falist í beinum tekju-
missi, viðskiptavild hafi skaðast,
fjárhagslegur styrkleiki hafi ekki
verið sá sami og ella sem gæti leitt
af sér ýmiss konar tjón auk þess
sem Kaupás hafi haft verulegan
kostnað vegna hinnar ólögmætu
háttvísi Haga.
Hæstiréttur féllst á kröfu Kaup-
áss um dómkvaðningu matsmanna
og var Högum gert að greiða
Kaupási 200.000 krónur í kæru-
málskostnað.
Hæstiréttur
fellst á kröfu
Kaupáss
Verðstríð Kaupás hafði betur gegn
Högum í dómi Hæstaréttar.
HÆSTIRÉTTUR hefur þyngt refs-
ingu fyrrverandi fjármálastjóra
Garðabæjar sem varð uppvís að því
að draga sér samtals rúmlega 9,2
milljónir króna úr sjóðum bæjarins
í fimm skipti á sjö mánaða tímabili.
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi
manninn í sex mánaða skilorðs-
bundið fangelsi en Hæstiréttur
þyngdi dóminn í átta mánaða fang-
elsi, þar af sex skilorðsbundna.
Fram kemur í dómnum sem
kveðinn var upp í gær að maðurinn
hafi skýlaust játað brotin.
Í dómi Hæstiréttar segir að í ljósi
þess að brotin hafi verið framin í
opinberu starfi sé átta mánaða
fangelsi hæfileg refsing. Í ljósi þess
að maðurinn hafi ekki áður sætt
refsingu, ekki leynt broti sínu og
endurgreitt það fé sem hann dró
sér séu sex mánuðir skilorðs-
bundnir.
Fangelsisrefsing fyr-
ir fjárdrátt þyngd
STYRKUR svifryks fór yfir heilsu-
verndarmörk á mælistöð Reykjavík-
urborgar við Grensásveg bæði á
laugardag og sunnudag. Samkvæmt
upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur mældist styrkurinn
mest 119 míkrógrömm á rúmmetra
um helgina, en heilsuverndarmörk á
sólarhring eru 50 míkrógrömm á
rúmmetra.
Þar sem Veðurstofan spáir áfram
þurrviðri, kulda og tölvuverðum
vindi má búast við staðbundinni svif-
ryksmengun í borginni næstu daga.
Styrkur svifryks verður um þessar
mundir mestur þar sem ryk þyrlast
upp á helstu umferðargötum og við
opin framkvæmdasvæði. Starfs-
menn Reykjavíkurborgar gerðu í
nótt tilraun með að rykbinda götur
þar sem von er á að svifryk fari yfir
heilsuverndarmörk.
Morgunblaðið/RAX
Búast við að svifryk fari
yfir mörkin næstu daga
Í HNOTSKURN
»Svifryk hefur nú farið 18sinnum yfir heilsuvernd-
armörk á árinu.
»Búast má því við staðbund-inni loftmengun næstu
daga í borginni sökum veð-
urskilyrða.
Svifryk Gerð var tilraun í nótt með
að rykbinda göturnar.
SAMTÖKIN Nýtt Ísland boða til
bílamótmæla í hádeginu í dag. Ætl-
unin er að mótmæla fyrir utan starfs-
stöðvar helstu bílalánafyrirtækja í
landinu á þriðjudögum í vetur.
„Flautað verður stanslaust í 3 mín-
útur fyrir utan hvert þeirra,“ segir í
tilkynningu. Byrja á klukkan tólf við
Íslandsbanka á Kirkjusandi, þvínæst
við höfuðstöðvar SP-fjármögnunar,
og síðan Avant, þá Trygginga-
miðstöðina og svo Lýsingu og Frjálsa
fjárfestingabankann.
Boða bíla-
mótmæli
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
sýknaði í gær 22 ára gamla konu
af ákæru fyrir tilraun til mann-
dráps með því að leggja með hnífi
til fimm ára gamallar stúlku í
Reykjanesbæ í september sl. Kon-
an var talin ósakhæf og er dæmd
til að sæta öryggisgæslu á viðeig-
andi stofnun.
Konan var einnig dæmd til að
greiða litlu stúlkunni 900 þúsund
krónur í bætur. Segir héraðs-
dómur að hending ein hafi ráðið
því að ekki hafi farið verr og
stúlkan hafi verið í lífshættu.
Dómurinn hafnaði bótakröfu
frá ellefu ára systur litlu stúlk-
unnar sem varð vitni að árásinni
og varð í kjölfarið að leita sál-
fræðings vegna andlegra afleið-
inga atburðarins. Taldi dóm-
urinn bótakröfuna vera
órökstudda.
Í dómi héraðsdóms er vitnað í
skýrslu geðlæknis þar sem kem-
ur fram að konan sem árásina
framdi hafi greinst með geðklofa
og geð- og atferlisraskanir af
völdum kannabisefna. Hún hafi
verið ófær um að stjórna gerðum
sínum þegar hún réðst á stúlk-
una. Hann sagði erfitt að sjá fyr-
ir hvort refsing myndi hafa ein-
hverja þýðingu í tilfelli ákærðu
sem hefði sýnt af sér mikla og
vaxandi félagslega einangrun.
Ósakhæf sýknuð af ákæru
um manndrápstilraun