Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 ✝ Ása Linda Guð-björnsdóttir fæddist í Reykjavík 1. janúar 1955. Hún andaðist á heimili sínu í Svíþjóð 5. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðrún R. Pálsdóttir, f. 29. janúar 1937, og Guðbjörn N. Jensson, f. 16. júlí 1934, d. 7. nóvember 2009. Systkini Ásu Lindu eru Gunnar Páll, f. 10. mars 1956, Björgvin Jens, f. 16. júlí 1957, og Rafnar Þór, f. 21. apríl 1959. Ása Linda giftist 31. desember 1975, Stefáni Karlssyni, f. 2. sept- ember 1952, þau skildu. Ása Linda giftist 19. júní 1984, Ragnari H. Ragnarssyni, f. 18. nóv- Ása Linda fæddist í Reykjavík og ólst upp í foreldrahúsum, fyrst í Bræðraparti við Engjaveg í Laug- ardalnum, síðar í Ásgarðinum. Ása Linda lauk prófi úr Verslunarskóla Íslands og fór fljótlega að vinna hjá Ríkissjónvarpinu við útsendingar fréttastofu sjónvarpsins og síðar hjá Stöð 2. Ása Linda og Ragnar hófu bú- skap sinn í Reykjavík, fyrst á Hof- teig og síðar í Efstasundi. Árið 1990 fluttu þau til Bollebygd í Sví- þjóð og hafa búið þar síðan. Eftir að þau fluttu til Svíþjóðar starfaði Ása Linda við fréttaútsendingar við Stöð 2 í Gautaborg. Bálför Ásu Lindar fór fram í Bollebygd í Svíþjóð 17. desember. Útför Ásu Lindu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, þriðjudaginn 22. desember, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar ember 1955. Foreldrar Ragnars eru Guðný K. Pétursdóttir, f. 15. mars 1928, d. 21. mars 2004, og Ragnar J. Ágústsson, f. 12. sept- ember 1926. Börn Ásu Lindu og Ragnars eru: 1) Guðbjörn Hilmir, f. 24. maí 1985. 2) Sveinn, f. 25. desem- ber 1989, d. 25. desem- ber 1989. 3) Guðný Björg, f. 11. apríl 1990. Fyrir átti Ása Linda, Arnar Geir Stef- ánsson, f. 7. mars 1975. Fyrir átti Ragnar þau Önnu Katrínu, f. 10. mars 1979, sambýlismaður Vil- hjálmur S. Eiríksson, og Þorstein Lár, f. 9. september 1983, sambýlis- kona Íris Ósk Ólafsdóttir, barn þeirra er Daníel Breki. Elsku Linda. Mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og kveðja þig með þessu fallega ljóði. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Þín, mamma. Elskuleg systir okkar, Linda, er fallin frá langt um aldur fram eftir hetjulega og æðrulausa baráttu við krabbamein. Okkur vantar orð til að lýsa harmi okkar vegna þessa, en eftir standa góðar minningar um elskulega systur, sem munu hlýja okkur þegar fram líða stundir. Hún Linda systir, var okkur bræðrum sínum meira en stóra systir, hún var alltaf til staðar ef á þyrfti að halda. Linda var elst af okkur og eina systirin og hafði því mikil áhrif en hún gat líka verið ákveðin ef á þyrfti að halda, ef hún sagði að svona ættu hlutirnir að vera þá stóð það. Linda systir hafði gott skap, var alltaf glaðlynd og það fyrsta sem við tókum eftir var brosið sem tók á móti okkur þegar við hittumst. Við bræðurnir eigum margar góðar minningar um Lindu frá uppvaxtar- árum okkar, fyrst í Bræðraparti við Engjaveg í Laugardalnum og síðar í Ásgarðinum. Fjölskyldan var hennar líf og yndi, börnin, stjúpbörnin og ekki síst Raggi hennar, sem var hennar stoð og stytta, ekki síst undanfarið ár í veik- indunum, en ást hans og virðing var augljós og var líka endurgoldin svo tekið var eftir. Linda systir var ein- stök mamma og var góður vinur barna sinna og var ætíð til staðar fyrir þau ef á þyrfti að halda. Í Svíþjóð eignuðust Linda og Raggi fallegt heimili í litlum bæ sem heitir Bollebygd. Gaman var að koma þang- að í heimsókn og þá var nú dekrað við bræðurna. Draumur þeirra hjóna var að eignast bát en sá draumur rættist fyrir þremur árum síðan, það að sigla á Gauta kanalnum og geta búið í bátn- um var algjör draumur. Við eigum margar dýrmætar minn- ingar um Lindu og fjölskylduna og nú síðast þegar þau komu í sjötíu og fimm ára afmæli pabba í sumar. Stór- fjölskyldan og vinir komu saman til að fagna afmælinu, pabbi spilaði á gít- arinn og sungin voru gömlu lögin sem allir í fjölskyldunni höfðu svo gaman af. Þegar Linda kom til Íslands fyrir tæpum mánuði til að fylgja föður okk- ar til grafar, fársjúk, var Linda ákveðin að sigrast á krabbameininu en þó að viljann vantaði ekki, þá dugði það ekki til. Elsku Raggi, mamma, Addi, Bjössi, Guðný, Anna og Þorsteinn, megi góður Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Elsku Linda við vitum að pabbi hef- ur tekið vel á móti þér og munum við bræðurnir minnast þín með hlýju og virðingu og mun minningin um elsku- lega systur lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Megi Drottin Guð blessa þig. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Blessuð sé minning þín. Þínir bræður, Gunnar Páll, Jens, Rafnar Þór og fjölskyldur. Elsku Ása Linda, það er svo sorg- legt að þú sért farin frá okkur og ég eigi ekki eftir að hitta þig aftur. En minningarnar frá því í sumar þegar þú varst hjá okkur hér fyrir norðan mun ég geyma í hjarta mínu alla tíð. Ég veit að þér líður vel núna því það hefur amma sagt mér. Mér þótti mjög vænt um þig. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Sofðu rótt. Þín, Harpa Lind. Elsku Linda. Mér finnst þessi vísa eiga vel við nú, þegar ég kveð þig. En hamingjan geymir þeim gullkransinn sinn, sem gengur með brosið til síðustu stundar fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn, kveður þar heiminn í sólskini og blundar. (Þorsteinn Erlingsson.) Þú varst alltaf svo jákvæð og glöð, alveg til síðustu stundar. Þú kunnir að lifa lífinu til fulls og hafðir ekki áhyggjur af smámunum, heldur naust þess góða sem lífið hafði upp á að bjóða. Þú varst hlý og yndisleg mann- eskja og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af lífi þínu. Minn- ingin um þig mun alltaf fylgja mér. Guð geymi þig. Anna Katrín. Ása Linda Guðbjörnsdóttir Ótal fallegar minn- ingar koma til mín núna þegar ég minnist svo fagurrar mann- eskju sem Björg Jós- epsdóttir var. Ég var þeirra gæfu að- njótandi að vera hálfgerður heimalningur hjá Björgu og fjöl- skyldu á mínum æskuárum og á ég margar góðar minningar frá þeim tíma. Björg tók alltaf á móti manni með mikilli hlýju og það var alltaf gott að koma til hennar. Ég kom oft í kaffi á annan í jólum og man ég alltaf sérstaklega vel eftir því hversu nota- legt það var. Eins og alltaf voru á boðstólnum glæsilegar veitingar að hætti Bjargar og var þetta afar nota- leg samverustund, en í mínum huga var fjölskyldan hennar alltaf ein- staklega samheldin og hún mið- punkturinn. Við vinkonurnar töluð- Björg Jósepsdóttir ✝ Björg Jósepsdóttirfæddist í Reykja- vík 16. júlí 1952. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 6. desember síðastliðinn. Útför Bjargar var gerð frá Grafarvogs- kirkju 16. desember 2009. um oft um það hversu fallegt samband þeirra hjóna var og hugsuð- um við oft að ef við myndum bara komast með tærnar þar sem þau höfðu hælana í okkar framtíðarsam- böndum væri það frá- bært. Augljós ást þeirra, virðing og undraverð samvinna var fyrir okkur ekki svo algeng sjón. Þetta átti líka við um sam- band þeirra við börnin sem var hvetjandi. Hún Soffía vin- kona mín sýndi móður sinni alltaf mjög mikið þakklæti fyrir allt sem hún gaf og gerði. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Soffía, Sigríður Björg, Grímur, Jósep, Björn, Jónína og fjöl- skylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Guðríður Inga Ingólfsdóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, tengdasonar, afa, langafa og bróður, ÞÓRARINS BJÖRNSSONAR fyrrum bónda Sandfellshaga 1, Öxarfirði, sem lést þriðjudaginn 1. desember. Erla Dýrfjörð, Sigurrós Þórarinsdóttir, Friðbjörn Þórðarson, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurður Oddsson, Ólöf Þórarinsdóttir, Björn Hólm Þórarinsson, Erna Þórunn Einisdóttir, Anna Jóhanna Þórarinsdóttir, Ólafur Sævar Gunnarsson, Sigþór Þórarinsson, Rúnar Þórarinsson, Erna Stefánsdóttir, Hólm Dýrfjörð, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Laxakvísl 31, lést föstudaginn 11. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Kr. Friðgeirsson, Margrét K. Frímannsdóttir, Þórður Gíslason, Ragnheiður Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Una Guðlaugsdóttir, Lýður Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNA VALDIMARSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést sunnudaginn 20. desember. Guðni Þórðarson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Gylfi Þórðarson, Marta Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, JÓNS HAUKS ELTONSSONAR, Ástúni 14, Kópavogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir eru til heimahjúkrunar Karitasar. Einnig sendum við okkar bestu þakkir til samstarfsfólks hans hjá Orkuveitu Reykjavíkur og óskir um gleðilega hátíð. Sigurlína Elíasdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Haraldur Sæmundsson, Sigurður Kr. Scheving, Eyrún Ingvaldsdóttir, Anna Jóna Jónsdóttir, Hilmar Einarsson, Jón Þór Jónsson, Anna Linda Sigurgeirsdóttir og barnabörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs bróður okkar, mágs og frænda, KRISTINS MÁS HAFSTEINSSONAR, Þverholti 19, Mosfellsbæ. Einlægar þakkir til starfsfólks sambýlisins í Þverholti 19 fyrir ómetanlega alúð og elsku í sínum störfum. Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir, Ingvi Hrafn Jónsson, Ólöf Lára Hafsteinsdóttir, Ragnheiður Sara Heimisdóttir, Hafsteinn Orri Ingvason, Ingvi Örn Ingvason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.