Morgunblaðið - 22.12.2009, Síða 32

Morgunblaðið - 22.12.2009, Síða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 ✝ Friðjón Þórð-arson, fyrrver- andi ráðherra og sýslumaður, fæddist á Breiðabólsstað á Fellsströnd 5. febrúar 1923. Hann lést á Landakoti 14. desem- ber 2009, 86 ára að aldri. Friðjón var son- ur hjónanna Stein- unnar Þorgilsdóttur kennara, f. 1892, d. 1984, og Þórðar Kristjánssonar hrepp- stjóra, f. 1890, d. 1967. Systkini Friðjóns eru Ingi- björg Halldóra, f. 1919, d. 1936, Guðbjörg Helga, f. 1920, d. 2007, Sigurbjörg Jóhanna, f. 1924, Sturla, f. 1925, og Halldór, f. 1938. Friðjón kvæntist 28. október 1950 Kristínu Sigurðardóttur húsmóður, f. 30. desember 1928, d. 19. maí 1989. Foreldrar hennar voru Guðrún Bárðardóttir, f. 1894, d. 1962, og Sigurður Lýðsson, f. 1893, d. 1956. Friðjón og Kristín eignuðust fimm börn: 1) Sigurður Rúnar mjólk- urbústjóri á Akureyri, f. 1950, maki Guðborg Tryggvadóttir húsmóðir. 2) Þórður forstjóri Kauphall- arinnar, f. 1952, maki I Þrúður Guð- rún Haraldsdóttir, maki II Ragn- heiður Dögg Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri Trygginga- miðstöðvarinnar. 3) Helgi Þorgils myndlistarmaður og kennari, f. 1953, maki Margrét Lísa Stein- grímsdóttir forstöðukona. 4) Lýður Árni fjárfestir og framkvæmda- stjóri, f. 1956, maki I Ásta Péturs- dóttir, maki II Renate Mikukste lög- fræðingur. 5) Steinunn Kristín flugfreyja og húsmóðir, f. 1960, maki Árni Mathiesen dýralæknir og kirkjumálaráðherra 1980 og gegndi embættinu, ásamt því að vera sam- starfsráðherra um norræn málefni, til 1983. Friðjón gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í héraði og á landsvísu. Hann var stjórn- arformaður Sparisjóðs Dalasýslu, sat í bankaráði Búnaðarbanka Ís- lands í samfleytt þrjátíu og þrjú ár, 1960-1993, formaður 1969-1972. Þá sat hann í stjórn Brunabótafélags Íslands og síðar Vátryggingafélags Íslands og í stjórn Sementsverk- smiðju ríkisins. Einnig sat hann í hreppsnefnd Stykkishólmshrepps 1966-1970. Heimabyggð Friðjóns og kjördæmi hans voru ávallt hans hjartans mál. Þar hóf hann feril sinn og þar lauk honum. Naut hann þar vinsælda sinna, bæði í héraði og á landsvísu, en þjóðþekktur varð hann með kvartettinum Leik- bræðrum á sjötta áratug síðustu aldar og í framhaldi af þátttöku sinni í stjórnmálum. Eftir að hann lét af opinberum störfum sneri hann sér af miklum krafti að heima- byggð sinni og skilaði miklu verki. Til marks um það má nefna for- mennsku í Breiðafjarðarnefnd og Eiríksstaðanefnd og menningar- starfsemi og ritstörf í tengslum við þessi verkefni og fleiri sem miðuðu að því að efla hag sýslunga sinna og Vestlendinga allra. Þá gaf hann um árabil út héraðsblöðin Snæfell og Dalamót. Hann átti sæti í stjórn Hollvinasamtaka Dalamanna og var gerður heiðursborgari Dalabyggð- ar árið 2006. Undir það síðasta beindi hann kröftum sínum að safni um Leif Eiríksson og um Sturlu sagnaritara Þórðarson. Dró hann hvergi af sér þótt aldurinn færðist yfir. Útför Friðjóns fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, þriðjudaginn 22. