Morgunblaðið - 22.12.2009, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
MargeirPét-ursson,
helsti for-
ráðamaður MP
banka, ritar at-
hyglisverða
grein í Fréttablaðið í gær.
Þar viðrar hann viðhorf
varðandi tilurð nýju við-
skiptabankanna þriggja,
þ.e. þeirra sem reistir voru
á rústum hinna föllnu.
Svipar þeim til sjónarmiða
sem fram komu í Reykja-
víkurbréfi fyrir fáeinum
vikum. Margeir Pétursson
segir í grein sinni að eign-
arhald tveggja af þremur
nýju bönkunum samræmist
ekki lögum um fjármála-
fyrirtæki þar sem eigendur
þeirra séu þrotabú. Síðan
segir: „Mér er ekki kunn-
ugt um nokkurt land þar
sem þrotabúum er heimilt
að fara með virkan eign-
arhlut í fjármálafyrirtæki.
Það mál verður vænt-
anlega einnig leyst með
kennitöluskiptum. Ímynd-
arsérfræðingar nýju bank-
anna túlka þetta sem eign-
arhald erlendra aðila og
stuðningsyfirlýsingu þeirra
við bankana, þótt „eigend-
urnir“ virðist að stórum
hluta hrægamma- og vog-
unarsjóðir í leit að skjót-
fengnum gróða. Það hlýtur
svo að vera að lagaflækju-
og ímyndarmenn föllnu
bankanna hafi haldið stöð-
um sínum. Það er mjög
slæmt ef sá stjórnmála-
maður er farinn að trúa
þeim, sem áður var í for-
ystu efasemdarmanna. Þá
er Bleik brugðið.“
Ráðherrann, sem Mar-
geir Pétursson vísar til er
Steingrímur J. Sigfússon,
sem hafði talað um að þrír
heilbrigðir bankar væru nú
framkomnir. Þetta sárnar
forsvarsmanni fjórða bank-
ans, þess eina í þessum
hópi, sem ekki hefur kost-
að skattborgarana neitt.
Sárindi hans eru skiljanleg
og röksemdirnar sem vitn-
að er til hafa ekki fengið
þá málefnalegu skoðun
sem staðan þó hrópar á.
Stjórnun og eignarhald
tveggja bankanna af þrem-
ur er í skötulíki svo ekki
sé kveðið fastara að orði.
Ekki er vitað með vissu
hverjir eigendur þeirra eru
eða verða, og hvað fyrir
þeim vakir með eign-
arhaldi á þess-
um bönkum.
Ábendingar
Margeirs og þær
sem áður höfðu
komið fram hér í
blaðinu eru um
það sem beinast virðist
liggja við. Eigendurnir
„virðast að stórum hluta
hrægamma- og vogunar-
sjóðir í leit að skjótfengn-
um gróða“. Er það virki-
lega svo að enginn í þeirri
vinstristjórn, sem nú er
við völd, hefur hinar
minnstu áhyggjur af því?
Menn hafa notfært sér
að í umræðunni sem orðið
hefur eftir hrun bankanna
eiga menn auðveldan leik.
Fullyrðingaflaumurinn er
slíkur að ekki sér út úr
augum. Við þær aðstæður
treysta menn því að stað-
reyndir séu eingöngu í
hlutverki ómerkustu auka-
leikara. Því er þannig blá-
kalt haldið fram að það að
færa íslenska bankaskipan
í sama horf og gengur og
gerist á Vesturlöndum eigi
í raun sök á því hvernig
fór. Einkavæðing bank-
anna var opið gegnsætt
ferli. Þar sátu allir við
sama borð og allir vissu
hverjir eignuðust bankana.
Og ekki varð annað séð en
að fáeinum árum síðar
væru þeir aðilar vinsæl-
ustu menn landsins og
helstu viðhlæjendur þeirra
hinir sömu og nú þykjast
hafa séð allt fyrir en þögðu
þá þunnu hljóði af enn
óupplýstum ástæðum. En
ef sú einkavæðing endaði
illa, hvernig halda menn að
sú sem nú hefur verið
stofnað til fari? Nú veit
enginn annað en að „hræ-
gömmum“ hafi verið fengið
forræði banka, sem hafa
íslenskt atvinnulíf í hendi
sér og eru með innistæðu-
eigendur sem ríkið segist
munu ábyrgjast. Eftir Ice-
save hefur ríkið ekki styrk
til að gefa út slíkar ótak-
markaðar ábyrgðaryfirlýs-
ingar. Og forræði bank-
anna er á hendi þrotabúa,
sem að lögum hafa ekki
rétt á að fara þar með
virkan eignarhlut, svo
vitnað sé í orð Margeirs
Péturssonar. Ekki hefur
þess orðið vart að þjóð-
þingið hafi tekið þessa
aumu afstöðu til nokkurrar
umræðu.
