Morgunblaðið - 22.12.2009, Page 33

Morgunblaðið - 22.12.2009, Page 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 munaði um Friðjón eins og allir vita. Ég varð einu sinni svo stálheppinn að fá Friðjón sem sérlegan leiðsögu- mann í dagsferð um Dali og vestur í Króksfjarðarnes og líður það seint úr minni. Hvers kyns fróðleikur um sögu byggðarlagsins, framfaramál þess og uppbyggingu voru hjartans- mál Friðjóns en þó slógu lýsingar hans á atburðum Laxdælu, tengt staðháttum og örnefnum á leið okkar, öllu við. Orð mín verða ekki fleiri. Ég held áfram veginn, ríkari minningunni um mætan samferðamann og votta að- standendum hans samúð mína og fjölskyldu minnar. Læt að lokum fljóta með vísu sem ég kvaddi Frið- jón með, í öðrum skilningi en nú, þeg- ar við sátum hans síðustu þingveislu árið 1991. Sé ég eftir söngnum þeim sem var jafnan bestur er kvæðamaður heldur heim heim í Dali vestur. Steingrímur J. Sigfússon. Ég studdi Friðjón í kosningunum 1956, á tólfta ári, og skildi ekki af hverju faðir minn studdi ekki frænda sinn og þar með Sjálfstæðisflokkinn. Friðjón varð þingmaður þetta vor og síðan fylgdist ég með honum alltaf og næst komumst við hvort öðrum á ráðherrabekknum hjá Gunnari Thor- oddsen; tveir Fellsstrendingar í rík- isstjórn Gunnars. Það þótti sumum skemmtilegt, ekki síst Steinunni á Breiðabólsstað Þorgilsdóttur, móður Friðjóns og kennara mínum þá fáu mánuði sem ég var í skóla, frá tíu til þrettán aldurs. Friðjón var Dalamað- ur ekki einasta að ætt og uppruna, heldur af lífi og sál. Ungur réðst hann til mennta; lauk stúdentsprófi 18 ára, lögfræðiprófi 24 ára og komst snemma til mannvirð- inga. Var fulltrúi lögreglustjóra og svo sýslumaður í Dalasýslu og seinna fengu Snæfellingar að njóta þessa Dalamanns um skeið. Hann sat á al- þingi frá 1956, þegar hann varð 11. og síðasti landskjörinn þingmaður eftir harða lotu við þann höfðingja, Ásgeir Bjarnason í Ásgarði. Söngvinn var Friðjón með afbrigð- um svo sem allt hans fólk; átti djúpa og fallega bassarödd eins og heyrðist í Leikbræðrum. Og svo var hann vel ljóðmæltur og fór fallega með texta. Í málflutningi var hann jafnan hægur og enginn ofsamaður. En ákveðinn og einbeittur. Hann var þéttur fyrir og fylginn sér þegar hagsmunir byggðarlagsins voru annars vegar og þegar mikið lá við. Hann var heldur enginn veifiskati; það sást þegar hann þorði að vera í blóra við flokk- inn sinn. Við fórum þrír fyrir fáum árum í ferð um Strandir og Saurbæ, við frændur, með Helga nokkurn Bern- ódusson. Helgi þarf minnst tvo stað- kunnuga leiðsögumenn. Heimsóttum Hvamm, Staðarfell og Stóra-Galtar- dal, gengum á klettinn neðan við Klofninginn og sóttum heim Steinólf í Fagradal. Fórum um Saurbæinn og svo suður Svínadal. Þá varð Friðjón að Laxdælu. Ég hægði ósjálfrátt á bílnum og við fórum löturhægt upp brekkurnar hjá Bessatungu og fram að Hafragili. Við vorum komnir þús- und ár aftur í tímann, á ferð með Kjartani Ólafssyni, fórum hægt upp brekkuna sem er ögn á fótinn, en svo urðu hestarnir léttstígari þegar hall- aði undan. Bolli sér til þeirra, en þá Kjartan bar brátt að. Og svo hefst orrustan og að lokum situr Bolli með Kjartan í fanginu: „Bolli settist þegar undir herðar honum, og andaðist Kjartan í knjám Bolla.