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar fyrrverandi ráðherra. Seinni kona Frið- jóns er Guðlaug Guð- mundsdóttir hús- móðir, f. 1936. Foreldrar hennar voru Ingunn Sigríður Tómasdóttir, f. 1899, d. 1983 og Guð- mundur Halldór Þor- láksson, f. 1887, d. 1958. Friðjón lauk stúd- entsprófi frá MR 1941 og lögfræðiprófi frá HÍ 1947. Að loknu lagaprófi varð hann fulltrúi borg- ardómarans í Reykjavík og síðar lögreglustjórans í Reykjavík á ár- unum 1947-1955. Árið 1955 var hann skipaður sýslumaður í Dala- sýslu og gegndi hann því embætti til 1965 er hann flutti sig um set og varð sýslumaður í Snæfells- og Hnappadalssýslu um tíu ára skeið. Hann var aftur skipaður sýslumað- ur í heimabyggð sinni, Dalasýslu 1991 og gegndi því embætti til 1993. Stjórnmálin settu einnig mikinn svip á starfsferil Friðjóns. Hann var fyrst kjörinn alþingismaður 1956 fyrir Dalasýslu og sat þá á þingi til 1959 en 1967 var hann kjörinn þing- maður fyrir Vesturland. Sat hann á þingi fyrir Vesturlandskjördæmi samfleytt til 1991 og var fyrsti þing- maður kjördæmisins frá 1983 til 1987. Alls sat hann á 30 þingum. Á Alþingi átti hann lengi sæti í fjár- veitinganefnd, gegndi varafor- setastörfum í sameinuðu Alþingi ár- in 1973-1979, var virkur í alþjóðlegu samstarfi, m.a. í þing- mannasamtökum NATO, Evr- ópuráðinu, EFTA og Vestnorræna ráðinu. Friðjón varð dóms- og Friðjón afi var einstaklega fjölhæf- ur og skemmtilegur maður. Það sem einkenndi hann var vinnusemi, tón- listar- og fótboltaáhugi og auðvitað hinar daglegu sundferðir í Laugar- dalslaugina. Afi átti marga góða fé- laga og urðum við meðal annars vör við það í Laugunum þar sem hann sat í heita pottinum í hrókasamræðum eftir vænan sundsprett eldsnemma morguns. Afi var oftast mættur fyrstur manna í Laugarnar, gerði úti- æfingar á sundskýlunni og stakk sér í spegilslétta laugina. Við barnabörnin fórum fjölmargar ferðir inn á skrifstofu til afa á Rauða- læknum, honum ýmist til ómældrar ánægju eða ekki. Minnumst við afa þar sem hann sat stundum saman og vann, hvort sem var að degi til eða kvöldi. En afi var jafnvígur í leik og starfi og hafði hann mikinn áhuga á fótbolta og fór ýmist með okkur á leiki á Skaganum eða á Framleiki á Laugardalsvelli, okkur til mikillar ánægju. Auk þess að vera mikill afreksmað- ur í vinnu var hann það einnig á sviði tónlistar. Afi var einn af Leikbræðr- um en það var kvartett stofnaður 1945. Ásamt því að syngja samdi hann texta við ýmis þekkt lög og þar má nefna, Nú ertu fjarri, en textann samdi hann til ömmu, Kristínar Sig- urðardóttur, áður en þau giftu sig. Textinn er mjög rómantískur og ekki er hægt að halda öðru fram en að afi hafi verið mjög heillandi maður. Al- mennt var afi ekki mikið fyrir að op- inbera tilfinningar sínar en hann gerði það í gegnum tónlist, sögur og húmor. Afi átti alltaf sterkar rætur á Vest- urlandi, sérstaklega vestur í Dölum. Hann keyrði okkur barnabörnin oft í sveitina að Breiðabólsstað. Nöfn flestra kletta, fossa, hæða og hóla eru greypt í minni okkar enda um fátt annað rætt en ágæti Dalanna í þess- um ferðum. Með árunum fækkaði ferðum á „Breiða“ en við tóku marg- ar skemmtilegar veiðiferðir í Dalina. Á hverju ári heimsótti afi okkur í veiðihúsið og átti með okkur góðar stundir, nú síðast sumarið sem leið. Þegar við vorum krakkar þá voru fá heimili eins góð heim að sækja og Rauðalækurinn. Bestu dæmin um það eru hvert stefnan var sett á reið- hjólunum okkar úr Breiðholti ef for- eldrum okkar þótti við ekki nógu stillt. Amma reiddi fram heitt kakó og kræsingar og afi sagði okkur sög- ur á meðan beðið var eftir misánægð- um foreldrum. Samningatækni afa gerði það að verkum að öll fjölskyld- an hélt glöð og sæl heim á leið og prakkarastrikin gleymd í bili. Það var ávallt gaman í fjölskyldu- boðum þar sem annað hvort afi eða amma sátu við píanóið og afi stýrði söng. Eftir fráfall ömmu hélt afi fast í þá hefð