„Hrægammar“ og
þrotabú fara þvert
á lög með forræði
tveggja nýju
bankanna.}
Staða nýju bankanna
verður að skýrast
S
ólin er tekin að hækka á lofti. Stysti
dagur ársins er að baki sem er
vel því vetrarmyrkrið hefur sjald-
an verið eins dimmt og í snjóleysinu
undanfarið. Það hefur líka verið
óvenjudimmt yfir þjóðinni síðustu vikur og
mánuði enda hefur svartagallsrausið í sam-
félaginu sjaldan verið jafn yfirþyrmandi.
Rökkrið hefur þann ókost að menn eiga það
til að tapa áttum og þegar myrkrið verður
alltumlykjandi verður skynsamasta fólk vart
við hræðilegustu óvætti í hverjum stokk og
stein. Eða eins og vinkona mín sagði við mig
á dögunum: „Það versta gerist yfirleitt í
hausnum á manni.“
Ég ætla þó ekki að halda því fram að
áhyggjur landans af framtíð sinni séu
ástæðulausar eða að erfiðleikar hans séu ímyndun ein
– síður en svo. Vissulega takast Íslendingar þessa dag-
ana á við mjög svo raunveruleg vandamál. En það er
ekki laust við að framtíðarsýnin, sem misvitrir stjórn-
málamenn keppast við að mála til hægri og vinstri, sé
lituð af myrkrinu sem þeir virðast vera týndir í. Þetta
er hvergi eins skýrt og í umræðum um Icesave-
samkomulagið sem hafa verið allt of fyrirferðarmiklar
allt þetta árið. Hvort heldur þeir vilja samþykkja eða
hafna því virðast þeir allir telja að dómsdagur sé í
nánd, verði leið þeirra ekki farin, og á það ekki síst við
um stjórnarandstöðuna sem spáir hinu versta verði
Icesave-samningarnir að veruleika.
Það kann ekki góðri lukku að stýra að
treysta á menn til leiðsagnar sem sjá ekki
út úr augunum fyrir náttblindu og eru jafn
týndir og margir stjórnmálamanna okkar virðast
vera. Þess vegna vona ég að þeir fari bráðum
að finna sjálfa sig – það væri ágætis byrjun,
sérstaklega ef þeir í framhaldinu gætu
kannski fundið einhverja ljóstíru til að leiða
okkur út úr ógöngunum.
Ég held reyndar að þjóðin sjálf sé komin
langt með að finna sig að nýju. Vissulega
var hún týnd, en þær villur urðu löngu fyrir
bankahrunið margumrædda, eða þegar
sjálfsmynd hennar hvarf í alþjóðavæðing-
unni og tengslin við rætur okkar sem Ís-
lendinga rofnuðu á einhvern undarlegan
hátt.
Einmitt þessar rætur urðu okkur hvað mest virði
þegar við misstum fótanna sem endurspeglast meðal
annars í því að við fórum að prjóna lopapeysur í gríð
og erg og leituðum á ný í fjölskyldusamfélagið. Ég hef
líka á tilfinningunni að við séum orðin flinkari í að
huga að náunganum, að við séum duglegri við að að-
stoða hvert annað þegar þörf er á. Og kannski erum
við líka orðin leiknari í að þiggja slíka aðstoð.
Með því að dusta rykið af gömlu gildunum held ég
að við séum í óða önn að finna rætur okkar að nýju.
Og ef við finnum okkur aftur sem þjóð getur fram-
tíðin ekki verið annað en björt – við þurfum bara að
sjá út úr myrkrinu. ben@mbl.is
Bergþóra Njála
Guðmundsdóttir
Pistill
Bjartara framundan
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
E
nn á ný skapaðist stór-
hætta á götum höfuð-
borgarsvæðisins þegar
karlmaður flúði á stoln-
um jeppa undan lög-
reglu á sunnudag. Náðist að stöðva
manninn áður en vegfarendur hlutu
skaða af – tveir lögreglumenn hlutu
þó minniháttar meiðsli – og munaði í
þetta skipti afar litlu. Maðurinn var í
gær úrskurðaður í vikulangt gæslu-
varðhald með þeim rökum að af hon-
um stafaði almannahætta.
Lögregla heldur ekki tölfræði yfir
það hversu oft hún þarf að veita öku-
mönnum eftirför og því engar áreið-
anlegar tölur til. Kristján Ó. Guðna-
son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá
lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir
þó af og frá að hægt sé að tala um
fjölgun slíkra mála og eins að málin
hafi ekki vaxið að umfangi. Hann seg-
ir að á fyrri hluta ársins 2007 hafi það
ítrekað gerst að lögregla þurfti að
elta uppi ökuníðinga og endaði m.a.
ein slík eftirför með alvarlegu slysi.
