Morgunblaðið - 22.12.2009, Síða 40

Morgunblaðið - 22.12.2009, Síða 40
40 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 Sudoku Frumstig 3 1 7 6 5 7 1 6 9 4 5 2 7 2 7 1 3 3 6 9 4 6 3 5 2 3 6 8 9 1 4 2 1 8 2 4 1 7 6 7 3 2 1 3 7 6 2 8 9 6 9 2 5 7 1 9 4 3 7 4 2 7 8 1 6 4 1 2 8 9 2 3 7 1 4 2 9 3 6 8 5 2 5 6 1 8 4 9 7 3 9 3 8 5 6 7 4 1 2 5 9 3 7 2 8 1 6 4 6 4 1 9 3 5 8 2 7 8 7 2 6 4 1 5 3 9 4 2 7 8 5 6 3 9 1 3 8 9 4 1 2 7 5 6 1 6 5 3 7 9 2 4 8 6 9 8 7 5 4 1 3 2 5 3 4 2 8 1 7 6 9 7 2 1 3 9 6 5 8 4 9 6 5 8 4 2 3 1 7 3 1 7 5 6 9 2 4 8 8 4 2 1 3 7 6 9 5 4 7 9 6 1 5 8 2 3 1 5 3 4 2 8 9 7 6 2 8 6 9 7 3 4 5 1 2 7 8 1 9 5 6 4 3 3 5 9 2 4 6 1 7 8 4 6 1 8 3 7 9 2 5 1 9 2 4 5 8 3 6 7 6 4 3 7 1 9 8 5 2 7 8 5 6 2 3 4 1 9 5 3 4 9 7 1 2 8 6 9 2 6 5 8 4 7 3 1 8 1 7 3 6 2 5 9 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 22. desember, 356. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.“ (Sálm. 16, 2.) Víkverji fór með bílinn í skoðunfyrir skemmstu. Hann reyndist í góðu standi nema hvað annað fram- ljósið var vitlaust stillt. Víkverji varð því að aka á brott með grænan miða til marks um bráðabirgðaskoðun. Eins og löghlýðnum borgara sæmir brást Víkverji skjótt við þess- um hnökra. Renndi við hjá þúsund- þjalasmiðunum á Max 1 uppi á Höfða en í ljós kom að þar á bæ bjóða menn ekki upp á þjónustu af þessu tagi. Var Víkverja vísað á Mazda-verkstæðið í næsta húsi enda þótt hann aki ekki um á bifreið af því tagi. Þar var honum vel tekið og menn reiðubúnir að leysa vandann. Víkverji spurði hvað ljósastillingin tæki langan tíma og hvað hún myndi kosta. „Hálftíma og svona sjö þús- und krónur,“ var svarið. Víkverji hafði ekki tíma til að bíða í hálftíma, auk þess sem honum fannst sjö þúsund krónur heldur hátt verð fyrir framljósastillingu. Þannig hann kvaðst mundu hugsa málið. Þá mundi Víkverji eftir Bílaverk- stæði Auðuns í Grafarvoginum, þangað sem hann hefur stundum leitað gegnum árin – það var áður í Kópavogi – og ákvað að koma við þar. Og viti menn; hann fékk fram- ljósastillingu á fimm mínútum sér að kostnaðarlausu. Enn og aftur sann- ast að ekki er sama hvert menn fara með bíla sína á verkstæði. Eftir þetta flaug bíllinn gegnum endurskoðun og Víkverji gat notað sjö þúsund krónurnar í annað. x x x Vill enginn vinna þessa deild?“spurði furðulostinn breskur bloggari um helgina og átti þar við ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu. Í fyrra töpuðu stórveldin fjögur, sem undanfarin ár hafa raðað sér í efstu sæti deildarinnar, samtals sautján leikjum allt tímabilið. Eftir ósigra Liverpool og United um helgina hafa þau samtals lotið í gras í nítján leikj- um – og mótið er ekki hálfnað. Er nema von að aumingja maðurinn spyrji? Framundan í Englandi gæti verið tvísýnasta mót í manna minnum. vík- verji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 látlausa, 8 lygi, 9 bólgna, 10 keyri, 11 lofar, 13 byggja, 15 sjá eftir, 18 reika stefnu- lítið, 21 ótta, 22 grand- inn, 23 gyðja, 24 álappa- legt. Lóðrétt | 2 fram á leið, 3 auðugar, 4 hleypir, 5 sjúgi, 6 reykir, 7 karl- fugls, 12 elska, 14 rengi, 15 skurn, 16 festi, 17 hægt, 18 mannsnafn, 19 dreggjar, 20 fífl. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 svört, 4 fussa, 7 Auður, 8 ólmur, 9 Týr, 11 kugg, 13 barð, 14 álfur, 15 þröm, 17 álfa, 20 hag, 22 fagna, 23 urmul, 24 nælan, 25 lúrir. Lóðrétt: 1 svark, 2 örðug, 3 tært, 4 flór, 5 summa, 6 af- ræð, 10 ýlfra, 12 gám, 13 brá, 15 þúfan, 16 öngul, 18 lemur, 19 allar, 20 hann, 21 gull. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. Rf3 a6 4. d4 Bg4 5. Be3 e6 6. Bd3 Rf6 7. h3 Bh5 8. a3 dxe4 9. Rxe4 Rbd7 10. De2 Rxe4 11. Bxe4 Rf6 12. Bd3 Bd6 13. O-O-O Dc7 14. c4 O-O-O 15. Kb1 Hhe8 16. g4 Bg6 17. Bxg6 hxg6 18. Rg5 Hd7 19. Df3 Da5 20. Bd2 Dd8 21. Hhe1 Kb8 22. Be3 Ka8 23. Hd3 Bb8 24. Hdd1 Ba7 25. De2 Hh8 26. f4 Da5 27. Hd3 Da4 28. Hc1 Da5 29. Rf3 Dc7 30. Re5 Hdd8 31. g5 Rh5 32. d5 Bxe3 33. Dxe3 exd5 34. cxd5 Hhe8 35. dxc6 Hxd3 36. Dxd3 Rxf4 Staðan kom upp heimsbikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Khanty-Mansiysk í Rússlandi. Þessi keppni fór fram með útsláttarfyr- irkomulagi og hafði Judit Polgar (2680) hér hvítt gegn rúmenska stór- meistaranum Liviu-Dieter Nisipeanu (2677). 37. Dd7! og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Davíkurþraut I. Norður ♠Á73 ♥– ♦KDG108754 ♣D8 Vestur Austur ♠– ♠KD1094 ♥ÁDG875432 ♥K9 ♦– ♦63 ♣7642 ♣G1053 Suður ♠G8652 ♥106 ♦Á92 ♣ÁK9 Suður spilar 4♠ doblaða. Fjörið er á Dalvík. Í tvímenningi fyrir skömmu vakti Stefán Jónsson í suður á 1♠. Vestur stökk í 4♥ og norður veðjaði á 4♠. Austur taldi sig vel búinn í þeim leik og doblaði. Allir pass, ♥Á út og trompað í borði. „Ég klúðraði spilinu á auga- bragði,“ skrifar Stefán í tölvupósti: „Tók spaðaásinn í öðrum slag af hræðslu við að fara niður í 4-1- tromplegu. En það mátti ég ekki.“ Austur varðist reyndar vel. Tromp- aði þriðja tígulinn smátt, þann fjórða hátt síðar og beið svo með ♠K10- gaffalinn eftir tveimur slögum í lok- in. Einn niður reyndist vera 60% skor í N-S, en Stefán var í ekki rónni fyrr en hann hafði fundið vinnings- leið á opnu borði. Hann fullyrðir að hún sé til ef ♠Á er geymdur. Skoð- um það á morgun. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ferskar hugmyndir og ný nálgun munu koma þér að gagni í dag. Nýtt sam- band er í pípunum. Einhver kemur þér á óvart bráðlega. (20. apríl - 20. maí)  Naut Eitt af því besta í fari þínu er það að þú æðir áfram óhrædd/ur inn í aðstæður sem aðrir flýja úr. Lærðu að segja nei þegar það á við. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Fegurð hlutanna er ekki fólgin í stærð þeirra. Segðu álit þitt þegar þú ert beðin/n um það, haltu annars aftur af þér. Niðurstöður úr rannsókn lofa góðu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert skynsemin uppmáluð í dag. Treystu á innsæið og láttu ekki efasemdir annarra draga úr þér kjark. Grænn litur kemur við sögu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú skalt ekki hika við að rétta hjálp- arhönd ef þér finnst á annað borð að ein- hver sé hjálparþurfi. Sýndu þolinmæði gagnvart ættingjum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú átt í miklum tilfinningalegum átökum og mátt því ekki við miklu. Vertu opin/n fyrir nýjum tækifærum. Gættu þess að ganga ekki of langt í tilburðum þínum til að vekja athygli annarra. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Allir hlutir þurfa sinn undirbúning. Nærvera barna er endurnærandi og vek- ur spurningar um hvað er mikilvægast í lífinu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það gengur ekki í augun á öll- um að spreða fé á báða bóga. Einbeittu þér að því að leggja inn á bankareikning tilfinninganna hjá öðrum um jólin. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nú þarftu að leggja grunninn að nýjum verkefnum. Miklar tilfinningar eru í samskiptum þínum við hitt kynið. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Vertu varkár í samtölum þínum við ástvini í dag. Reyndu að finna jafn- vægi því aðeins þá geturðu heyrt svar hjarta þíns sem öllu skiptir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Áhugasvið þitt er mjög vítt. Notaðu næstu fjórar vikurnar til að rækta nánustu sambönd þín og bæta það sem betur má fara. Lærðu að slaka á. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú verður hugsanlega fyrir von- brigðum því eitthvað sem þú ætlaðir að kaupa fyrir heimilið er annaðhvort ekki til eða allt of dýrt. Stjörnuspá 22. desember 1966 Vélbáturinn Svanur fórst í slæmu veðri við Vestfirði og með honum sex manns. Sama dag strandaði breski togarinn Boston Wellvale við Ísafjarð- ardjúp en áhöfninni var bjarg- að. 22. desember 1987 Ný lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík var staðfest. Hún kom í stað samþykktar sem gilt hafði í meira en hálfa öld. 22. desember 1999 Tunglið var nær jörðu en ver- ið hafði í 69 ár. Morgunblaðið sagði að það hefði virst stærra og bjartara en venjulega. Næst gerist þetta árið 2052. 22. desember 2000 Halldór Laxness rithöfundur var valinn maður aldarinnar, samkvæmt aldamótakönnun Gallup sem kynnt var í Kast- ljósinu í Sjónvarpinu. Í sömu könnun var Vigdís Finn- bogadóttir valin kona ald- arinnar og Davíð Oddsson stjórnmálamaður aldarinnar. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Dagur Snær Heimisson og Andri Már Rúnarsson gengu í hús og söfn- uðu með því 623 krónum sem þeir styrktu Rauða krossinn með. Hlutavelta ÁSLAUG Tóka Gunnlaugsdóttir, hönnuður og list- greinakennari við Norðlingaskóla, segir ekkert sérstakt standa til í tilefni afmælisdagsins. „Ætli ég muni ekki bara nota daginn til að klára að pakka og koma fjölskyldunni upp í sumarbústað í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur. Líklega stopp- ar maður og fær sér eitthvert nesti í sjoppu á leið- inni,“ segir Áslaug Tóka og tekur fram að þetta sé í fyrsta skiptið sem hún prófi að eyða jólunum í sumarbústað. Áslaug Tóka býr með Birni Inga Guðjónssyni og þau eiga synina Leikni Loga sem er fimm ára og Víking Viðar sem er tveggja ára. Að sögn Áslaugar hlakkar hún til þess að slaka á í sumarbústaðnum og njóta þess að föndra, baka og skreyta jólatréð með sonunum auk þess sem gott verði að skella sér í pottinn. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef verið búin að öllu í tengslum við jólaundirbúninginn fyrir 22. desember, því venjulega er maður að klára hlutina á aðfangadag.“ Eftirminnilegasti afmælisdagurinn í huga Áslaugar Tóku var þegar hún varð fimm ára og jólasveinn, sem hugðist gleðja börnin á heim- ilinu með nærveru sinni, festist í strompi hússins án þess þó að fara sér að voða. silja@mbl.is Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 35 ára Pakkar til að fara í bústað Nýirborgarar Reykjavík Victoría Sara fæddist 26. mars kl. 23.25. Hún vó 3.830 g og var 51 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Ásta Salný Sigurð- ardóttir og Viðar Snær Sigurðsson. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.