að fjölskyldan hittist á af- mælisdegi hennar þann 30. desember ár hvert. Það þótti okkur mjög vænt um. Nú á síðari árum hefur stórfjöl- skyldan komið sjaldnar saman, en okkur er sérstaklega minnisstætt 80 ára afmæli afa þar sem hann söng ásamt fjölskyldumeðlimum og lék við hvern sinn fingur. Ljúfustu stundirn- ar með afa og fjölskyldunni voru fylltar af tónlist, stríðni, hlátri og góðum sögum. Við munum öll sakna hans, en nú erum við barnabörnin 19 talsins og langafabörnin eru orðin sautján þegar hann kveður okkur. Sigríður, Steinunn, Friðjón og Haraldur Þórðarbörn. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku, í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Og ég, sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? (Steinn Steinarr.) Okkur mun alltaf þykja ótrúlega vænt um þig, elsku afi. Þínar dótturdætur, Kristín Unnur, Halla Sigrún og Arna Steinunn. Með fáeinum orðum langar mig að minnast mágs míns, Friðjóns Þórð- arsonar, fyrrverandi sýslumanns og ráðherra. Um feril hans sem stjórn- málamanns og embættismanns munu áreiðanlega aðrir fjalla. Ég vil hér minnast hans sem góðs vinar og héraðshöfðingja hér í Dölum. Mikil fjölskyldu og átthagatryggð einkenn- ir fjölskylduna frá Breiðabólsstað á Fellströnd og átti það ekki síst við um Friðjón. Hann fylgdist grannt með öllum ættingjum sínum gengi þeirra og högum. Breiðabólstaðarsystkinin bjuggu að sterkum menningararfi fjölskyld- unnar, þar sen hagmælska, söngur, tónlist og íslensk menning var í há- vegum höfð gegnum aldir. Friðjón bjó yfir öllum þessum hæfileikum í ríkum mæli, eins og aðild hans að kvartettinum Leikbræðrum sýnir glöggt, bæði með söng og textagerð. Mér er einnnig ofarlega í huga öll hans einstaka tryggð við heimahag- ana. Ég er ekki viss um að allir Dala- menn geri sér grein fyrir því mikla og óeigingjarna starfi sem hann hefur unnið að bættum hag héraðsins á fjölmörgum sviðum. Alltaf stóðu Dalirnir hjarta hans næst og allt fram til síðasta dags var hann vakinn og sofinn yfir öllu því er að velferð héraðsins laut. Of langt mál yrði að telja öll þau mál er hann lagði lið Dölunum til heilla, en minna má á starf hans varðandi Eiríksstaði, Leifsbúð og Sturlusafn. Móðir Friðjóns, Steinunn Þorgils- dóttir, gaf út fyrir mörgum árum ljóðabók ásamt Helgu systur sinni, –. Þar má finna þessa litlu vísu eftir Steinunni. Að lífið sé fegurra langt úti í heim, vér látum oss tíðum dreyma, en komumst um síðir að sannleika þeim, hið sælasta bíður heima. Þessi orð átttu svo sannarlega við um Friðjón, því hvergi vildi hann frekar dvelja en vestur í Dölum og Dalirnir áttu hug hans allan til síð- asta dags. Við Friðjón áttum gott samstarf í mörgum málum og vil ég þakka tryggð hans og vináttu á langri veg- ferð. Minningin um sannan heiðurs- mann og héraðshöfðingja mun lifa um ókomin ár. Við fjölskyldan á Sunnubraut 19 þökkum honum samfylgdina og send- um börnum hans, fjölskyldum þeirra og eftirlifandi eiginkonu, innilegar samúðarkveðjur. Þrúður Kristjánsdóttir. Nú þegar móðurbróðir minn, Frið- jón Þórðarson, er allur reikar hug- urinn langt til baka og fyllist þakk- læti, er við systkinin minnumst langrar samfylgdar sem spannar meira en hálfa öld. Allt eru það minn- ingar um traustan, góðan og aðlað- andi frænda. Hann var ein af styrku stoðunum í frændgarði okkar, hlýr og glettinn, og afar náinn foreldrum mínum alla tíð. Með þeim Friðjóni og móður minni var mjög kært enda voru þau um margt lík, bæði stál- minnug og sögufróð. Segja