Morgunblaðið - 22.12.2009, Síða 45
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Blúsari Halldór Bragason.
BLÚSFÉLAG Reykjavíkur stendur
fyrir Jólablúsgjörningi Vina Dóra
í kvöld, þriðjudagskvöld, í Hug-
myndahúsi Háskólanna / Te &
kaffi, á Grandagarði 2. Blúsgjörn-
ingurinn hefst klukkan 21.00.
Vinirnir eru þeir Halldór
Bragason gítarleikari og söngvari,
Guðmundur Pétursson gítarleik-
ari, Ásgeir Óskarsson trommuleik-
ari, Davíð Þór Jónssson á ham-
mondorgel og Jón Ólafsson
bassaleikari.
Jólablúsinn er sagður kærleiks-
boðskapur og gleðistund, einstakt
tækifæri til að hvíla sig á verald-
legu amstri aðventunnar.
Jólablúsgjörningur Vina Dóra
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Gjafakort Borgarleikhússins
– gjöf sem lifnar við
Jesús litli HHHHH, JVJ, DV
Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið)
Þri 29/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00
Mið 30/12 kl. 19:00 Sun 17/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00
Sun 3/1 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 19:00
Fös 8/1 kl. 19:00 Sun 24/1 kl. 19:00
Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt.
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Sun 27/12 kl. 14:00 Sun 3/1 kl. 14:00 Sun 17/1 kl. 14:00
Sun 27/12 kl. 19:00 Sun 10/1 kl. 14:00 Sun 24/1 kl. 14:00
Vinsælasti söngleikur ársins - tryggðu þér miða strax
Jesús litli (Litla svið)
Þri 29/12 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 20:00
Þri 29/12 kl. 21:00 aukas Sun 3/1 kl. 20:00 Sun 10/1 kl. 20:00
Snarpur sýningartími. Síðasta sýning leikársins 10. janúar.
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Sun 27/12 kl. 22:00 Lau 16/1 kl. 22:00 Sun 24/1 kl. 20:00
Mán 28/12 kl. 19:00 Sun 17/1 kl. 20:00 Fös 29/1 kl. 19:00
Fös 8/1 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 19:00
Fös 8/1 kl. 22:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 22:00
Fös 15/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Sun 31/1 kl. 20:00
Lau 16/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 22:00
Rautt brennur fyrir (Nýja svið)
Þri 29/12 kl. 20:00 síðasta sýn
Ekki við hæfi barna. Síðasta sýning 29. des
Djúpið (Litla svið/Nýja svið)
Mið 30/12 kl. 21:00 síðasta
sýn
Síðustu sýningar! Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé.
GJAFAKORT
ÞJÓÐLEIKHÚSSINS
Einstakt tilboð til jóla
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Brennuvargarnir (Stóra sviðið)
Fös 8/1 kl. 20:00 Fim 21/1 kl. 20:00
Fös 15/1 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00
Nýjar sýningar komnar í sölu!
Oliver! (Stóra sviðið)
Lau 26/12 kl. 20:00 Frums. Sun 3/1 kl. 20:00 6. K Lau 23/1 kl. 15:00
Sun 27/12 kl. 16:00 Aukas. Lau 9/1 kl. 16:00 Aukas. Fös 29/1 kl. 19:00
Sun 27/12 kl. 20:00 2. K Lau 9/1 kl. 20:00 7. K Lau 30/1 kl. 15:00
Þri 29/12 kl. 20:00 3. K Sun 10/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 30/1 kl. 19:00
Mið 30/12 kl. 20:00 4. K Sun 10/1 kl. 20:00 8. K Lau 6/2 kl. 15:00
Lau 2/1 kl. 16:00 Aukas. Fim 14/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00
Lau 2/1 kl. 20:00 5. K Lau 16/1 kl. 15:00
Sun 3/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 16/1 kl. 19:00
Gjafakort á tilboðsverði til jóla!
Sindri silfurfiskur (Kúlan)
Sun 27/12 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 15:00 Mið 30/12 kl. 15:00
Miðaverð aðeins 1500 kr.
Ókyrrð (Kassinn)
Þri 29/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 20:00
Gestaleikur - aðeins þessar tvær sýningar!
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
39 þrep (Samkomuhúsið)
Fim 7/1 kl. 20:00 fors. Lau 16/1 kl. 19:00 6. k. Sun 24/1 kl. 20:00 11. k.
