Morgunblaðið - 22.12.2009, Side 48

Morgunblaðið - 22.12.2009, Side 48
Cosmic Call – Cosmic Call bbbbn Þessi mjög svo áheyrilega frum- raun hinnar kornungu Skagasveitar Cosmic Call er svo gott sem að springa af spila- gleði, áræði og ástríðubundnum þrótti. Hljómur er góður, spila- mennska tippt- opp og orkan tilfinnanleg. Söngv- arinn er firnaöruggur og sveitin er afskaplega mótuð og langt á veg komin þrátt fyrir stutta ævi. Meira en vert að fylgjast með þessari í framtíðinni. Þá ber sérstaklega að geta umslagshönnunar, hrein snilld. Gordon Riots – Dirt n Worms bbbbn Önnur plata þessarar öfgarokks- sveitar og sveigt er glæsilega inn á nýjar hljómræn- ar lendur. Tón- listin er um margt snúnari en áður og á köflum níðþung. Hægt er á tempóinu og riff- in barin í gegn af gegndarlausu afli. Um spilamennskuna þarf ekki að fjölyrða og þéttleikinn er slíkur að ekki rennur vatn á milli. Gordon Riots eru á réttri leið og hafa tekið hljóm sinn farsællega upp á næsta stig. The Foghorns – A Diamond as Big as the Motel 6 bbbnn Hljómsveit þessa leiðir Bart Cameron, fyrrverandi ritstjóri Grapevine. Sveitin tróð upp og gaf út hér á landi um hríð og þetta nýjasta verk er t.a.m. skráð hjá STEF. Hér er um að ræða lágstemmt nútímakántrí og þjóðlagatónlist; hljómur er hæfilega hryssingslegur og „svefnher- bergis“-andinn heillar. Engan veg- inn verið að finna upp hjólið en öll útfærsla er smekklega af hendi leyst og í takt við það sem lagt er upp með. Hoffman – Your Secrets Are Safe With Us bbbmn Fimm ár eru liðin frá því að Vestmannaeyjasveitin (sem gerir í dag út frá Reykjavík) sendi frá sér plötuna Bad Seeds. Óhætt er að segja að þessi plata beri með sér miklar framfarir og metnaðurinn er auðheyr- anlega mikill. Rokkið er geysi- þétt, hörkulegt og rífandi og með smekk- legum lykkjum og útúrdúrum inn á milli. Greina má nett Placeboáhrif og jafnframt strauma frá nýbylgj- unni kuldalegu sem einkenndi upp- haf níunda áratugarins (Cure et al). Eini lösturinn er að rennslið verður fulleinsleitt þegar fram í sækir. Dalton – Ágætis dómar bnnnn Stundum er betur heima setið en af stað farið. Dalton hefur gert það ágætt á böllum og í hvers kyns skemmtanahaldi en þegar kemur að eigin laga- smíðum er sveit- in gjörsamlega úti á túni. Raun- verulega stendur hér ekki steinn yfir steini, aulalegur einkahúmor bara nokkuð snoturt verk þegar allt er saman tekið. Pascal Pinon – Pascal Pinon bbbbn Það leikur ómótstæðilegur heima- iðnaðarandi um þessa fyrstu plötu stúlknanna í Pascal Pinon. Krúttleg blómanýbylgja, og ekki sem skammaryrði, allt er svo rétt, satt og fallegt í lögunum sem hér að finna að þú þarft að vera með hjarta úr steini til að hrífast ekki með. Söngkonan Jófríður Áka- dóttur býr yfir seiðandi söngrödd og lágstemmd, viðkvæmnisleg tón- listin styður þar glæsilega við. Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar plötur sem eiga það sameiginlegt að standa utan við meginstrauminn. Úr staflanum Morgunblaðið/Ómar Fallegt „Þú þarft að vera með hjarta úr steini til að hrífast ekki með,“ segir um samnefnda plötu Pascal Pinon. Arnar Eggert Thoroddsen | arnart@mbl.is skýtur reglulega upp kollinum, plötunni til mikils vansa, og sama má segja um útúrdúra í rapp, teknó og reggí. Það eina sem bjargar þessum ósköpum er ágæt- ur söngur. Böddi – So Simple … bbbnn Og hér er hann kominn, hinn ágæti söngvari Dalton. Á þessari einlægu sóló- plötu er allt annað upp á teningnum. Platan rúllar áfram í þekki- legum söngva- skáldsgír og lögin eru borin uppi af kraftmikilli, tilfinningaþrunginni en um leið fal- legri söngröddinni. Heilsteypt og MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 Hafandi í höndunum plötumeð hljómsveit semkallar sig Morðingjanamætti ætla að blóð og iður væru í þann mund að ganga yfir mann. Svo er ekki. Tónlist Morðingjanna er melódískt ræfl- arokk, óvænt blanda af Green Day og Ljótu hálfvitunum. Einskonar pönkrevía. Áhrifa fleiri sveita gætir á skífunni, svo sem Blink-182, auk þess