má að vin- átta þeirra föður míns hafi verið að mörgu leyti eins og samband bræðra og hugðarefni þeirra og lífsviðhorf fóru mjög saman. Friðjón var glæsimenni og hafði höfðinglegan svip, svo eftir var tekið. Hann bar mikla persónu. Hið dökka yfirbragð, sem einkennir marga Dalamenn, hlaut hann frá báðum for- eldrum sínum. Hann bar nafn tveggja móðurbræðra sinna, efnis- drengja sem létust ungir, og það sýndi sig snemma hve mikið efni hann var sjálfur. Um það vitna ýmis fagurlega gerð smárit sem þau systk- in settu saman í æsku. Ættjarðarást- in var heit og einlæg og móðir mín sagði oft að Friðjón hefði mest af öllu langað til að verða bóndi. Það fór þó á annan veg og sveitapilturinn gekk menntaveginn. Ferill hans varð glæstur, langur og farsæll og hann naut hvarvetna virðingar og vin- sælda. Rammasta taugin í honum var þó alltaf sú sem lá til heimahaganna. Í raun var hann líka mikill Breiðfirð- ingur og bar hag þessa landshluta mjög fyrir brjósti, til hinsta dags. Þegar þingmannsferlinum lauk sneri hann aftur vestur og helgaði átthög- unum alla sína krafta og dró hvergi af sér, svo einstætt má telja. Það bjó margt í frænda. Hann átti sterka listræna æð og þegar söng- kvartettinn Leikbræður varð til blómstruðu hæfileikar hans, ekki síst þegar kom að bundnu máli. Söngljóð hans, jafnt þýdd sem frumsamin, eru verk hins hrifnæma unga manns. Leikandi vel ort og sannarlega skrautfjöðrin í hatti kvartettsins. Þetta voru rómantískir piltar, sem sungu af einlægni um ástina og vorið, enda hefur þessi músík lifað. Hin sterka náttúruást er sem rauður þráður í ljóðum Friðjóns, líkt og birt- ist í brag sem hann orti til vinar af gleðilegu tilefni: Í brekkufögrum dölunum gróa gullnir laukar og grænum augum lygna við hvelfdan hlíðarbarm, en hátt í lofti fljúga og syngja sælugaukar um sumardagsins unað við himinsólar- hvarm. Á slíkri jörð er gaman og ljúft að alast ungur við ilm úr fósturjörðu og vorsins lindahjal, og veganestið endist, þótt verði straumur þungur, ef vaggan hefur staðið í grænum fjalladal. Nú eru tímamót í lífi margra þegar hinn glæsilegi öldungur er kvaddur. Það er dimmasti tími ársins og dags- birtan hverful. En sannarlega er bjart yfir minningu okkar kæra frænda. Við kveðjum hann með sökn- uði og þökkum fyrir líf hans; elsku- semi, tryggð og vináttu. Eitt andar- tak er eins og birtist mynd fyrir hugskotssjónum: Svarthærður mað- ur, lotinn í herðum, gengur yfir gró- inn völl, hægum en ákveðnum skref- um; það er heiður himinn og vor í lofti og hann veifar brosandi til okkar. Blessuð sé minning hans. Pétur Ástvaldsson. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. (J.H.), Friðjón Þórðarson er látinn, kall- aður í burtu úr miðju verki, á 87. ald- ursári. Hann er nú floginn til sóllanda fegri, til dala við breiðan fjörð sem við þekkjum ekki. Það kemur í hlut annarra að ljúka hjartfólgnu verki Friðjóns, að koma á fót Sturlustofu í Búðardal og halda í heiðri Dölunum sem vöggu Sturlunga. Undir miðnætti á kosningadegi 1971 renndum við Þórður í hlað á sýslumannshúsinu í Stykkishólmi. Friðjón og Kristín tóku okkur fagn- andi en í stofu biðu ungra hjóna heið- urssæti við veisluborð og móttökur með hlýju og höfðingsbrag sem ég kynntist æ betur síðar. Það var kosn- inganótt og fyrr en varði fylltist húsið af vinum og stuðningsmönnum af Vesturlandi. Eftirvæntingin sem jafnan fylgir framboði til Alþingis var ríkjandi í fasi viðstaddra og við úrslit- in braust út fögnuður sem fann sér farveg