“ Það lá við að við sæjum tárið hrjóta af hvarmi Bolla. Það tár er þó hvergi nefnt í Laxdælu. En svo mundum við eftir því að við vorum þarna staddir í allt öðru almanaki. Þvílík frásagnarinn- lifun. Vonandi tók einhver upp á band það sem Friðjón sagði af Laxdælu. Hann var Laxdæla lifandi komin. Og nú er hann allur. Eftir lætur hann verk handa okkur hinum: Að ljúka Leifsbúð, að ljúka Sturlustofu, að þróa Eiríksstaði, að tengja Vest- urheim við Dalasýslu, að gera veg Sturlu Þórðarsonar sem mestan, að rannsaka Guðrúnu Ósvífursdóttur og flytja hana til nútímans og að efla hollvinasamtökin. Svo þarf að gera staðina vestra aðgengilega öllum ferðalöngum svo fleiri en við félagar gleymum okkur á Svínadal og horf- um á Bolla með Kjartan í hnjánum. Niðjum Friðjóns öllum og tengda- börnum vottum við Guðrún samúð okkar. Dalirnir allir og við sem erum þaðan þökkum langa samfylgd. Svavar Gestsson. Friðjóni Þórðarsyni man ég fyrst eftir barn að aldri, er hann kom á bernskuheimili mitt í Norðurmýri ásamt heitkonu sinni Kristínu Sig- urðardóttur, er síðar varð eiginkona hans. Erindi þeirra var að heimsækja fósturmóður föður míns, Friðgerði Guðmundsdóttur frá Kaldbak á Rangárvöllum, er þá dvaldist hjá okkur á vetrum. Faðir Kristínar, Sig- urður Lýðsson, og faðir minn Guðni Guðmundsson voru systkinasynir. Minnist ég þess að heima var til þess tekið hve glæsileg þau væru, Kristín og Friðjón. Þar var ekkert ofsagt. Síðar lágu leiðir okkar Friðjóns Þórðarsonar saman á Alþingi í næst- um fjórtán ár frá 1978, uns hann lét af þingmennsku 1991. Á það samstarf bar aldrei skugga. Hart var stundum deilt á framboðsfundum í Vestur- landskjördæmi, en fyrir kosningar voru haldnir að jafnaði átta eða níu framboðsfundir, en aldrei sló í alvar- lega brýnu okkar í milli. Gilti þá einu hvort við höfðum verið samherjar eða mótherjar á þingi. Dalamaðurinn Friðjón þekkti vel til manna og mál- efna í kjördæminu eftir langa búsetu og farsæl embættisstörf í Búðardal og Stykkishólmi. Kom sú þekking honum að góðum notum til dæmis við störfin í fjárveitinganefnd þar sem hann lengi átti sæti. Hann gætti þess vel að hlutur Hólmara og Dalamanna væri ekki fyrir borð borinn, en sam- komulag í þingmannahópnum var á þessum árum gott, þótt áherslur manna væru ekki alveg hinar sömu. Hvert haust ferðaðist þingmanna- hópurinn um kjördæmið og átti fundi með sveitarstjórnarmönnum. Þar var Friðjón á heimavelli. Mér fannst alltaf grunnt á lista- manninum í Friðjóni Þórðarsyni. Hann var snjall hagyrðingur. Þess nutum við í þingveislum og við ýmis tækifæri önnur. Þá var hann rómað- ur söngmaður og lét til sín taka á því sviði á ýmsum vettvangi. Friðjón hafði rólegt og fágað yfirbragð, en gat verið harður í horn að taka, þegar honum þótti kúrsinn ekki réttur. Per- sónulega reyndi ég hann aldrei að öðru en drengskap og heilindum. Minningarnar um kynnin og sam- starfið við Friðjón Þórðarson eru á einn veg, – góðar. Eftirlifandi eigin- konu, börnum hans og fjölskyldum þeirra sendum við Eygló innilegar samúðarkveðjur. Eiður Svanberg Guðnason. Friðjón