Fös 8/1 kl. 20:00 frums. Sun 17/1 kl. 20:00 7. k. Fös 29/1 kl. 19:00
Lau 9/1 kl. 19:00 2. k Fim 21/1 kl. 20:00 8.k. Lau 30/1 kl. 19:00
Sun 10/1 kl. 20:00 3.k. Fös 22/1 kl. 19:00 9.k. Lau 30/1 kl. 22:00 Aukas
Fim 14/1 kl. 20:00 4. k. Lau 23/1 kl. 19:00 10. k. Fös 5/2 kl. 19:00
Fös 15/1 kl. 19:00 5. k. Lau 23/1 kl. 22:00 Aukas Lau 6/2 kl. 19:00
Forsala er hafin
Við Íslendingar höfum alltafhaft mikinn áhuga á per-sónufróðleik, sem stafarefalítið af fámenni, land-
lægum ættfræðiáhuga, þéttriðnu
tengslaneti og klíkumyndunum.
Ævisagnahefð þjóðarinnar stendur
því á aldagömlum
merg en sjálfs-
ævisagnahefðin
er nokkru yngri.
Hjartsláttur
Hjálmars Jóns-
sonar er dæmi-
gerð íslensk
sjálfsævisaga full
af fróðleik um
(karl)menn og
málefni. Hún hefst í sveitinni þar
sem kynlegir kvistir setja mark sitt
á drenginn og eftir því sem hann eld-
ist og þroskast eykst skilningur
hans á aðstæðum foreldra sinna og
forfeðra. Hann er í sumarvinnu til
sjós og lands, leiðist í skólanum, leit-
andi og efins yrkir hann ferskeytlur
sem verða landfleygar, lærir til
prests, eignast fjölskyldu og hefur
prestskap, fyrst í Húnaþingi, þá á
Sauðárkróki, og gerist loks dóm-
kirkjuprestur. Fyrsti tveir hlutar
bókarinnar heita Æska og uppruni
og Séra Hjálmar, þriðji fjallar um
setu Hjálmars á Alþingi (Verald-
arvafstur) og síðasti hlutinn ber það
skemmtilega heiti Séra Hjálmar
snýr aftur. Bókinni lýkur með sátt
og fyrirheiti um bjarta framtíð. Saga
Hjálmars er ofin mörgum þráðum.
Hún er ekki síst saga samferða-
manna hans í námi og starfi og er
undir áhrifum frá íslenskum sagna-
þáttum með mannlýsingum, fyndn-
um tilsvörum og viðeigandi snjöllum
kveðskap. Þarna stíga fram mekt-
arbændur og öðlingar eins og Jón
Árni Jónsson sem var latínukennari
í MA áratugum saman, guðfræðipró-
fessorarnir dr. Þórir og dr. Björn,
séra Sigurbjörn biskup, Þorsteinn
Pálsson og Steingrímur Joð. Aldrei
lætur Hjálmar hnjóðsyrði falla um
nokkurn mann heldur dregur fram
bestu hliðar hvers og eins. Þá fjallar
ævisagan að stórum hluta um
kristnihald, prestskap og hlutverk
kirkjunnar en trúin er Hjálmari leið-
arljós í gegnum lífið sem vonlegt er.
Oft má vart á milli sjá hvor hefur
orðið, presturinn eða maðurinn.
Fyrst og fremst predikar Hjálmar
auðmýkt og virðingu og eru það
sannarlega orð í tíma töluð á vorum
dögum. Lýsingar á reynslu hans af
sjúkdómum, erfiðleikum og dauða
eru líknandi og lífsskoðun hans yf-
irleitt bæði jákvæð og heilbrigð.
Stjórnmálaferillinn er afgreiddur
snyrtilega, hann vildi frekar vera
prestur en pólitíkus. Sjálfsævisaga
Hjálmars er skemmtileg aflestrar,
vel skrifuð á fallegu og kjarnyrtu
máli, vísurnar eru snilld og kafla-
heitin smellin. Myndir eru ekki
margar og víða vantar tímasetningu
á þær, í stað nafnaskrár hefði verið
meiri fengur að myndaskrá. Ævi-
saga sem þessi ljóstrar hvorki upp
leyndarmálum né inniheldur freud-
ískar játningar. Það er helst í sam-
bandi við andlát föðurins sem glittir
í beiskju eða eftirsjá í þönkum
Hjálmars. Hér er lýst farsælu lífi
með gleði og sorgum, trú og þakk-
læti, húmorinn er mildur og mann-
bætandi. „Við lifum lífi okkar í fé-
lagsskap hvert annars. Sá sem
segist ekki verða fyrir áhrifum og
segist ekki hafa fyrirmyndir þarf
ýmislegt að íhuga. Viðtekinn hugs-
unarháttur, með dómum og for-
dómum, er töluvert aðhaldssöm um-
gerð lífsins. Samt hlýtur það að vera
meginmarkmið að hefja sig yfir hið
lága, leita sannleikans, greina hið
rétta og fylgja því“ (150). Bók-
arkápan er afar smekkleg og sýnir
okkur sposkan sögumanninn, hann
er íbygginn og örugglega að yrkja
vísu þegar ljósmyndin er tekin.