í gleði og söng sem jafnan fyllti heimili þeirra. Eftirminnilegast var að sjá þessi glæsilegu hjón njóta uppskerunnar af störfum sínum og hlusta á ummæl- in sem gestirnir létu falla um þau. Þar kom fram að á meðan Friðjón sæti á þingi ættu þau sér þingmann sem tæki hag þjóðar og kjördæmis fram yfir eigin hag og að fáir væru jafnokar hans í vinnusemi. Friðjón færi í ræðustól í þinginu til að fylgja málum eftir, en ekki til að hreykjast af sjálfum sér, eins og sumum hætti til. Einnig að góður hluti starfsins í stóru kjördæminu, hvíldi í hæfum höndum Kristínar. Mikill stuðnings- maður fullyrti að öll kjördæmi þyrftu að eiga þingmann eins og Friðjón, hæfileikaríkan, ábyrgan og ósérhlíf- inn mann, sem allir treystu. Vegsemd Friðjóns óx jafnt og þétt á pólítíska sviðinu og samtímis óx fjölskyldan. Þegar Friðjón hætti sem sýslumaður var ráðist í að gera upp gamalt eyðibýli á Fellsströnd. Aldrei var lognmolla þegar þessi samhenti hópur dreif hlutina áfram. Strákarnir hömuðust utandyra og kvenfólkið innandyra. Þegar einangrun var rifin frá komu eldgömul dagblöð í ljós og Friðjón komst í sagnaham. Á kvöldin nutum við samveru við glens og gam- an og heyrðum af uppvaxtarárum Friðjóns á næsta bæ. Frásögnin bar með sér sterkar taugar hans til æskuslóðanna og óskir um að hagur byggðarlagsins yrði sem mestur. Í gestabókum á Hafursstöðum er að finna fjölda ljóða og lýsinga sem geyma tilfinningar hans til heima- haganna og þangað beindi hann kröftum sínum þegar opinberum störfum hans lauk. Friðjón var einstaklega hæfileika- ríkur og fróður, var manna skemmti- legastur og bjó yfir frásagnargáfu sem birtist ýmist í líflegum sögum, ljóðum eða söng. Hann var orðvar maður, flíkaði ekki tilfinningum sín- um en hlýja og umhyggja birtist í handtaki, góðlátlegri stríðni og klappi á herðar. Við mikið vinnuálag varð hann fjarlægur og fann sér skjól á skrifstofunni sinni þegar fjölskyld- an naut tíðra samverustunda á Rauðalæknum og þangað læddust stundum lítil lúin börn með bók og lásu þegjandi í stólnum gegnt afa. Með einlægum þökkum fyrir sam- fylgdina. Þrúður G. Haraldsdóttir. Með því að Friðjón Þórðarson fyrrverandi alþingismaður og ráð- herra er genginn á vit feðra sinna hverfur enn einn þeirra höfðingja af sjónarsviðinu sem settu sterkan svip á hið pólitíska samfélag sem ég gekk inn í, ungur að árum, fyrir meira en aldarfjórðungi. Vorið 1983 var Frið- jón að láta af ráðherraembætti í hinni sögufrægu ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen og sat eftir það á virðu- legum friðarstóli sinna síðustu þing- mennskuára. Þar hófust kynni okkar og héldust góð eftir það. Friðjón Þórðarson var góður í allri viðkynningu. Prúðmennskulegt fas- ið, blandað kímni og fjörlegur áhugi hans á öllu því sem stóð hjarta hans næst, einkenndu hann. Friðjón lét dags daglega ekki mikið fyrir sér fara, en það sem frá honum kom var alltaf áhugavert og alltaf ekta. Stutt- ar og hnitmiðaðar ræður hvort sem heldur var um menningar- eða byggðatengd mál, svo ekki sé nú minnst á það sem tendraði hann mest upp, hans kæra Vesturlandskjör- dæmi og Dalirnir. Í þingveislum naut hann sín manna best. Vísurnar frá honum voru ekki margar, kannski ein eða tvær, en þær voru ljóðrænar og vandaðar og svo gott sem sungu sig sjálfar. Þegar á leið samkvæmin, eins og þau voru á dögum Friðjóns á þingi, var söngur- inn sjálfur ekki forsmáður, heldur farið út á gólfið og tekið lagið og þar Friðjón Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.