Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 0000 Jólagjöf veiðimannsins www.veidikortid.is 32 vatnasvæði á aðeins kr. 6.000 Fæst hjá N1, veiðivöruverslunum, www.veidikortid.is og víðar  GRÉTAR Anton Jóhann- esson stoðtækja- fræðingur varði nýlega doktors- ritgerð sína; Af- limun neðri út- lima hjá sjúklingum með æðasjúkdóma: Tíðni, umönnun eftir skurðaðgerð og notkun gervifótar með áherslu á aflimun fyrir neðan hné. Vörnin fór fram við bæklunarlækningadeild há- skólasjúkrahússins í Lundi. And- mælandi var Jón Karlsson, prófess- or í beinasérfræði við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg, og í prófnefndinni sátu Anders Sten- ström, prófessor í stoðtækjafræðum frá Lundarháskóla, Jan Apelqvist, dósent við Lundarháskóla, og Hel- ena Brisby, dósent við háskólann í Gautaborg. Á 10 ára tímabili var haldin skrá yfir sjúklinga á heilsugæslusvæði norðausturhluta Skánar í Svíþjóð sem voru aflimaðir ofan við táliða- mót vegna æðasjúkdóma. Ritgerðin skiptist í fjórar greinar. Grétar Anton er fæddur árið 1961. Hann er yngstur af sjö börnum Guð- rúnar Þórhallsdóttur og Jóhann- esar Jónssonar (d. 1987), bæði fyrr- verandi kennarar. Hann tók sveinspróf 1981 í skósmíði hjá Ferd- inand Róberti Eiríkssyni sjúkraskó- smið. Sama ár fluttist hann til Sví- þjóðar í framhaldsnám og útskrifaðist sem löggiltur stoðtækja- fræðingur frá háskólanum í Jönköp- ing árið 1990. Hann er giftur Gitte Johannesson og eiga þau fjögur börn. Grétar Anton er fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi Orto- pedteknik AB ásamt því að starfa að ýmsum verkefnum með Össuri hf. Doktor í bæklunar- fræðum Grétar Anton Jóhannesson  THERESE Kaarbø Flaathen varði dokt- orsritgerð sína, „Water rock int- eraction during CO2 se- questration in basalt“ (Efna- skipti vatns og bergs við kolefn- isbindingu í bas- alti), í jarðefnafræði frá jarðvís- indadeild Háskóla Íslands og Paul Sabatier-háskólans í Toulouse í Frakklandi 3. september síðastlið- inn. Leiðbeinendur í verkefninu voru dr. Sigurður Reynir Gíslason, Jarðvísindastofnun Háskólans, og dr. Eric Oelkers, CNRS í Toulouse í Frakklandi. Umsjónarkennari var dr. Stefán Arnórsson við jarðvís- indadeild Háskóla Íslands. Doktorsverkefnið er sameiginlegt verkefni Háskóla Íslands og Paul Sabatier-háskólans í Toulouse í Frakklandi og er hluti af svokölluðu Carbfix-verkefni. Therese Kaarbø Flaathen fæddist 1980 og ólst upp í Vestfossen í Nor- egi. Foreldrar hennar eru Elisabeth Kaarbø Flaathen and Per Alexand- er Flaathen. Hún lauk stúdentsprófi 1999 og hóf nám í jarðfræði við há- skólann í Tromsø árið 2000. Þar lauk Therese mastersnámi í jarð- efnafræði snemma vors árið 2005. Sama vor varð hún styrkþegi við Norræna eldfjallasetrið við Jarðvís- indastofnun Háskólans. Beindust rannsóknir hennar að efnaskiptum vatns og bergs í nágrenni Heklu. Therese hóf doktorsnám við Há- skóla Íslands haustið 2006. Síðast- liðin tvö ár hefur hún unnið að dokt- orsverkefni sínu við Paul Sabatier-háskólann í Toulouse í Frakklandi. Doktor í jarð- efnafræði Therese K. Flaathen Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „ALLIR eru komnir í jólaskap, en þetta mál er búið að plaga okkur í mörg ár og standa í vegi fyrir upp- byggingu hér í Þorlákshöfn,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, en hafist var handa við það í gær að flytja lyktareyðandi búnað að skreiðarverkunarverksmiðju Lýsis í Þorlákshöfn. Um er að ræða tvo stóra tanka sem hafa verið í smíðum hjá vélsmiðju Héðins í Hafnarfirði, sem hefur sérhæft sig í lykteyðandi lausnum fyrir fráveitur sveitarfélaga. Uppsetning búnaðarins mun taka nokkrar vikur en að því loknu ættu