sem ekki verður betur heyrt en sjálf Járnfrúin reki inn trýnið í titillaginu. Flóttinn mikli fer vel af stað, hver smellurinn rekur annan, „Letiljóð“ og „’81 (Sé þig aldrei meir)“ eru t.d. útvarpsmúsík dauð- ans. Heldur dregur af Morðingj- unum er líður á plötuna en heildar- áhrifin eru eigi að síður býsna góð. Lögin eru flest í hröðu tempói, stutt og snöfurleg, að hætti pönksins. Ekkert er ofsagt. Það er þó hætt við að einhverjum eldri aðdáendum Morðingjanna þyki þeir hafa mýkst fullmikið frá fyrri plötunum tveimur. Morðingjarnir eru þétt hljóm- sveit, spilamennskan bilar hvergi. Helgi trymbill dregur vagninn með tilþrifum og Atli bassi og Haukur gítarleikari koma af krafti í kjölfar- ið. Haukur er ekki með áheyrileg- ustu söngrödd sem sögur fara af en bætir það upp með spart- verskri ákefð sinni. „Leigu- morðingjanum“ Katrínu Mogen- sen bregst ekki bogalistin í „Man- vísu“. Textarnir eru prýðilegir og hnyttnir á köflum. Sérstaklega er „Förum í stríð“ skemmtileg ádeila. Oftar en ekki horfa Morðingjarnir á heiminn með augum almennisins, eins og í „Hlakka til að hitta þig“: Ég var aldrei merkilegur það man enginn eftir mér hvorki gáfaður né tregur sakna mín mun enginn hér. Flóttinn mikli er dægileg partí- músík. Meinlaus skemmtun. Herslumuninn vantar hins vegar til að koma róti á tilfinningar manns. Af þessum vitnisburði verða Morð- ingjarnir því aðeins dæmdir fyrir manndráp af gáleysi. Manndráp af gáleysi Geisladiskur Morðingjarnir – Flóttinn mikli bbbmn ORRI PÁLL ORMARSSON TÓNLIST Skemmtilegir „Einskonar pönkrevía,“ segir Orri Páll m.a. um plötuna. 19.12.2009 2 21 29 30 38 9 3 9 2 9 5 5 3 7 1 8 16.12.2009 7 33 34 38 41 43 4110 24 FRÁBÆR SPENNUMYND Í ANDA SCREAM OG I KNOW WHAT YOU DID LAST SUMMER ÞÆR ÆTLA AÐ REYNA AÐ ÞAGA YFIR LEYNDARMÁLI DAUÐANS! EKKI VIÐ HÆFI UNGRA BARNA JIM CARREY Sýnd með íslensku og ensku tali HHHH „JÓLASAGA Í FRÁBÆRRI, NÝRRI ÞRÍVÍDD SEM SLÆR ÚT ANNAÐ ÁÐUR HEFUR SÉST“ „CARRY ER ENGUM LÍKUR...“ – S.V – MBLBYGGT Á HINNI GRÍÐARLEGU VINSÆLU BÓKASERÍU STEPHENIE MEYER SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI ÞRIÐJA STÆRSTA FRUM- SÝNINGAR- HELGI ALLRA TÍMA Í USA STÆRSTA BÍÓOPNUN Í USA Í ÁR! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI, 2 VIKUR Í RÖÐ! EINHVER FLOTTUSTU BARDA- GAATRIÐI SEM SÉST HAFA Í LAAANGAN TÍMA!SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI TVEIR VINIR TAKA AÐ SÉR 7 ÁRA TVÍBURA MEÐ ÁKAFLEGA FYNDNUM AFLEIÐINGUM OldDogs JOHN TRAVOLTA OG ROBIN WILLIAMS FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI SPRENGHLÆGILEGU MYND SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK „AFÞREYING MEÐ HRÖÐUM HASAR, SJÓNRÆNUM NAUTNUM... SEM HALDA ATHYGLI ÁHORFANDANS.“ *** H.S.-MBL HÖRKU HASAR- MYND SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI / ÁLFABAKKA OLDDOGS kl. 6-8D-10:10D L DIGITAL OLDDOGS kl. 8 - 10:10 LÚXUS SORORITYROW kl. 8 -10:20 16 NINJAASSASSIN kl. 8 - 10:10 16 THETWILIGHT2NEWMOON kl. 5:30-8-10:30 12 THETWILIGHT2NEWMOON kl. 5:30 LÚXUS ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl.5:503D ótextuð 7 3D-DIGITAL ACHRISTMASCAROLm.ísl.tali kl.5:50 7 ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl.8 7 LAW ABIDING CITIZEN kl.5:50-10:10 16 AVATAR kl. 5 - 8 - 11 10 THETWILIGHT2NEWMOON kl. 5 12 OLD DOGS kl. 8 - 10 L / KEFLAVÍK / KRINGLUNNI OLD DOGS kl. 6 - 8 - 10 L DIGITAL SORORITY ROW kl. 8 - 10:20 16 NINJA ASSASSIN kl.10:40 16 THE TWILIGHT NEW MOON kl. 5:30 - 8 12 A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 5:503D ótextuð 7 3D-DIGITAL THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 5:40 12 OLD DOGS kl. 8 - 10 16 A CHRISTMAS CAROL m.ísl.tali kl. 6 7 MY LIFE IN RUINS kl. 8 16 NINJA ASSASSIN kl. 10 7 / AKUREYRI GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 12 LAW AVIDING CITIZEN kl. 10:40 16 PARANORMAL ACTIVITY kl. 8 16 PANDORUM kl. 10:20 16 MORE THAN A GAME kl. 5:50 7 A CHRISTMAS CAROL m.ísl.tali kl. 5:50 7 / SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.