Þórðarson, fyrrum alþing- ismaður, ráðherra og sýslumaður, er látinn. Friðjón var gerður að heið- ursborgara í Dalabyggð í apríl 2006 vegna „óeigingjarns starfs hans og eljusemi í þágu samfélagsins“ eins og segir í bókun þáverandi sveitar- stjórnar. Það er óhætt að taka undir þau orð því dugnaður Friðjóns og áhugi á að vinna að alls kyns fram- faramálum var aðdáunarverður. Ég ætla mér ekki að reyna að telja upp þau mál sem Friðjón vann að fyrir Dalina en þó verður ekki hjá því kom- ist að nefna tilgátuhúsið að Eiríks- stöðum í Haukadal, bæ Eiríks rauða og glæsilegar Leifshátíðir. Friðjón vann ötullega að þessum verkefnum, bæði stefnumótun og öflun fjár. Sama gildir um Leifsbúð í Búðardal, safnahús sem ber nafn Leifs Eiríks- sonar hins heppna og auðvitað fjöl- mörg önnur verkefni. Þrátt fyrir að aldur færðist yfir var Friðjón jafn óþreytandi sem fyrr fram undir það síðasta. Hann hafði því mörg járn í eldinum þegar hann veiktist og honum þótti áreiðanlega vont að þurfa að fara frá þessum verkefnum ókláruðum. Þannig hefði það þó alltaf orðið því ég sé það ekki fyrir mér að hann hefði nokkru sinni hætt afskiptum sínum af góðum mál- um á meðan þrek var fyrir hendi. Þegar ég fór að skipta mér af sveit- arstjórnarmálum í Dalabyggð fyrir nokkrum árum jukust samskipti okk- ar Friðjóns mikið enda hafði hann mikinn áhuga á öllum málum byggð- arlagsins og vildi fylgjast vel með. Við hittumst því oft til að ræða saman og tókst með okkur ágæt vinátta sem ég er þakklátur fyrir. Við vorum yf- irleitt, ef ekki alltaf, sammála um markmiðin en ekki alveg alltaf um leiðirnar og þegar svo bar við var Friðjón hreinskilinn og lét mig vita um skoðun sína umbúðalaust. Okkur Friðjóni var um svipað leyti úthlutað lóð í sömu götu í Búðardal og ætl- uðum við því að verða nágrannar. Á tímabili leit reyndar út fyrir að ég og kona mín hættum við að byggja en þá greip Friðjón í taumana og stappaði í okkur stálinu. Auðvitað var Friðjón svo miklu fljótari en við að byggja og flutti hann inn í glæsilegt nýtt íbúðar- hús sitt í haust en við erum enn að byggja. Því miður knúðu alvarleg veikindi dyra svo hann fékk ekki lengi notið hins fallega útsýnis úr stofunni yfir Hvammsfjörðinn. Dala- menn minnast nú allra góðra verka Friðjóns með þakklæti. Ég votta eft- irlifandi eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum samúð mína. Þórður Ingólfsson, oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. Friðjón Þórðarson er eftirminni- legur fyrir margra hluta sakir. Við áttum samleið á Alþingi hvor á sínum væng stjórnmálanna í þrettán ár og sátum saman í ríkisstjórn á fjórða ár undir forsæti Gunnars Thoroddsens. Það ríkti mikil spenna við þá stjórn- armyndun í febrúarbyrjun 1980, ekki síst um það hvort Gunnar fengi stuðning úr eigin flokki. Fylgismenn hans fáeinir birtust einn af öðrum dagana sem setið var yfir gerð mál- efnasamnings að Laugavegi 18 og Friðjón kom fyrst undir lokin. Á hon- um var aldrei neinn asi og frá honum stafaði sjaldgæf rósemi af stjórn- málamanni að vera. Í ríkisstjórn fór hann með dóms- og kirkjumál, sem hann þekkti vel sem lögfræðingur og eftir að hafa gegnt sýslumannsembætti