Þorlákshafnarbúar að vera lausir við „peningalyktina“ sem lagt hefur yfir bæinn frá skreiðarverkuninni, íbú- um til mikils ama. Hefur það að auki tekið nokkurn tíma að fá leyfi til að setja búnaðinn upp. Ólafur Áki segir það merkilegt hvað kerfið; þ.e. heilbrigðisnefndin, Umhverfisstofnun og umhverfis- ráðuneytið, hafi algjörlega brugðist íbúum í Þorlákshöfn í þeirri kröfu sinni um viðunandi úrbætur sem minnkuðu eða kæmust í veg fyrir lyktarmengun frá Lýsi. „Vonandi eru þær úrbætur, sem fyrirtækið er að fara í, þáttur í því að komast hjá lyktarmengun frá hausa- þurrkuninni, þó svo að við vitum að búnaðurinn frá Héðni er aðeins einn þáttur í því ferli. Þar spilar einnig inn í umgengni um hráefnið og fleiri mannlegir þættir,“ segir Ólafur Áki. Lykteyðingarbúnaðurinn byggir á umhverfisvænu íslensku hugviti, sem Kjartan Örn Ólafsson, svæðis- stjóri Lýsis í Þorlákshöfn, á heiður- inn af ásamt starfsmönnum Héðins. Til þessa hefur verið reynt að hafa taumhald á lyktinni frá skreiðar- verkuninni með því að dæla ósoni, sem unnið er úr andrúmsloftinu með rafgreiningu, inn í hráefnisklefana. Með þessari nýju lausn er útblástur- inn frá verksmiðjunni leiddur í gegnum tvo stóra tanka þar sem 70 úðarar dæla vatnsblönduðu ósoni yf- ir „fnykinn“, auk þess sem hann fer í gegnum sérstakar síur. Loftið sem kemur út að lokum er talið al- gjörlega lyktarlaust. Þorlákshafnarbúar losna við peningalyktina frá Lýsi Lyktareyðandi búnaður frá Héðni loksins settur upp við skreiðarverkun Lýsis Ljósmynd/Ólafur Hauksson Lyktareyðir Starfsmenn Héðins unnu að því hörðum höndum að undirbúa tankana til flutnings og mála þá. Hér mundar Eyjólfur Guðmundsson rúlluna á tankana tvo sem settir verða upp við verksmiðju Lýsis í Þorlákshöfn. SÖLUSKRÁ Stangaveiðifélags Reykjavíkur var dreift til félagsmanna í gær, en þeir eru tæplega 4.000 talsins. SVFR er stærsta veiðifélag lands- ins. Framboð stangardaga stendur nánast í stað milli ára eftir umtalsverða aukningu milli áranna 2005 til 2008. Guðmundur Stefán Maríasson, formaður fé- lagsins, segir marga fundi hafa verið haldna með veiðiréttarhöfum á síðustu mánuðum og verð á veiðileyfum standi að mestu í stað milli ára. „Eins og staðan hefur verið gerum við ekki ráð fyrir að menn bæti mikið við sig í veiðileyfa- kaupum. Eins og annað leitar þetta jafnvægis en það er spurning hve langan tíma það tekur,“ segir hann. „Geysilega mikil vinna hefur verið lögð í vinnu með veiðiréttarhöfum, til að halda verði veiðileyfa óbreyttu. Helst að fá lækkun eða hafa óhjákvæmi- legar hækkanir sem minnstar. Flest svæði eru með óbreytt verð. Með samn- ingum í haust náðum við að lækka nokkur svæði, það eru Straumar, Hróarslækur, Stóra-Laxá, urr- iðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit, Hörðu- dalsá og Efri-Haukadalsá.“ Veiðileyfi í fimm ám hækka: Andakílsá, Krossá, Gljúfurá, tveimur svæðum í Soginu og Baugsta- ðaósi. „Í öllum þessum tilvikum vorum við með samning og náðum ekki fram óbreyttu verði,“ seg- ir Guðmundur Stefán. Hann bætir við að síðan 2007 hafi í raun verið um 30% raunlækkun á veiði- leyfum, miðað við verðlagsþróun. Tvö ný veiðisvæði hafa bæst á lista SVFR, Laxá í Dölum og Mýrarkvísl í Reykjahverfi, sem er í umboðssölu. Svæði sem félagið selur ekki lengur leyfi á eru austurbaki Hólsár, Þverá í Fljótshlíð, Litlá, Tunguá, Grenlækur II og Svalbarðsá. Á aðalfundi á dögunum kom fram að SVFR tap- aði 48 milljónum króna í fyrra. efi@mbl.is Verð veiðileyfa hjá Stangaveiði- félaginu að mestu óbreytt Morgunblaðið/Einar Falur Ber vel í veiði? Nú er að sjá til hvernig veiðin verður á næsta ári en verðskráin er komin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.