Morgunblaðið - 22.12.2009, Page 24
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Margir karlar á mínumaldri eyða miklumpeningum í veiði-mennsku, hvort sem
þeir eru að veiða hreindýr, laxa
eða gæsir. Ég stunda ekki slíkt
sport og réttlæti þannig fyrir sjálf-
um mér og öðrum þau peningaútlát
sem fylgja því að gefa sjálfur út
minn eigin geisladisk. Lögin á
þessum diski eru því í vissum
skilningi mín hreindýr, laxar og
gæsir,“ segir Júlíus Hjörleifsson
sem nýverið sendi frá sér Auka-
nætur, geisladisk með frumsaminni
tónlist og textum.
„Lögin á þessum diski hafa orðið
til á undanförnum þrjátíu árum.
Ég er búinn að safna í sarpinn og
þegar kom að því velja úr þessu
öllu saman vildi ég hafa lögin sem
ólíkust. Elsta lagið samdi ég þegar
ég var tuttugu og eins árs en nýj-
asta lagið samdi ég í sumar,“ segir
Júlíus sem hefur áður gefið út
disk, Spilduljónið, fyrir rúmum
tuttugu árum, en tvö lög af honum
er að finna á nýja diskinum.
Nam tónlist hjá
gömlum rokkhundi
„Eftir að ég gaf út Spilduljónið
lagði ég tónlist á hilluna í fimm-
tán ár. Í millitíðinni kom ég víða
við og menntaði mig. Þegar
ég var að nálgast fimmtugt
komst ég að því að mér
fannst skipta máli að halda
áfram að læra eitthvað, bæta
við mig og skapa. Svo ég
skellti mér í gítarnám hjá
Þresti Þorbjörnssyni, þeim
gamla rokkhundi. Hjá honum lærði
ég í þrjú ár og það varð til þess að
ég fór að semja aftur. Það hrein-
lega flæddi fram fullt af efni og nú
hef ég kunnáttu til að semja sjálfur
öll intró og frasa. Í hvert sinn sem
ég hef lokið við að
semja lag held ég að það sé alveg
búið í æðinni en svo fæðist alltaf
eitthvað nýtt. En ég þvinga aldrei
fram lag, það kemur bara þegar
það kemur. Fyrri partur nætur
hefur reynst mér bestur til að
semja lög og mörg laganna hafa
einmitt orðið til á þeim tíma.“
Julio fyrir
erlenda ferðamenn
Athygli vekur að á umslagi
disksins er nafnið hans Júlíusar
á spænsku. „Það kemur til af
því að ég er alltaf kallaður Ju-
lio af Spánverjunum sem ég
vinn við að leiðsegja á sumrin
og þetta er orðið mitt annað
skírnarnafn. Textinn við lög-
in er líka bæði á spænsku og
ensku, enda stíla ég þetta
ekki síður inn á útlendinga en
Íslendinga. Spænskra áhrifa
gætir líka í lögunum, eitt
lagið er í bossanóvatakti og
viðlagið er sungið á
spænsku og annað lag er í
svokölluðum latínótakti. Jök-
ull, sonur minn, samdi lokalagið á
diskinum, en hann kom með það til
mín og sagðist hafa samið spænskt
lag og bað mig að semja spænskan
texta við það, sem ég og gerði.“
Jökull spilar á gítar og er með-
limur í hljómsveitinni Sankt Peter
the Leader. Auðvitað varð pabbi
hans fyrstur til að kenna honum
fyrstu gítargripin og kynnti hann
fyrir tónlist eins og Bítlunum,
Kinks, Procol Harum og Hend-
riks.
Íþróttagarpur úr sveitinni
Hestar og hundar eru meðal
þess fjölmarga sem bregður fyrir
í textum Júlíusar, enda er hann
fæddur og uppalinn í Borgarfirð-
inum. „Ég ólst upp á Tungufelli í
Lundarreykjadal, pabbi var mikill
hestamaður og frá hans ræktun
er komin hin fræga ættmóðir,
hryssan Fjöður. En hann var líka
mikill íþróttagarpur og leikari.
Íþróttaáhugann og leiklistarbakt-
eríuna fékk ég sjálfsagt frá hon-
um, en ég flutti til Reykjavíkur
þegar ég er enn á unglingsaldri,
fyrst og fremst vegna þess að ég
lagði svo mikla áherslu á íþróttir,“
segir Júlíus sem var kominn í
landsliðið í frjálsum íþróttum að-
ein átján ára gamall. Hann fór til
Svíþjóðar átján ára, til að æfa
frjálsar.