í tugi ára. Það hentaði Friðjóni vel að ekki voru miklar deilur um dómsmálin þessi ár nema fáeina daga í kringum Gervas- oni. Á ríkisstjórnarfundum talaði hann sjaldan en ætíð yfirvegað og vel undirbúinn. Pólitísk staða Friðjóns sem 1. þingmanns Vesturlands var traust allt til loka þingferils hans. Það sem vakti einkum athygli mína sem þing- manns af öðru landshorni var sú mynd sem ég fékk af þingmannahópi Vesturlands á þessum árum sem var talsvert ólík því sem tíðkaðist eystra. Á þingmannstíma Friðjóns áttu flest- ir stjórnmálaflokkar fulltrúa í kjör- dæminu og svo var að sjá sem þeir fylgdust mjög grannt hver með öðr- um. Haft var fyrir satt að ekki bæri við jarðarför á Vesturlandi án þess allur þingmannahópurinn væri þang- að kominn, óháð því hvort menn könnuðust eitthvað við hinn látna eða hefðu átt vísan stuðning hans. Þessu fylgdi auðvitað fjarvist frá þingfund- um þannig að ekki fór dult á þing- tíma. Annað var það að ekki flutti þingmaður úr kjördæminu svo mál að ekki þyrfti öll strollan, þinglið kjördæmisins, að hafa skoðun á því úr ræðustóli Alþingis. Eflaust voru þetta óskráðar venjur en ég sá alltaf fyrir mér Friðjón sem forystusauð- inn sem aðrir fylgdu hljóðalaust. Það fór ekki framhjá manni að Friðjón vann samviskusamlega fyrir sitt kjördæmi í stóru sem smáu. Hann gleymdi því heldur ekki ef stuðningur barst við áhugamál hans úr öðrum áttum. Sem lítið dæmi um það nefni ég jarðhitaleit í Dölum sem ég gat lagt lið úr ráðuneyti án þess hann hefði falast eftir því sérstak- lega. Nánasta samstarfið sem ég átti við þingmanninn Friðjón var um 1990 í stjórnskipaðri nefnd um mótun ferðamálastefnu. Hann vann þar af alúð þótt í stjórnarandstöðu væri og stuðlaði að því að flokkur hans fylgdi málinu gegnum Neðri deild. Sú mál- efnalega samstaða dugði þó ekki til loka enda fundust samflokksmenn sem töldu sig þurfa að launa honum og Pálma á Akri lambið gráa. Eftir að Friðjón hætti opinberum afskiptum lágu leiðir okkar helst saman í Laugardalslaug þar sem hann var fastur morgungestur. Alltaf mætti manni þá sama kankvísin og glaðværðin sem fylgdi þessu Dala- höfðingja til loka. Slíka er gott að hafa nærri þótt eitthvað beri á milli. Hjörleifur Guttormsson. Það er skarð fyrir skildi þegar Friðjón Þórðarson er fallinn frá. Fyr- ir nokkrum árum sagði sveitarstjóri í nágrannasveitarfélagi Dalabyggðar við mig að hann vildi að sitt sveitarfé- lag ætti mann eins Friðjón Þórðar- son. Þessi orð lýsa afar vel hvernig lífsstarfi Friðjóns var háttað. Hann var ódrepandi alla tíð að vinna að framgangi og hagsmunum síns sam- félags. Friðjón var fæddur 5. febrúar 1923 að Breiðabólsstað á Fellsströnd í Dalasýslu. Snemma á ævinni einsetti hann sér að vinna heimahögum sín- um, Dölunum og byggðunum við Breiðafjörð heilt. Hann sótti lög- fræðimenntun til Háskóla Íslands og reynslu víða um land og fór svo til starfa í sinni heimabyggð. Þrjátíu og tveggja ára gamall 1955 varð hann sýslumaður í Dalasýslu og ári síðar var hann kjörinn á þing fyrir Dala- sýslu og Sjálfstæðisflokkinn. Sat Friðjón sviptingasöm þing fyrir Dal- ina til 1959. Eftir 10 ár í Búðardal varð Friðjón sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og gegndi hann því embætti í önnur tíu ár. Leið Friðjóns lá svo aftur á þing 1967 fyrir Vest- urlandskjördæmi og sat hann síðan samfleytt á Alþingi til 1991. Frá 1978 leiddi hann lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og eftir ríkisstjórnar- setu Friðjóns í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens vann flokkurinn í fyrsta skipti fyrsta þingsæti kjördæmisins. Þegar Friðjón lét af þingmennsku lá leiðin aftur í Dalina þannig að segja má að þannig hafi Friðjón lokað hringnum á embættis- og stjórnmál- ferli sínum. Þetta voru tímar mikilla breytinga og átaka. Friðjón tók sæti í ríkisstjórn á tímum sem engum voru auðveldir. Það duldist hins vegar ekki þrátt fyrir átökin að það var fag- maður í dóms- og kirkjumálaráðneyt- inu með reynslu af málaflokknum sem fáir á þeim stóli hafa haft. Kom það enda skýrt fram í verkum Frið- jóns. Á stjórnmála- og embættisferli sínum naut Friðjón ómetanlegs stuðnings glæsilegrar eiginkonu sinnar Kristínar Sigurðardóttur, en Friðjón kvæntist Kristínu 28. októ- ber 1950. Þau fluttu heimili sitt í Búð- ardal 1955 og þar tók fjölskylda þeirra á sig endanlega mynd en þau eignuðust fimm börn, fjóra syni og eina dóttur. Þau fluttu síðan í Stykk- ishólm en um árabil héldu þau tvö heimili eins tíðkast hjá alþingismönn- um af landsbyggðinni. Það þarf styrka hönd til að stýra tveimur stórum og gestkvæmum heimilum sem jafnframt eru starfsstöðvar embættis- og stjórnmálastarfa ann- ars hjónanna. Kristín lést fyrir aldur fram 1989, aðeins sextíu ára að aldri. Fráfall Kristínar er án efa mesta áfall sem Friðjón varð fyrir á ævi sinni. Friðjón lagði alltaf mikla áherslu á að skila ást sinni á Dölun- um áfram til afkomenda sinna. Það var ekki erfitt verk fyrir hann sem var hafsjór af fróðleik um sögu heimabyggðarinnar. Friðjón var afar skemmtilegur sögu- og leiðsögumað- ur og þegar áhugasamir afkomendur voru með í för varð ferðin vel heppn- uð. Síðast var slík ferð farin í júlí sið- ast liðnum. Var engu öðru líkara en Dalirnir vildu þakka Friðjóni fyrir sig og skarta sínu fegursta í síðustu ferð Friðjóns með afkomendur sína um heimabyggðina. Árni M. Mathiesen. Þeir sem kynntust Friðjóni Þórð- arsyni og áttu samstarf við hann vissu að hann lagði sig allan fram við að hlúa að byggðinni í Dalasýslu. Þar voru rætur hans og hugurinn allur fram til síðasta dags. Hann fylgdi fast eftir áhugamálum sínum á sviði samfélagsmála. Embættismenn, þingmenn og ráðherrar fundu fyrir elju hans við að tryggja hagsmuni kjördæmisins. Friðjón átti farsælan feril sem sýslumaður og sem stjórnmálamað- ur. Fyrstu skref hans í stjórnmálun- um voru stigin í Dalasýslu en þá var sýslan sérstakt kjördæmi. Þar var hann landskjörinn þingmaður 1956 og sat á þingi til 1959 og var jafn- framt sýslumaður. Síðar lá leið hans í framboð í Vesturlandskjördæmi eftir kjördæmabreytingu og var hann kjörinn árið 1967 og sat til ársins 1991. Leiðir okkar Friðjóns lágu saman á vettvangi stjórnmálanna eft- ir að ég tók við starfi bæjarstjóra í Stykkishólmi og enn frekar þegar við vorum frambjóðendur í Alþingis- kosningunum 1983 og 1987. Friðjón