Sjálfsævisaga
Hjartsláttur
bbbmn
eftir Hjálmar Jónsson. Ragnar Helgi
Ólafsson hannaði bókarkápu. 256 bls.
Veröld 2009.
STEINUNN INGA
ÓTTARSDÓTTIR
BÆKUR
Af presti „Hér er lýst farsælu lífi með gleði og sorgum, trú og þakklæti,
húmorinn er mildur og mannbætandi,“ segir gagnrýnandi m.a. um sjálfs-
ævisögu séra Hjálmars Jónssonar.
Í för með presti
Nú er ég orðinn 62 ára. Erþað ekki ágætur aldur?En þegar maður erkominn á þann aldur
segir maður við sjálfan sig: Ég vil fá
tuttugu ár í viðbót vegna þess að líf-
ið er svo skemmtilegt.“
Svo sagði Jóhann G. Jóhannsson,
listamaður með
meiru og höf-
undur margra af
dáðustu dæg-
urlögum Íslands-
sögunnar, í sam-
tali við Kolbrúnu
Bergþórsdóttur
sem birtist í
þessu blaði um
miðjan nóvember
síðastliðinn. En þar kom og fram að
Jóhann heyr nú hetjulega baráttu
við krabbamein á eigin forsendum,
ekki vestrænna læknavísinda, sem
spá því að tími Jóhanns hér verði
senn á þrotum.
Platan inniheldur nýjar hljóðrit-
anir á lögum eftir Jóhann frá ýms-
um tímum sem hann syngur sjálfur
en ekkert þeirra hefur heyrst op-
inberlega áður. Elsta smíðin er
t.a.m. frá 1963. Lífsaðstæður Jó-
hanns nú útskýra hins vegar safn-
plötubraginn sem yfir plötunni er;
þar er að finna ítarlegt ferilsyfirlit
eftir Jónatan Garðarsson svo og
fjölda ljósmynda frá litríku ævi-
skeiði.
En að sjálfri tónlistinni. Platan er
í mjúkum, höfugum gír og ósvikinn
andblær frá áttunda áratugnum –
þar sem Jóhann átti sitt tónlist-
arlega blómaskeið – leika um sum
þeirra. Hér er um að ræða hið
áhlýðilegasta popp og mörg laganna
eru nokkuð ballöðukennd. Í textum
er snert rækilega á ástinni; en
dauðinn og vangaveltur um ástand
heimsins („Von um betri veröld“)
koma og við sögu. Textarnir eru
blátt áfram og einlægir, í „Þín söltu
tár“ má lesa æðrulaus huggunarorð
frá Jóhanni í garð einhvers sem
hann elskar og í hinu bráðgóða opn-
unarlagi,. „Taktu þér tíma“ er skot-
ið á hraða nútímamannsins sem
„frestar því að lifa“ vegna æðib-
unugangs.
Söngur Jóhanns er að sama skapi
einlægur og sannur og um plötuna
leikur eitthvað sem kalla mætti
styrkjandi rósemd hins hugrakka
manns sem tekur því sem að hönd-
um ber með reisn. Mann grunar
nefnilega að titill plötunnar, Á
langri leið, sé ákveðin yfirlýsing frá
Jóhanni; þ.e. að leiðin verði lengri
en læknarnir spá fyrir um …
Morgunblaðið/Golli
Reisn „Um plötuna leikur eitthvað sem kalla mætti styrkjandi rósemd hins hug-
rakka manns sem tekur því sem að höndum ber með reisn,“ segir m.a. í dómi.
Jóhann G. – Á langri leið
bbbbn
ARNAR EGGERT
THORODDSEN
TÓNLIST
Á krossgötum