Kynntist gamla
Spáni Frankós
„Ég var í tvo mánuði í sænskum
æfingabúðum á Spáni árið 1975 og
það var mjög athyglisverður tími,
enda var Frankó ennþá lifandi.
Þarna kynntist ég gamla Spáni og
til dæmis gengu asnar lausir um
götur þorpsins þar sem við héldum
til. Með mér í æfingabúðunum
voru menn sem voru heimsfrægir
eins og Kjell Isaksson stang-
arstökkvari og eftirminnilegt er
þegar við fórum saman á grímu-
dansleik þar sem Kjell datt ræki-
lega í það. Ég heillaðist vissulega
af Spáni. Þetta var eins og ganga í
björg og pabbi sagði að ég hefði
aldrei orðið samur maður eftir að
hafa verið þar, í jákvæðri merk-
ingu þess orðs.“
Lék í myndum
Hrafns Gunnlaugssonar
Kominn heim aftur til Íslands
um tvítugt ákvað Júlíus að hætta í
sportinu, skellti sér í Leiklist-
arskólann og útskrifaðist þaðan
1981. „Leiklistin átti í raun ekki
sérlega vel við mig en ég var við-
loðandi hana í nokkur ár og lék
meðal annars í tveimur myndum
Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn
flýgur og Okkar á milli í hita og
þunga dagsins. Ég kynntist
skemmtilegu fólki í gegnum leik-
listina og Örn Arnarson syngur til
dæmis í einu lagi á diskinum mín-
um. Ég var í mjög músíkölskum
bekk í leiklistarskólanum og þar
byrjaði ég fyrst að gutla á gítar.
Við Jóhann Sigurðarson fórum að
semja saman og syngja og í fram-
haldinu gaf ég einmitt út fyrri plöt-
una mína.“
Júlíus tók árin á milli þrítugs og
fertugs til að mennta sig, en þá tók
hann sér hlé frá tónlistinni eins og
áður segir.
„Ég fór í öldungadeildina í
Hamrahlíðinni og tók stúdentspróf
á gamals aldri, skellti mér svo í
spænsku í háskólanum en ég hafði
verið á Spáni í tvö ár að læra hana
áður. Ég tók líka uppeldis- og
kennslufræðina. Frá því ég lauk
þessu öllu saman hef ég unnið sem
leiðsögumaður á sumrin með Spán-
verja sem hingað koma og ég
kenni spænsku á veturna hjá
Námsflokkum Hafnarfjarðar,“ seg-
ir Júlíus sem ætlar að halda
ótrauður áfram að semja tónlist.
Áfram veginn Júlíusi finnst áríðandi að læra eitthvað nýtt og halda áfram að skapa.
Aukanætur fást í ýmsum versl-
unum á höfuðborgarsvæðinu en
einnig í Knapanum og Landnáms-
setrinu í Borgarnesi.
Eins er hægt að panta diskinn á
julio@simnet.is
Hann hefur komið víða
við, verið í landsliðinu í
frjálsum íþróttum, leikið
í kvikmyndum, kennt og
leiðsagt og búið á Spáni.
Júlíus, eða Julio, gaf ný-
lega út geisladiskinn
Aukanætur.
Þetta eru mínir laxar og hreindýr
Morgunblaðið/Heiddi
Músíkalskir feðgar
Júlíus og Jökull, sonur
hans, saman á göngu
með gítarana sína.
24 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009
Meðan fréttir berast af erfiðri stöðu sveitarfé-
laga er í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar
fyrir árið 2010 gert ráð fyrir að A-hluti sveit-
arsjóðs skili afgangi upp á rúmar 132 millj-
ónir. Þó er gert ráð fyrir að útsvarstekjur
verði tæplega 10% minni en á yfirstandandi
ári.
Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar Vest-
mannaeyja á fimmtudaginn þar sem fjárhags-
áætlunin var samþykkt. Þegar búið er að taka
tillit til rekstrar B-hlutastofnana er gert ráð
fyrir að samanlagður afgangur verði upp á
rúmar 14 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að
heildarveltufé frá rekstri verði tæp 441 milljón
hjá samstæðunni. Í ár voru rúmlega 740 millj-
ónir greiddar inn á höfuðstól lána og lækka af-
borganir langtímalána verulega. Lán aðalsjóðs
Vestmannaeyjabæjar hafa verið greidd niður
um tæpar 2.200 milljónir á þremur árum og
eru heildarskuldir án lífeyrisskuldbindinga og
skuldbindinga við Fasteign hf. rúmlega 1,3
milljarðar eða innan við 33 þúsund krónur á
íbúa.
Í árslok 2009 eru langtímaskuldir við lána-
stofnanir um 720 milljónir en gert er ráð fyrir
að þær verði komnar niður í 686 milljónir í
árslok 2010. Fjárfest verður fyrir 889 milljónir
og ekki er gert ráð fyrir nýjum langtímalánum
heldur verða fjárfestingarnar alfarið fjár-
magnaðar með veltufé frá rekstri og hand-
bæru eigin fé sveitarfélagins. Gert er ráð fyrir
að handbært fé í árslok, að afloknum fram-
kvæmdum, verði rúmir 3,5 milljarðar.
Nú hillir undir að byrjað verði á byggingu fjöl-
nota íþróttahúss en það á að hýsa hálfan
knattspyrnuvöll með gervigrasi af fullkomn-
ustu gerð. Áætlað er að húsið rísi á tíu mán-
uðum og verði tilbúið í ágúst á næsta ári.
Hitaveita Suðurnesja lét í haust bora hundrað
metra djúpa tilraunaholu við Kyndistöðina í
Eyjum til að rannsaka jarðlög og þéttleika
bergs í þeim tilgangi að kanna hversu miklum
sjó er hægt að dæla þar upp. Þetta er gert í
tengslum við varmadæluverkefni þar sem
rannsóknin beinist að því hvort hægt sé að
nota sjóvarmadælu til að hita upp vatn hita-
veitunnar. Rannsóknarvinnan er á frumstigi.
Mikið hefur verið í boði á listasviðinu í Eyjum
undanfarnar vikur og á aðventunni hefur hver
viðburðurinn rekið annan. Lúðrasveit Vest-
mannaeyja hélt sína árlegu styrktarmeðlima-
tónleika í haust sem voru um leið afmælistón-
leikar en sveitin lauk 70 ára afmælisári sínu
með þessum tónleikum. Eyjamenn og aðrir
gestir fjölmenntu á tónleikana og skemmtu
sér hið besta.
Frostrósir héldu sína fyrstu tónleika fyrir
þessi jól í Höllinni í Vestmannaeyjum og var
ekkert til sparað, fimm af okkar bestu söngv-
urum mættu með hljómsveit, strengjasveit og
stúlknakór. Í allt tæplega 30 manna hópur
með tæknifólki. Eyjamenn brugðust ekki,
fylltu Höllina og linntu ekki látum fyrr en
listafólkið hafði verið klappað þrisvar upp.
Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði er boðið
upp Eyjakvöld á Kaffi Kró og hefur verið fullt
út úr dyrum í öll skipti og mikil stemning. Þar
eru Eyjalögin í öndvegi og allir taka undir í
lögunum þeirra Oddgeirs, Ása í Bæ, Árna úr
Eyjum og fleiri.
Vel á þriðja hundrað mættu í Höllina og áttu
notalega stund þar sem voru mætt Helga
Möller sem naut aðstoðar hljómsveitar Eyja-
manna, Páll Óskar og Diddú ásamt Moniku á
hörpuna og strengjakvartett. Þarna var frá-
bært listafólk á ferð og stúlkurnar í Litlu læri-
sveinunum undir stjórn Védísar Guðmunds-
dóttur settu skemmtilegan svip á tónleikana.
Síðustu tónleikarnir sem Eyjamönnum er
boðið upp á á aðventunni eru jólatónleikar
Kórs Landakirkju sem hafa verið árlegur við-
burður frá árinu 1978. Skemmtilegir tónleikar
og kórinn hefur sjaldan eða aldrei verið öfl-
ugri. Einsöngvararnir, Garðar Thór Cortes og
Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, stóðu fyrir sínu
og það sama gerðu Guðmundur H. Guðjónsson
á orgelið og Védís dóttir hans á þverflautuna.
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Eyjar Sungið við kertaljós í Landakirkju.
VESTMANNAEYJAR
Ómar Garðarsson fréttaritari