var fastur fyrir í stjórn- málunum og átti öfluga stuðnings- menn sem hvöttu hann til forustu- starfa fyrir kjördæmið. Hann gat því ekki undan því vikist að keppa við samherja sína eins og vill verða þeg- ar kom að framboði og við hverjar einustu Alþingiskosningar var kallað út stuðningsmannalið til þess að tryggja stöðu hans til forustu. Fram- ganga Friðjóns í stjórnmálunum ein- kenndist af hinni eðlislægu hógværð og kurteisi sem hann var þekktur fyrir. En djarfasta skrefið sem hann steig sem stjórnmálamaður var þeg- ar hann settist í ríkisstjórn gegn vilja meirihluta þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Hann var farsæll í störfum sínum sem dóms- og kirkjumálaráð- herra enda þekkti hann þau málefni vel og naut þess að takast á við þau mál sem undir það ráðuneyti heyrðu. Og það var ekki ónýtt fyrir kjördæm- ið að hafa hann í ríkisstjórn til sóknar og varnar. Í kosningunum 1983 fór ég um kjördæmið með Friðjóni sem þá var ráðherra. Lagði hann rækt við að fara um sveitirnar og heyra viðhorf fólksins. Sérstaklega er mér minnis- stæð ferð okkar um Dalasýslu þar sem hann þekkti hvern mann. Og hann þreyttist ekki á því að rifja upp Laxdælu þegar farið var um Dalina með sögustaði við hvert fótmál. Í því hlutverki naut hann sín og miðlaði af þekkingu sinni. Eftirminnilegust er mér heimsókn okkar að Breiðabóls- stað, en þar bjó móðir hans rúmlega níræð. Umræðuefni þeirra lýsti þeim báðum vel. Stjórnmálin voru ekki rædd. Það var óþarfi og engin hvíld fólgin í því þá stund sem dvalið var á heimaslóð ráðherrans. Þau ræddu um skáldskap og það sem var efst á baugi á þeim vettvangi. Steinunn vildi fá álit sonarins á ljóðum og skáldum sem þá voru að koma fram á sjónarsviðið. Ég hef ætíð minnst þessarar stundar með virðingu þegar ég varð vitni að einstakri heimkomu stjórnmálamanns sem átti öruggt skjól á æskuheimili sínu og gat rætt um önnur hugðarefni en stjórnmálin. Síðan var kvatt af þeirri hógværð sem Friðjóni hafða fengið í vöggugjöf og nýttist honum vel við að vinna fyr- ir fólkið í kjördæminu. Blessuð sé minning Friðjóns Þórð- arsonar. Sturla Böðvarsson. Kveðja frá Sýslumannafélagi Íslands Friðjón Þórðarson fyrrverandi sýslumaður og ráðherra er látinn. Sýslumenn þakka Friðjóni samfylgd í gegnum tíðina. Hann var óbilandi að hvetja sýslumenn áfram í störfum sínum, þannig að þjóna mætti lands- mönnum sem best og skilvirkast. Friðjón var glæsilegur fulltrúi stétt- arinnar, vel máli farinn, skarpgreind- ur, mannlegur, fylginn sér og mynd- arlegur á velli. Hann var sýslumaður af gamla skólanum þegar sýslumenn og sýslunefndir réðu mörgum málum til lykta heima í héraði, sem voru til framfara og bóta í samfélaginu, s.s. samgöngu- og menningarmálum. Eftir að störfum hans lauk á vett- vangi stjórnmála og stjórnsýslu sneri hann sér að ýmsum slíkum framfara- málum og var drjúgur liðsmaður ým- issa þarfra verkefna. Í þeim störfum átti heimasveit hans, Dalirnir og Breiðafjörður, huga hans allan. Megi Guð blessa minningu Frið- jóns Þórðarsonar. Anna Birna Þráinsdóttir formaður.  Fleiri minningargreinar um Frið- jón Þórðarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.