Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 1
F I M M T U D A G U R 3 1. D E S E M B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
345. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«BÓKDISKUR
HRUNADANS EFTIR
MATTHÍAS GEFINN ÚT
«MENNINGUPPGJÖR
Það besta í listum
á árinu 2009
6
Ljósmynd/Haraldur Þór Stefánsson
Gleðilegt
nýtt ár
Hópur kröfuhafa Kaupþings
fundaði með forráðamönnum Þjóð-
arhags á dögunum. Þeir vildu vita
hvort enn væri áhugi fyrir hendi á
kaupum á Högum.
VIÐSKIPTI
Kröfuhafar hitta
Þjóðarhag
Stjórnvöld hafa ekki rætt við lífeyr-
issjóði um að þeir selji erlendar
eignir og fjármagni kaup ríkisins á
veðum Seðlabanka Evrópu.
Ekkert rætt við
lífeyrissjóði
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
MEIRIHLUTI þingmanna sam-
þykkti á tólfta tímanum í gærkvöldi
frumvarp til laga um ríkisábyrgð
vegna Icesave-skuldbindinganna
með 33 atkvæðum gegn 30 undir gný
frá bílflautum og flugeldum. Tveir
þingmenn stjórnarflokkanna
greiddu atkvæði gegn frumvarpinu,
Lilja Mósesdóttir og Ögmundur
Jónasson, en Þráinn Bertelsson,
óháður þingmaður, kaus með því.
Áður en komið var að því að greiða
atkvæði um Icesave-frumvarpið í
heild var borin upp frávísunartillaga
minnihluta fjárlaganefndar. Hún var
felld með 35 atkvæðum, en 28 vildu
samþykkja hana. Í kjölfarið var bor-
in upp tillaga Péturs H. Blöndal,
þingmanns Sjálfstæðisflokks, um að
bera ætti málið undir þjóðina í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillagan var
felld með jafnnaumum meirihluta en
þrjátíu þingmenn vildu samþykkja
hana, þar á meðal Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir og Ásmundur Einar
Daðason, þingmenn Vinstri-grænna.
Lilja Mósesdóttir og Ögmundur
Jónasson greiddu hins vegar at-
kvæði gegn þeirri tillögu.
Yfir 42 þúsund einstaklingar
hafa skrifað undir áskorun
Niðurstaðan hefur þau áhrif að
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra ber lagafrumvarpið
undir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta
Íslands, á ríkisráðsfundi fyrir há-
degið í dag. Gera má ráð fyrir að
Ólafur Ragnar taki í dag ákvörðun
um það hvort hann staðfestir lögin
eða synjar þeim staðfestingar. Taki
hann síðari kostinn verður Icesave-
frumvarpið borið undir dóm þjóð-
arinnar.
Klukkan hálf eitt í nótt höfðu yfir
42 þúsund manns skrifað undir
áskorun til forsetans um að hann
synjaði lögunum staðfestingar.
Undirskriftasöfnunin fór fram á vef-
svæði InDefence-hópsins og ætla
fulltrúar hans að afhenda undir-
skriftirnar á Bessastöðum í dag.
Flugeldar sprengdir
Til stóð að greiða atkvæði um
frumvarpið fyrir hádegi í gær, en
þingfundi var frestað ítrekað fram á
miðjan dag. Var mælendaskrá þá
kláruð og kl. 20 í gærkvöldi héldu
formenn flokkanna stuttar ræður. Í
kjölfarið hófst atkvæðagreiðslan
sem lauk ekki fyrr en um 23.30.
Nokkur fjöldi fólks var saman-
kominn á Austurvelli meðan at-
kvæðagreiðslan fór fram. Reglulega
voru sprengdir flugeldar og heyrð-
ust sprengingarnar vel inn í þingsal.
Þá voru bílflautur þandar næstum
stanslaust á sama tíma.
Icesave-málið samþykkt
með naumum meirihluta
Forseti Íslands fær frumvarpið afhent fyrir hádegi í dag
Hörð átök frá morgni | 6
Þá skellihló þingheimur | 8
Tveir stjórnarþingmenn,
Ögmundur Jónasson og
Lilja Mósesdóttir, greiddu
atkvæði gegn frumvarp-
inu.
33
Þráinn Bertelsson, óháður
þingmaður, studdi frumvarpið.
30
Tillaga um að bera málið undir
þjóðina var felld.