Heldur dró úr ofsaakstri og eftir at-
vikum eftirförum á árinu 2008 og í ár
hafi verið fremur lítið um slík mál.
Gengu yfir andartaki áður
Þó svo að Kristján segi slíkum mál-
um hafa fækkað koma allmörg upp í
hugann á þessu ári, og dæmi um
nokkur þeirra eru hér til hliðar. Fleiri
má þó tína til. Mildi er að vegfar-
endur hafi ekki slasast í eitthvert
þeirra skipta á árinu sem ökumenn
sýndu af sér svo vítavert gáleysi sem
ofsaakstur innanbæjar er.
Í máli mannsins sem sætir varð-
haldi vegna atburðanna á sunnudag-
inn má tala um ótrúlega mildi. Að
sögn sjónarvotts mátti litlu muna
þegar maðurinn ók á ofsahraða um
Hlíðardalsveg í Kópavogi. Sjón-
arvotturinn greindi blaðamanni frá
því að um mínútu áður en maðurinn
ók stolna jeppanum um, hafi þrjár
ungar stúlkur með hund í bandi
gengið um gangbraut sem liggur yfir
götuna. Sírenur lögreglubílanna hafi
á sama tíma ómað.
Tíu bílar skemmdir á árinu
Á sunnudag reyndu lögreglumenn
að stöðva manninn með því að aka ut-
an í jeppann og tókst það að endingu.
Skemmdir urðu á þremur lög-
reglubílum og þar af er einn óökufær.
Hann hefur verið tekinn úr umferð á
meðan viðgerð stendur yfir.
Í hvert skipti sem lögregla veitir
eftirför eru allmargir lögreglubílar
notaðir, þótt það ráðist fyrst og
fremst af því hversu lengi eftirförin
stendur.
Agnar Hannesson, sem er yfir
rekstri lögreglubifreiða ríkislög-
reglustjóra, segir að það sem af sé ári
hafi tíu bílar verið teknir úr umferð
vegna skemmda sem rekja megi til
eftirfara. Þó svo að það sé í meira lagi
bendir Agnar á að almennum tjónum
á lögreglubílum hafi fækkað um
helming frá fyrra ári. Það megi fyrst
og fremst rekja til forgangsnám-
skeiðs sem haldið hafi verið fyrir
flesta lögreglumenn. Auk þess fari
öflugur starfshópur á vegum ríkislög-
reglustjóra yfir þau tjón sem verði.
Eftirför lögreglu
Lögregla kemur auga
á bílinn í Hjallahrauni
Fer beint yfir Fjarðar-
hraun og niður litla gras-
brekku yfir á Bæjarhraun
Ekur á öfugum
vegarhelmingi
nokkur hundruð
metra
Fer inn í bílastæðahús, ekur
á bíl þar og út strax aftur
Ekur á bíl í
hringtorginu
Lögregla ekur utan í
bílinn á Hlíðardalsvegi
Bíllinn er
stöðvaður
R
e
y
k
ja
n
e
s
B
R
a
u
t
F íFuHvammsveguR
s
m
á
R
a
H
va
m
m
sv
.
H
a
Fn
a
R
Fj
a
R
ð
a
Rv
eg
u
R aRnaRnesveguR
víFilsstaðaveguR
Sjaldnar þurft að elta
uppi ökumenn í ár
Lögregla höfuðborgarsvæðisins
þurfti frá föstudegi til sunnu-
dags að veita tveimur ökumönn-
um eftirför. Tilvikin eru orðin all-
mörg það sem af er ári en þeim
hefur þó fækkað.
ANNASAMT ÁR
Í EFTIRFÖRUM?
Í mars sl. hóf lögregla
eftirför vegna háska-
legs aksturs manns á
jeppa. Eftirförin hófst
sunnan Hafnarfjarðar
og ók maðurinn þrisvar utan í lög-
reglubíla. Ökumaðurinn missti
stjórn á jeppanum og lenti á brúar-
stólpa Breiðholtsbrúar.
Stórkostleg hætta
skapaðist snemma í
apríl þegar ökumaður
á þrítugsaldri sinnti
ekki stöðvunarmerkj-
um lögreglu á Bústaðavegi. Fimm-
tán mínútna eftirför sem í voru not-
aðir sex til átta lögreglubílar lauk á
Víkurvegi í Grafarvogi þegar bíll-
inn var þvingaður af götunni.
Ökuníðingur stal bif-
reið á bensínstöð dag
einn í júlí og sást til
hennar í Breiðholti.
Maðurinn flúði á ofsa-
hraða undan lögreglu sem var á sex
bílum og mótorhjólum og lauk eft-
irförinni í Hvalfirði, við afleggj-
arann inn í Svínadal.